Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2018, Síða 65
659. nóvember 2018
Öskur í næturkyrrð
William Witts bjó við Franklin-veg
og hafði tekið á sig náðir þegar
hann heyrði konu veina: „Nei, ó
nei.“ Í kjölfarið heyrðist veikt öskur
og fannst Witts sem það bærist frá
Cotteridge-garðinum. Annar íbúi
við götuna heyrði háværara öskur
skömmu síðar.
Korter í fimm um morguninn
var starfsmaður súkkulaðiverk-
smiðjunnar á heimleið af nætur-
vakt. Sá hann þá ekki nema konu
liggjandi á gangstéttinni rétt við
rekkverkið að garðinum. Hann
kveikti á eldspýtu til að sjá betur
og sýndist sem konan væri liðið
lík. Hann hljóp sem fætur toguðu
á næstu lögreglustöð.
Brotin bjórflaska og
göngustafur
Vissulega var konan látin og skil-
ríki sem fundust í veski hennar
staðfestu að þarna var engin önnur
en Jane Turner. Andlit hennar var
blóðugt, pilsið hafði verið dreg-
ið upp og fölsku tennurnar lágu í
rennusteininum og þar skammt
frá lá göngustafur. Brotinn flösku-
stútur lá á milli fóta hennar og
restin af þeirri flösku fannst fyrir
innan rekkverkið að garðinum.
Dánarorsök var úrskurðuð
þónokkur höfuðhögg og einnig var
fjöldi annarra áverka á líkinu.
Grunaður heimsóttur
Farman og Walsingham lásu um
líkfundinn í blöðunum og gáfu sig
tafarlaust fram og sögðu frá kynn-
um sínum af konunni og karl-
manni sem hafði verið með henni
í för.
Nánari eftirgrennslan lögreglu
leiddi í ljós að Jane hafði verið á
Bell-kránni með Eli Richards sem,
vel að merkja, hafði ekki mætt til
vinnu þennan morgun.
Þann 30. mars fór lögreglan
heim til Elis og sá að honum svip-
aði til lýsingar Farman og Wals-
ingham. Eli sór og sárt við lagði að
hann vissi ekkert um málið.
Skrámur á enni og enginn staf-
ur
„Það sást til þín þar sem þú
kneyfðir öl í félagsskap þessar-
ar konu á Bell-kránni við Bristol-
stræti á föstudagskvöldi,“ sagði
rannsóknarlögreglumaðurinn Ge-
orge Brown við Eli.
„Nei, ekki ég,“ svaraði Eli.
Brown tók þá eftir skrámum á
enni Elis sem sagðist hafa fengið
þær þegar hann féll af vagninum.
Eli var þá sagt að hann kæmi með
þeim á lögreglustöðina þar sem
hann yrði settur í sakbendingu.
Lögreglan hafði á orði að Eli haltr-
aði: „Þú notar staf, ekki rétt. Hvar
er stafurinn? Viltu ekki ná í hann?“
Eli sagðist þá hafa glatað hon-
um þegar hann datt af vagninum
síðastliðna nótt. „Ertu viss um að
það hafi verið í gærnótt, ekki í fyrr-
inótt,“ spurði lögreglan þá.
Rifrildi og viðskilnaður
Á leiðinni á lögreglustöðina tók
Eli sinnaskiptum og viðurkenndi
að hafa setið við drykkju með
konu á Bell-kránni. Einnig viður-
kenndi hann að hafa spurt tvo
heimavarnarmenn til vegar og
hann og konan orðið þeim sam-
ferða til Franklin-vegar. „Hún fór
að rífast við mig og ég skildi við
hana þar,“ sagði Eli. Sagðist hann
hafa látið hana hafa einhvern aur
og ekki séð hana síðar.
Eli skrifaði yfirlýsingu sína og
undirritaði með krossi, sagðist
vera óskrifandi.
Blóð á frakka
Ýmislegt benti til þess að Eli væri
viðriðinn dauða Jane. Honum var
sýndur stafurinn sem fannst á vett-
vangi og viðurkenndi að stafurinn
væri hans. Á frakka Eli fundust
blóðslettur og í einum vasa hans
var alblóðugur vasaklútur. „Ég
strauk á mér ennið með honum
eftir að ég datt inn í runnann við
Bournville-stíg,“ sagði hann um
vasaklútinn og bætti við að kon-
an hefði verið með honum þá og
hann hefði misst göngustafinn í
rennusteininn.
Eli var sagt að honum yrði
haldið enn um sinn, enda fleiri
spurningar sem brunnu á rann-
sóknarlögreglunni.
Glerbrot í nærbrókum
Við leit á heimili Elis fundust
nýþvegnar nærbuxur og sagðist
hann hafa þvegið þær; hann
glímdi við blóðkreppusótt. Við
nánari rannsókn á buxunum
fundust örfín glerbrot.
Eli var færður úr hverri spjör
og fékk nýjar til að klæðast. Þegar
hann var að klæða sig í buxurnar
sá einn rannsóknarlögreglumaður
að Eli var hruflaður á hnjám.
„Ég gerði ekki neitt,“ mótmælti
Eli þegar hann loks var ákærður
fyrir morðið á Jane Turner.
„Ég er saklaus“
Eli átti ekki möguleika við réttar-
höldin, enda sönnunargögnin slík
að nánast ómögulegt var að hrekja
þau. Kviðdómur komst að sekt Elis
á öðrum degi réttarhaldanna og
dómarinn, Stable, dæmdi hann til
dauða.
„Ég er saklaus,“ sagði Eli
Richards og haltraði síðan út úr
dómsalnum.
Áfrýjun hans bar ekki árang-
ur og 29. nóvember, 1941, var Eli
hengdur í Winson Green-fangels-
inu. Böðullinn var Thomas Pierre-
point. n
SAKAMÁL
16 mánaða sonur Riu Ramkissoon, Javon, var sveltur til bana. Þannig var mál með vexti að Ria var í sértrúarsöfn-uði og svelti son sinn að skipun leiðtoga söfnuðarins,
konu sem nefndi sig Queen Antoinette.
Yfirsjón Javons ku hafa verið að segja ekki „amen“ áður en máltíð
hófst og sagði Queen Antoinette að það yrði að svelta hann því
hann væri haldinn illum anda. Ria gerði sem henni var boðið enda
dauðhrædd við leiðtogann og eilífa bölvun ef hún óhlýðnaðist. Ria
fékk 20 ára dóm.
HÁSKAMAÐURINN HALTRANDI
n Jane Turner var auðnuleysingi n Áfengið reyndist henni fjötur um fót n Mætti örlögum sínum eftir drykkju á krá
„Hann er búinn að
draga mig hingað
frá Small Heath og það
hefur tekið hann óratíma.
Við Cotteridge-
-garðinn Síðasti
viðkomustaður
Jane Turner.
Skilríki Í veski Jane fundust skilríki hennar.