Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2018, Page 60
60 FÓLK - VIÐTAL 9. nóvember 2018
K
vikmyndin Lof mér að falla
og þættirnir Lof mér að lifa
hafa verið áberandi í um-
ræðunni upp á síðkastið.
Lof mér að falla fjallar um tvær
ungar stelpur, Magneu og Stellu,
sem leiðast út í grimman heim
fíkniefna og ofbeldis og Lof mér
að lifa eru tveir þættir sem voru
sýndir á RÚV og fjölluðu um sann-
ar sögur íslenskra kvenna sem
voru vafðar inn í myndina. Það er
einmitt það sem Lof mér að falla
hefur verið sérstaklega lofuð fyrir,
hún er raunveruleg, og það er ekki
verið að skafa af neinu.
Í ár hefur umræða um of-
skömmtun lyfja og annars konar
fíkniefnaneyslu verið hávær og
því pössuðu myndirnar við um-
ræðuna eins og flís við rass.
Baldvin Z leikstýrði myndinni. „Ég
hef aldrei unnið í bíómynd þar
sem við grétum jafnoft á setti. Til
dæmis atriðið þegar Magnea og
Stella hittast á ganginum á Stíga-
mótum, þegar búið var að lemja
Magneu og Stella krýpur fyrir
framan hana og spyr hvort hana
vanti aðstoð. Eftir tökur voru bæði
leikarar og tökulið grátandi. Það
lifðu sig allir svo inn í þessa sögu.“
Baldvin reyndi einmitt að vinna
með það. Í atriði þar sem Doddi,
sem er leikinn af Guðjóni Davíð
Karlssyni, Góa, hreytir í foreldra
Stellu: „Eru þið að leita að litlu
rauðhærðu pussunni?“ trylltist
Þorsteinn Bachmann sem fór með
hlutverk föður Stellu.
„Þá hafði ég hlaupið að Góa og
sagt honum að segja þetta. Ég geri
þetta til að fá alvöru viðbrögð frá
leikurunum. Þetta virkaði alltof vel
því Steini missti stjórn á sér. Hann
eyðilagði atriðið því hann tryllist.
Hann varð svo reiður þegar Gói
sagði þetta að hann fór bara að
grenja og öskra. Þetta er ógeðsleg
setning.“
Verkefnið er búið að vera sjö ár
í vinnslu, eða allt frá því að Baldvin
Z, leikstjóri myndanna, fékk til-
boð um að gera forvarnarverkefni
gegn fíkniefnum. Kvikmyndin er
byggð á ævi Kristínar Gerðar sem
hafði eytt mörgum árum í fíkni-
efnaneyslu og vændi áður en hún
fyrirfór sér aðeins 31 ára gömul.
Vill að áhorfendur þjáist
Fyrst þegar Baldvin fór að segja
fólki sögurnar úr dagbókum Krist-
ínar þá trúði honum enginn. „Fólk
hélt ég væri að ýkja. Ég trúði því
varla sjálfur að fíkniefnaheimur-
inn á Íslandi væri svona grófur.
Þegar ég kynntist stelpunum sem
ég tók viðtöl við, komu jafnvel
verri sögur.
Þegar við vorum að skrifa hand-
ritið þá hafði ég upplifun mína við
að lesa dagbækur Kristínar Gerðar
í huga. Ég vildi að áhorfendur upp-
lifðu sömu tilfinningar. Ég vildi
gera langa mynd og ég vildi að
áhorfendur þjáðust á myndinni.
Þeir færu í tilfinningarússíbana
sem myndi halda þeim eins lengi
og mögulegt væri, og færu síð-
an miður sín út af myndinni. Því
þannig líður fólki sem er í harðri
neyslu. Þannig líður aðstandend-
um þeirra.“
„Maður veit aldrei hvenær
maður er að ýta krökkum yfir
línuna“
Hvort Lof mér að falla hafi
forvarnargildi segir Baldvin að
hann efist ekki um að hún hafi ein-
hvers konar forvarnargildi. En það
sé ekki einföld umræða.
Það er ekkert rómantískt og
enginn töfraljómi yfir því sem er
að gerast í myndinni. „Með þátt-
unum Lof mér að lifa er myndin
tengd raunveruleikanum enn
frekar. Fólk sér þá að þetta er raun-
verulegt og sögurnar eru sannar.
Þetta er ekki bara bíómynd sem
gerist bara á tilbúnu leiksetti.“
Klipparinn byrjaði að nota
fíkniefni
Sigurbjörg Jónsdóttir, sem klippti
meðal annars myndina Vonar-
stræti, átti að klippa Lof mér að
falla. Hins vegar hafði hún lengi átt
við fíkn að stríða og var því miður
ekki edrú þegar verkefnið Lof mér
að falla fór af stað.
„Hún er rosalega reið við mig og
finnst að ég hafi hrifsað myndina
af henni. En ég gat ekki ráðið hana
í vinnu þegar hún var í neyslu.“
Þótt Sigurbjörg, eða Sibba eins
og hún er oft kölluð, hafi skilað af
sér frábæru verki þegar hún klippti
Vonarstræti, var ferlið brjálæð-
islegt og erfitt að sögn Baldvins,
vegna þess að hún féll áður en
hún lauk við að klippa myndina.
„Þetta voru þrettán mánuðir af
einhverju brjálæði með yndisleg-
um tíma í bland, en hún skilaði af
sér snilldarverki. Hins vegar get ég
ekki skilað mögnuðum bíómynd-
um og verið stöðugt úrvinda og
taugahrúga eftir á. Þetta er nógu
flókið fyrir.“
Rætt var við Sibbu í þáttunum
Lof mér að lifa þar sem hún lýs-
ir því að hún sé með svokallaðan
„Ferrari“-heila. Það er þekkt að
krakkar sem eru mjög ofvirkir eða
orkumiklir hrífist af heimi fíkni-
efna eða villist á þær slóðir og eigi
erfitt með að rata aftur heim. „Hún
vissi frá fjórtán ára aldri að þetta
væri hennar leið. Það hefði þurft
að grípa strax inn í hjá henni á
mjög róttækan hátt. En það er að
sjálfsögðu flóknara en að segja
EIGUM MARGA
LITI Á LAGER
Nánari upplýsingar á
mt.is og í s: 580 4500
HANNAÐ FYRIR
ÍSLENSKT VEÐURFAR
ÁLKLÆÐNINGAR &
UNDIRKERFI
n Rændi 800 þúsundum af perra á síðasta ári n Þorsteinn trylltist á setti
n Klipparinn byrjaði að nota fíkniefni
Vill að
áhorf-
endur
þjáist
Úr kvikmyndinni Lof mér að falla