Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2018, Síða 58

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2018, Síða 58
58 9. nóvember 2018 Þ ann 20. ágúst 1977 var geim- farinu Voyager 2 skotið á loft og þann 5. september sama ár var röðin komin að systur- skipinu Voyager 1. Voyager 1 var skotið síðar á loft en kom engu að síður fyrr að gasrisanum Júpiter en systurskipið. Þetta var gert með því að láta Voyager 1 fara hraðari braut til Júpiter. Þegar þangað var komið 1970 hófust vísindalegar uppgöt- vanir geimfarsins. Það var banda- ríska geimferðastofnunin NASA sem stóð á bak við þessa leiðangra. Markmiðið með ferðum Voyager-geimfaranna var að rann- saka ystu plánetur sólkerfisins. Að því loknu tóku geimförin stefn- una út úr sólkerfinu og eru nú óra- fjarri jörðinni. Til að fylgjast með ferðum geimfaranna og taka við upplýsingum frá þeim var notast við þrjár stöðvar hér á jörðu niðri, þekktar sem Deep Space Network. Ein þeirra er í Madrid á Spáni, ein í Goldstone í Kaliforníu og ein í Can- berra í Ástralíu. Þangað senda þau stöðugt upplýsingar um ferðir sínar og niðurstöður mælinga sem þau gera. Aðalverkefni Voyager-geim- faranna var að fljúga að Júpiter og Satnúrnusi og rannsaka pláneturn- ar. Ef vísindaleg markmið næðust átti Voyager 2 að fljúga áfram að Úr- anusi og Neptúnusi. Geimförin áttu að taka ljósmyndir og safna ýmsum vísindalegum gögnum og senda til jarðar. Þau verða seint talin frek á orku því við þetta notuðu þau jafn mikið rafmang og ljósapera í ísskáp þarf. Þyngdarafl plánetanna var síðan notað til að koma geimförun- um áfram og til næsta áfangastaðar. Fyrstu nærmyndirnar af Júpiter Þegar Voyager 1 kom að Júpiter sendi geimfarið fyrstu nærmynd- irnar af plánetunni og tunglum hennar til jarðar. Rosaleg óveður- skerfi á Júpiter, eldgos á Io, sem er eitt tungla Júpiters og vísbendingar um að undir frosnu yfirborði tungls- ins Evrópu væri fljótandi vatn var meðal þess sem vísindamenn sáu á myndunum. Auk þess uppgötvuðu geimförin 24 ný tungl á braut um ystu plánetur sólkerfisins. Þegar geimförin höfðu sveim- að um Júpiter var röðin komin að Satúrnusi og Voyager 1 var látið fara nærri Titan, hinu risastóra tungli Satúrnusar. Að því loknu var Voyager 1 látið fara áfram í norður- átt, hærra en brautir plánetanna. Voyager 2 var síðan látið hefja ferð lengra út í sólkerfið til að heim- sækja tvo gasrisa til viðbótar, Úr- anus og Satúrnus. Geimfarið kom að Satúrnusi 1981 og Úranusi 1986. Árið 1989 var röðin síðan komin að heimsókn til Neptúnusar. Þegar Voyager 2 kom að Úranúsi voru merkin, sem bárust til jarðar, orðin mun veikari en þegar geimfarið var við Satúrnus. Það leit því ekki vel út með að geta verið í sambandi við geimfarið þegar það kæmi að Neptúnusi. NASA neyddist því til að láta smíða stærri loftnet fyrir móttökustöðvarnar hér á jörðinni. Það þýddi einnig að þá væri hægt að vera í sambandi við geimförin þegar þau færu út fyrir ystu plánet- urnar. Daufi blái punkturinn Árið 1990 tók Voyager 1 eina mögn- uðustu og frægustu mynd sem tekin hefur verið utan úr geimn- um. Á henni sést jörðin í órafjar- lægð, sem lítill og fölur blár punkt- ur. Þetta var gert að frumkvæði hins heimsþekkta stjörnufræðings Carls Sagan. Hann sagði að þessi mynd ætti að hvetja mannkynið til „að vernda og varðveita þennan föla bláa punkt, einu heimkynnin sem við höfum nokkru sinni þekkt“. Bæði geimförin eru nú órafjarri plánetunum í sólkerfinu og stefna í mismunandi átt frá sólkerfinu okk- ar. Þau senda enn gögn til jarðar og svara þar með spurningum sem við vissum ekki að við þyrftum að spyrja þegar þeim var skotið á loft. Það er stöðin í Canberra sem ann- ast samskiptin við Voyager 2 því hún er eina stöðin sem getur gert það vegna stefnu geimfarsins sem stefnir í suður frá sólkerfinu. Vegna þess hversu fjarri jörðinni geimför- in eru eru merkin frá þeim mjög dauf. Árið 2012 var Voyager 1 fyrsta geimfarið til að yfirgefa sólkerfið og halda út í milligeiminn, svæð- ið á milli stjarna í Vetrarbrautinni. Í milligeimnum gætir áhrifa sólar- innar okkar ekki lengur og rannsak- ar Voyager 1 því þetta áður óþekkta svæði. Ferð beggja geimfaranna hef- ur verið söguleg og hefur mark- að mörg tímamót í geimrannsókn- um. Geimförin eru ekki stór, á stærð við litlar rútur og með takmarkað- an tölvubúnað ef miðað er við það sem er í boði nú. Ekki má gleyma að um borð í báðum geimförum eru gullplötur, svipaðar og vínyl- plötur, sem innihalda eina og hálfa klukkustund af tónlist og kveðj- um frá mannkyni en þær eru settar fram á 55 tungumálum. Einnig eru leiðbeiningar um hvernig á að spila plöturnar og kort sem sýnir stað- setningu jarðarinnar í Vetrarbraut- inni okkar. Þegar næsti áratugur er liðinn verða bæði geimförin orðin straumlaus, vísindabúnaður þeirra óvirkur og þau geta ekki lengur sent skilaboð til jarðarinnar eða tekið á móti skilaboðum. Þau munu samt sem áður halda för sinni áfram um óravíddir geimsins og leggja að baki rúmlega 17 kílómetra á sekúndu. Eftir 40.000 ár fer Voyager 2 framhjá næsta sólkerfi við okkar, í nokkurra ljósára fjarlægð. Það munu líða 296.000 ár þar til Voyager 1 fer framhjá hinni björtu stjörnu Síríus. Ekki er hægt að útiloka að Voyager- -geimförin muni síðan halda för sinni áfram í milljarða ára.n TÍMAVÉLIN Kristján Kristjánsson ritstjorn@dv.is „Þegar næsti áratugur er liðinn verða bæði geimförin orðin straumlaus. Útifuglafóður Mikið úrval, gott verð Smáratorg · Bíldshöfði · Grandi · Hafnarörður 41 ÁR FRÁ UPPHAFI TVEGGJA TÍMAMÓTAGEIMFERÐA n Voyager I og II n Eru enn að senda upplýsingar til jarðarinnar Júpíter Nærmyndir frá Voyager

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.