Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2018, Qupperneq 64
64 9. nóvember 2018
L
ífið lék ekki við ensku kon-
una Jane Turner. Jane var
64 ára, bjó í Birmingham og
þótti sopinn góður. Óhófleg
drykkja hennar leiddi til skilnaðar
hennar og manns hennar á jóla-
dagskvöldi 1939 og þegar hér er
komið sögu, í febrúar 1941, hafði
Jane ekki átt fast heimili síðan. Um
skeið fékk hún inni hjá giftri dóttur
sinni, en þegar það gekk ekki leng-
ur hafði hún þegið svefnstað hvar
sem hann nú bauðst og dró fram
lífið sem götusali.
Fær húsaskjól og missir
Það var sem sagt í febrúar, 1941,
sem John nokkur Franklin sá aum-
ur á henni. John hafði þekkt Jane í
nokkur ár og bauð henni húsaskjól
gegn því að hún yrði ráðskona á
heimili hans við Palmer-stræti í
Birmingham.
Jane gat þó ekki haldið sig frá
flöskunni og skellti skollaeyrum
við varnaðarorðum Johns.
Klukkan 11.30 að kvöldi 26.
mars kom Jane heim vel við skál.
John neitaði að hleypa henni inn
og sagði henni að finna næturstað
í loftvarnabyrgi.
Bjór á Bell-kránni
Næsta morgun, fyrir klukkan hálf
sjö, var Jane mætt heim til Johns.
Hann tók henni ekki fagnandi,
vægast sagt, og lét hana fá pjönk-
ur sínar og sagði henni að láta sig
hverfa.
Segir nú ekki af ferðum Jane
fyrr en klukkan níu að kvöldi þessa
dags. Þá arkaði hún inn um dyrn-
ar á Bell-kránni við Bristol-stræti
í fylgd fastagests. Þar var um að
ræða Eli Richards, 45 ára verk-
smiðjuverkamann, sem var haltur
og sást sjaldan, ef nokkurn tím-
ann, án göngustafs síns.
Kráin yfirgefin
Þau voru afgreidd með drykki,
en um klukkutíma síðar var Eli
kominn í hávaðarifrildi við her-
mann og var í kjölfarið gert að yf-
irgefa krána. Eli fékk þá öðrum
kráargesti, James Gaffney, pen-
inga svo sá gæti keypt handa hon-
um tvær ölflöskur. James varð við
því og flöskurnar tvær enduðu í
skjóðu Jane.
Örfáum mínútum síðar yfirgaf
maður að nafni Herbert Pedley
krána. Svo vildi til að hann var
verkstjóri í verksmiðju þeirri sem
Eli vann í. Herbert rak augun í
Eli og Jane þar sem þau biðu eft-
ir sporvagni á horni Bromsgrove-
strætis.
Öll þrjú stigu upp í sporvagn-
inn og Eli upplýsti Herbert um að
hann hygðist fylgja Jane heim til
systur hennar í Cotteridge.
Hitta heimavarnarliðsmenn
Jane og Eli stigu af vagninum á
Pebble Mill-vegi og vagnstjór-
inn sá þegar þau stigu upp í ann-
an vagn, sem þau síðar yfirgáfu á
Kitchener-vegi.
Víkur nú sögunni að félög-
um úr heimavarnarliðinu, Robert
Farman og Frank Walsingham.
Þeir voru staddir við Cadbury’s-
-súkkulaðiverksmiðjuna. Um hálf
tólf leytið, er þeir voru á eftirlits-
göngu á Bournville-stíg heyrðu
þeir öskur og sáu Jane og Eli þar
sem þau stóðu saman á gang-
stéttinni.
Fylgd til Franklin-vegar
„Hvert er vandamálið hér,“ spurði
Walsingham. „Við erum villt,“
svaraði Eli og bætti við að þau
hefðu stigið af vagninum á röng-
um stað. Farman spurði þá hvert
leiðinni væri haldið og Eli svaraði:
„Francis -veg.“ Ef þeir gætu vísað
þeim á Franklin-veg þá mundi Eli
rata þaðan.
Það var auðsótt mál, en Jane af-
tók að fara nema tvímenningarn-
ir kæmu með. „Hann er búinn að
draga mig hingað frá Small Heath
og það hefur tekið hann óratíma,“
sagði hún. Farman og Walsing-
ham slógust því í för með skötu-
hjúunum.
Farman spurði hví þau væru
að þvælast á þessum slóðum og
Eli svaraði: „Ég er á leiðinni með
hana til systur minnar, svo hún
geti fengið sér lúr.“
Walsingham sagði þeim að
drífa sig heim „og ekkert rifrildi.“ Á
Franklin-vegi skildi leiðir.
15. janúar, 1999, var dauðadómur yfir bandarísku konunni Judith Ann Neelley mildaður og honum breytt í lífstíðar-fangelsi. Árið 1982 hafði Judith, í félagi við eiginmann
sinn, Alvin Howard, rænt 13 ára stúlku, Lisu Ann Millican, og 22 ára
konu, Janice Kay Chatman.
Hjónin pyntuðu fórnarlömb sín og myrtu síðan. Alvin samdi við
ákæruvaldið og fékk lífstíðardóm fyrir vikið. Hann afplánaði dóm-
inn svikalaust því hann dó í prísund árið 2005. Judith er enn á bak
við lás og slá í Julia Tutweiler-kvennafangelsinu í Alabama.SAKAMÁL
SAKAMÁL
SEGÐ
U NE
I
VIÐ P
LAST
I
HÁSKAMAÐURINN HALTRANDI
n Jane Turner var auðnuleysingi n Áfengið reyndist henni fjötur um fót n Mætti örlögum sínum eftir drykkju á krá
„Þú notar
staf, ekki
rétt? Hvar er
stafurinn? Viltu
ekki ná í hann?
Loka-
hnykk-
urinn
Um örlög
morðingj-
ans var
upplýst í
blöðunum.
„Það sást til þín þar
sem þú kneyfðir öl í
félagsskap þessarar konu á
Bell-kránni við Bristol-stræti
á föstudagskvöldi