Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2018, Síða 66

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2018, Síða 66
66 FÓLK 8. júní 2018 Jóhann keyrði aftan á bíl og tognaði á hálsi. Hann fékk 3,7 m.kr. í bætur. Lifðu lífinu - Við sækjum bæturnar. Unnur söng sig upp metorðastigann Leikur Jayne Mansfield í Las Vegas „Við vorum á æfingum frá morgni til kvölds. Síðan kom ein vika af forsýn- ingum en þá vorum við að æfa frá 10–18 og síð- an beint í sýningu klukk- an 19. U m síðustu helgi var söngleikurinn Marilyn frumsýndur með pomp og prakt. Að öllum líkind- um var enginn Íslendingur í saln- um því söngleikurinn er sýndur í Paris-spilavítinu í borg syndanna, Las Vegas í Bandaríkjunum. Það sama gildir ekki um sjálft sviðið því þar á Ísland sinn fulltrúa. Söng- og leikkonan Unnur Eggerts dóttir fer með hlutverk Jayne Mansfield, kynbombunnar frægu, í sýn- ingunni en á milli hennar og Mari- lyn Monroe var rígur sem var þó aðallega búinn til af bandarískum fjölmiðlum. Unnur, sem ytra notar sviðsnafnið Una Eggerts, ræddi við blaðamann DV um sýninguna og lífið vestanhafs sem er ekki alltaf dans á rósum. Bara 20 hvítir miðaldra karlar í salnum Unnur útskrifaðist sem leikkona frá The American Academy of Dramatic Arts fyrir tveimur árum. Skólinn er í New York-borg en strax eftir útskrift fékk Unnur tækifæri í söngleiknum Marilyn sem þá var sýndur í Los Angeles. „Ég byrjaði sem dansari í sýningunni og stökk á það verkefni enda er mikilvægt að koma fætinum inn fyrir dyrnar í þessum bransa,“ segir Unnur. Um var að ræða eins mánað- ar verkefni og var Unni flogið yfir endilöng Bandaríkin. Við tóku erfiðar æfingar og sýningar inni á milli. „Söngleikurinn var minni í sniðum og í raun allt öðruvísi en hann er í dag. Sýningarnar gengu samt vel og þá fór að kvikna áhugi fjársterkra aðila á að fjárfesta í verkefninu og búa til mun stærri sýningu úr þessum efnivið,“ segir Unnur. Við tók tímabil þar sem leik- hópurinn setti upp sýningar fyrir áhugasama fjárfesta í Los Angeles og Las Vegas. „Stærsta sýningin var fyrir 1.400 manns en einu sinni stigum við á svið fyrir framan 20 miðaldra hvíta karlmenn. Það var mjög fyndin upplifun og ekki hægt að segja að við höfum fengið mikla hvatningarorku frá salnum. Þessir menn voru alls ekki þarna til að skemmta sér og við gátum ekki búist við að það yrði klappað fyrir okkur. Þeir flugu þessum 20 manna leikhóp til Las Vegas og markmið þeirra var fyrst og fremst að meta sýninguna út frá kostn- aði við uppsetninguna og hvort þetta væri vænlegt verkefni,“ segir Unnur kímin. Brjáluð keyrsla í forsýningarviku Prufusýningin gekk vonum fram- ar og ákváðu fjárfestarnir að veðja á þennan hest. Það lá þó ekki fyrir Unni að dansa eingöngu í sýn- ingunni því segja má að hún hafi fljótlega sungið sig upp metorða- stigann. Þegar áðurnefnt hlut- verk Jayne Mansfield á sýningunni losnaði þá var Unnur kölluð til og hún greip tækifærið. Segja má að hápunktur sýningarinnar sé sam- söngur Unnar og Ruby Lewis, sem fer með hlutverk Marilyn Monroe, í laginu „Battle of the blondes“. „Þetta er rosalega skemmtilegt en krefjandi atriði. Við fáum að fífl- ast eins og vitleysingar á sviðinu og syngja ofboðslega háar nótur,“ segir Unnur. Sýningin var frumsýnd þann 1. júní síðastliðinn en þá var að baki langt og strangt æfingaferli. „Við vorum á æfingum frá morgni til kvölds. Síðan kom ein vika af forsýningum en þá vorum við að æfa frá 10–18 og síðan beint í sýn- ingu klukkan 19,“ segir Unnur. Á þessari viku tók sýningin miklum breytingum því leikstjóri og fram- leiðendur voru að klippa út at- riði sem þeim fannst ekki virka og jafnvel bæta öðrum við. „Það var rosalega mikil keyrsla og mjög Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.