Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2018, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2018, Blaðsíða 22
22 8. júní 2018FRÉTTIR Húsgagnaval - Höfn í Hornafirði I Bara snilld ehf. - Egilsstöðum Rúmföt & lök mikið úrval Sloppar fyrir bæði kyn Handklæði Mikið úrval Gerið gæða- og verðsamanburð R abbíninn Avi Feldmann, eiginkona hans Mushky og tvö börn þeirra eru nýkom- in til landsins og munu þau sjá um að skipuleggja og halda utan um trúarstarf gyðinga á Ís- landi. Málefni gyðinga hafa verið mjög til umræðu á Íslandi undan- farna mánuði eftir að frumvarp um bann við umskurði drengja var lagt fram á Alþingi í vetur. Kristinn hjá DV ræddi við Avi sem hyggst dvelja hér til langframa. Avi er 27 ára gamall og frá Brook- lyn-hverfi í New York og eigin kona hans, Mushky, er ári yngri og frá Gautaborg í Svíþjóð. Avi er mjög rólegur og yfirvegaður, ungur mað- ur, sem virðist vera hvort í senn nú- tímamaður og gömul sál. Trúin hefur ávallt verið lykil- þáttur í lífi hans og snemma fékk hann áhuga á að verða rabbíni, líkt og faðir hans sem er mennt- aður rabbíni en stundar aðallega fræðiskrif. Eftir menntaskóla hélt Avi í rabbínanám í Manchester á Englandi, New Jersey í Bandaríkj- unum og Norður-Ástralíu og út- skrifaðist hann sem vígður rabbíni árið 2013. Eftir það kynntist hann Mushky, sem er kennari og sænskur gyðingur, og fluttust þau saman til Berlínar þar sem þau störfuðu um tíma. Hann segir: „Það sem mig langaði alltaf til að gera var að fara á einhvern stað þar sem var samfélag gyðinga en enginn rabbíni. Þar gæti ég geng- ið inn í samfélagið og skapað tæki- færi fyrir fólk til iðka trúna. Á Ís- landi er einmitt slíkt samfélag þótt það sé ekki skráð trúfélag. Hér hafa verið haldnar gyðinglegar há- tíðir af almennum borgurum og það er þörf fyrir að festa þetta bet- ur í skorður.“ Mun flytja inn sérfræðinga til að umskera Avi og Mushky komu til Íslands í tvígang í vetur áður en þau fluttu hingað í maí síðastliðnum. Honum líst vel á land og þjóð og segist að- eins hafa fundið fyrir velvild. Eftir að hafa kynnst gyðingum á Íslandi ákváðu þau að þetta væri stað- urinn fyrir þau. Sumir hafa sett komu hjónanna í samhengi við frumvarp Silju Daggar Gunnars- dóttur, þingmanns Framsóknar- flokksins, um bann við umskurði ungra drengja líkt og er í gildi við umskurði stúlkna. En Avi hafnar því alfarið að koma fjölskyldunn- ar tengist frumvarpinu á nokkurn hátt. „Við ákváðum að koma og ganga inn í samfélag gyðinga hér af þeim ástæðum sem áður voru nefndar og það hefur ekkert að gera með frumvarpið. Fréttirnar af hvoru tveggja komu um svipað leyti en ákvörðun okkar var tekin áður en frumvarpið var lagt fram. Við komum hingað til að aðstoða fólk og fræða um þessa hluti, um fegurðina sem býr í gyðingdómn- um en ekki til að þrýsta á fólk eða reyna að hafa áhrif á umræðuna með áróðri.“ Hversu mikilvægur er um- skurður fyrir gyðinga? „Umskurður er einn af grund- vallar þáttum í gyðingdómi. Þetta er Mitzvah, eða boðorð, sem hef- ur fylgt okkur í árþúsundir og við trúum mjög sterkt á trúfrelsi, ekki aðeins fyrir okkur heldur fyrir alla. Við fögnuðum þeirri nefnd sem lagði til að frumvarpinu yrði vísað frá. Þetta styrkti að gyðing- dómur gæti átt stað á Íslandi líkt og önnur trúarbrögð.“ Framkvæmir þú umskurði? „Nei, það gera sérfræðingar sem kallast Mohel. Þeir læra þetta líkt og læknar sem fram- kvæma skurðlækningar og taka sérstakt próf í umskurði. Ég hef aldrei framkvæmt slíkan skurð en ef það þyrfti að umskera þá myndum við ráða Mohel inn að utan til að framkvæma hann.“ Erum við ekki að taka valið af barninu með þessari aðgerð? „Eins og ég sagði áður þá er umskurður ákaflega mikilvæg Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is Fyrsti rabbíni Íslands: „Foreldrum er treyst fyrir umskurði“ „Við, samfélag gyðinga á Íslandi, tökum ekki póli- tíska afstöðu og skiptum okkur því ekki af þessari deilu“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.