Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2018, Qupperneq 72

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2018, Qupperneq 72
9. nóvember 2018 43. tölublað 108. árgangur Leiðbeinandi verð 995 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 … eða gáfaður yfirhöfuð! 522 4600 www.krokur.net Krókur hf. er fyrirtæki sem að hefur sérhæft sig í flutningum og björgun ökutækja. Félagið rekur einnig þjónustumiðstöð fyrir tjónaökutæki þar sem veitt er ahliða þjónusta í meðhöndlun tjónabifreiða og annarra bifreiða samkvæmt óskum viðskiptavina. Krókur býður m.a. uppá: • Starfsmenn sem eru þjálfaðir og reyndir í bíla- og tækjaflutningum • 24 stunda þjónustu allt árið um kring • björgunarþjónustu og aðstoð ef bílar bila eða flytja þarf þá á verkstæði Taktu Krók á leiðarenda Suðurhraun 3, 210 Garðabær á þinni leið Lítt þekkt ættartengsl Formaðurinn og fjölmiðlakonan T alsvert hefur mætt á Jónasi Garðarssyni, for- manni Sjómannafélags Íslands, síðastliðnar vik- ur. Til að byrja með vogaði einn meðlimur félagsins, Heiðveig María Einarsdóttir, að gagn- rýna félagið og gefa í skyn að hún ætlaði að sækjast eftir for- mannssætinu. Jónas og félagar hans brugðust við með því að reka Heiðveigu úr félaginu en ákvörðunin hefur fallið í grýtt- an jarðveg víða í samfélaginu auk þess sem efasemdir eru um lögmæti aðgerðarinnar. Jónas er faðir fjölmiðlakon- unnar Mörtu Maríu, sem er í forsvari fyrir vefinn Smartland á Morgunblaðinu. Óska áhuga- menn um óbreytt ástand hjá Sjómannasambandinu eflaust þess að Jónas væri smart eins og dóttir hans. Ásmundur ekki týnda rjúpnaskyttan Þ að eru nokkrir búnir að hringja í mig. Ég veit ekki hvernig þetta fór á kreik,“ segir Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráð- herra og hlær þegar DV nær af honum tali. Á kaffistofum hefur verið pískrað um að Ás- mundur hafi verið rjúpnaskytt- an sem var bjargað um síðustu helgi í Dalasýslu. Skyttan var einungis týnd í um klukkutíma í Laxárdal en björgunarsveitir voru kallaðar út og fundu hana. „Ég hef ekki farið í rjúpu síðan ég var unglingur,“ segir Ásmundur forviða. „Ég var á körfuboltamóti með dætrum mínum um helgina. En gjarn- an myndi ég vilja að einhver myndi færa mér rjúpur, því mér finnst þær góð- ar á bragðið. Ég hef ekki tí- mann til að ganga á fjöll og veiða rjúp- ur.“ Beiðnabók stolið frá Reykjavíkur- borg og 4 milljónum eytt Ó prúttnir einstak- lingar stálu beiðna- bók frá Reykjavíkur- borg og tóku út vörur fyrir rúmar fjórar milljónir í reikning. Svo virðist sem um sé að ræða þaulskipulagð- an þjófnað þar sem þjófarn- ir, tvær konur og tveir karl- menn vissu augljóslega hvernig beiðnakerfi borgar- innar virkar. Farið var tvisvar í versl- un Nova og keyptir farsímar fyrir um eina milljón króna, raftæki fyrir um hálfa millj- ón króna í verslun Elko og svo loks var keyptur glænýr plastbátur og kerra með fyrir um 2,2 milljónir króna. Átti fyrsta atvikið sér stað þann 27. júlí og það síðasta 12. október síðastliðinn. Þegar plastbáturinn var keyptur var allt fagmannlega gert af þjófunum og grunaði starfsfólk fyrirtækisins ekki neitt um að hér væri ekki starfsmaður Reykjavíkur- borgar á ferð. Beðið var um tilboð ásamt því að þess var óskað að gerðar yrðu sér- stakar breytingar á bátnum, meðal annars að setja stærri eldsneytistank í hann. Í samtali við DV sagði Bjarni Brynjólfsson, upp- lýsingastjóri Reykjavíkur- borgar, að málið væri kom- ið inn á borð hjá lögreglunni og væri þar í rannsókn. Að- spurður af hverju borgin hefði ekki sent frá sér yfirlýs- ingu um leið og tilkynnt var um málið til lögreglu, svo birgjar gætu vitað af mögu- legu svindli sem væri í gangi með beiðnir frá Reykjavíkur- borg svaraði hann: „Það er góð spurning, það er flott að geta verið gáfaður eftir á.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.