Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2018, Blaðsíða 66

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2018, Blaðsíða 66
66 FÓLK 8. júní 2018 Jóhann keyrði aftan á bíl og tognaði á hálsi. Hann fékk 3,7 m.kr. í bætur. Lifðu lífinu - Við sækjum bæturnar. Unnur söng sig upp metorðastigann Leikur Jayne Mansfield í Las Vegas „Við vorum á æfingum frá morgni til kvölds. Síðan kom ein vika af forsýn- ingum en þá vorum við að æfa frá 10–18 og síð- an beint í sýningu klukk- an 19. U m síðustu helgi var söngleikurinn Marilyn frumsýndur með pomp og prakt. Að öllum líkind- um var enginn Íslendingur í saln- um því söngleikurinn er sýndur í Paris-spilavítinu í borg syndanna, Las Vegas í Bandaríkjunum. Það sama gildir ekki um sjálft sviðið því þar á Ísland sinn fulltrúa. Söng- og leikkonan Unnur Eggerts dóttir fer með hlutverk Jayne Mansfield, kynbombunnar frægu, í sýn- ingunni en á milli hennar og Mari- lyn Monroe var rígur sem var þó aðallega búinn til af bandarískum fjölmiðlum. Unnur, sem ytra notar sviðsnafnið Una Eggerts, ræddi við blaðamann DV um sýninguna og lífið vestanhafs sem er ekki alltaf dans á rósum. Bara 20 hvítir miðaldra karlar í salnum Unnur útskrifaðist sem leikkona frá The American Academy of Dramatic Arts fyrir tveimur árum. Skólinn er í New York-borg en strax eftir útskrift fékk Unnur tækifæri í söngleiknum Marilyn sem þá var sýndur í Los Angeles. „Ég byrjaði sem dansari í sýningunni og stökk á það verkefni enda er mikilvægt að koma fætinum inn fyrir dyrnar í þessum bransa,“ segir Unnur. Um var að ræða eins mánað- ar verkefni og var Unni flogið yfir endilöng Bandaríkin. Við tóku erfiðar æfingar og sýningar inni á milli. „Söngleikurinn var minni í sniðum og í raun allt öðruvísi en hann er í dag. Sýningarnar gengu samt vel og þá fór að kvikna áhugi fjársterkra aðila á að fjárfesta í verkefninu og búa til mun stærri sýningu úr þessum efnivið,“ segir Unnur. Við tók tímabil þar sem leik- hópurinn setti upp sýningar fyrir áhugasama fjárfesta í Los Angeles og Las Vegas. „Stærsta sýningin var fyrir 1.400 manns en einu sinni stigum við á svið fyrir framan 20 miðaldra hvíta karlmenn. Það var mjög fyndin upplifun og ekki hægt að segja að við höfum fengið mikla hvatningarorku frá salnum. Þessir menn voru alls ekki þarna til að skemmta sér og við gátum ekki búist við að það yrði klappað fyrir okkur. Þeir flugu þessum 20 manna leikhóp til Las Vegas og markmið þeirra var fyrst og fremst að meta sýninguna út frá kostn- aði við uppsetninguna og hvort þetta væri vænlegt verkefni,“ segir Unnur kímin. Brjáluð keyrsla í forsýningarviku Prufusýningin gekk vonum fram- ar og ákváðu fjárfestarnir að veðja á þennan hest. Það lá þó ekki fyrir Unni að dansa eingöngu í sýn- ingunni því segja má að hún hafi fljótlega sungið sig upp metorða- stigann. Þegar áðurnefnt hlut- verk Jayne Mansfield á sýningunni losnaði þá var Unnur kölluð til og hún greip tækifærið. Segja má að hápunktur sýningarinnar sé sam- söngur Unnar og Ruby Lewis, sem fer með hlutverk Marilyn Monroe, í laginu „Battle of the blondes“. „Þetta er rosalega skemmtilegt en krefjandi atriði. Við fáum að fífl- ast eins og vitleysingar á sviðinu og syngja ofboðslega háar nótur,“ segir Unnur. Sýningin var frumsýnd þann 1. júní síðastliðinn en þá var að baki langt og strangt æfingaferli. „Við vorum á æfingum frá morgni til kvölds. Síðan kom ein vika af forsýningum en þá vorum við að æfa frá 10–18 og síðan beint í sýn- ingu klukkan 19,“ segir Unnur. Á þessari viku tók sýningin miklum breytingum því leikstjóri og fram- leiðendur voru að klippa út at- riði sem þeim fannst ekki virka og jafnvel bæta öðrum við. „Það var rosalega mikil keyrsla og mjög Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.