Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2018, Blaðsíða 64

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2018, Blaðsíða 64
64 8. júní 2018FRÉTTIR M örg þúsund fullorðnir Írar hafa hugsanlega engan grun um að þeir voru gefnir til ættleiðingar á barnsaldri og hafa því enga ástæðu til að efast um að mæður þeirra hafi fætt þá. En í raun og veru var fólkið gefið til ættleiðingar þar sem mæður þess voru ógiftar. Það var kaþólsk stofnun sem stóð á bak við þetta en stofnunin sá um að taka við börnunum og gefa út fölsuð fæðingarvottorð þegar þau fóru til nýrra foreldra. Írskir félagsráðgjafar hafa því fengið það verkefni að ræða við tugi fólks á aldrinum 50 til 70 ára til að segja því að foreldrar þess séu ekki líffræðilegir foreldrar þess. Að mæður þeirra hafi verið einhleypar eða ógiftar og því hafi börnin verið gefin til ættleiðingar í gegnum kaþólska stofnun sem sá um að útvega fölsuð fæðingarvott­ orð. Málið snýst um 126 manns en írsk yfirvöld telja að 79 af þeim geti verið „algjörlega óvitandi um aðstæðurnar sem þau fædd­ ust inn í“. Þetta er aðeins toppur­ inn á ísjakanum. Yfir öllu liggur margra áratuga skömm, þögn og leyndarhjúpur. Nú á að fara yfir tugþúsundir mála en þetta er enn eitt hneykslis­ málið sem tengist kaþólsku kirkj­ unni á Írlandi og stofnunum hennar. Allt frá því að Írland fékk sjálfstæði 1922 hefur kaþólska kirkjan nánast verið samofin ríkis­ valdinu, hún hafði sérstaka stöðu og var hafin yfir gagnrýni. Þeir 126 Írar, sem málið snýst um í augnablikinu, voru gefn­ ir til ættleiðingar í gegnum ætt­ leiðingarstofuna St. Patrick’s Guild á árunum 1946 til 1969. Fölsuð fæðingarvottorð fylgdu þeim öll­ um. Líffræðilegir foreldrar þeirra eru hugsanlega látnir og kannski héldu þeir að börnin hefðu látist. Í málum svipuðum þessum hefur komið í ljós að nunnur sem gáfu í skyn við foreldrana að börn þeirra væru látin vel vitandi að þau voru við góða heilsu hjá „góðum“ kaþ­ ólskum fjölskyldum þar sem faðir, móðir og giftingarhringur voru til staðar. Aðrir foreldrar vissu vel að börn þeirra voru hjá öðrum fjölskyldum en þar sem ströng kaþólsk siðferð­ isgildi voru við lýði töldu þeir sig ekki eiga annarra kosta völ en gefa börn sín frá sér og ræða ekki frekar um þau. Að vera einstæð móðir á þessum tíma með „óekta“ barn þýddi á þessum tíma líf á botni samfélagsins. Enn einn svartur blettur Leo Varadkar, forsætisráðherra Ír­ lands, sagði á þingi að mál St. Pat­ rick’s Guild væri „enn einn svarti bletturinn á sögu okkar“ og að hugsanlega væru mörg hundruð þúsund ættleiðingarmál þar sem rangt hefði verið haft við. Fergus Finlay, forstjóri barna­ verndarsamtakanna Barnardo, sagði í samtali við írska ríkissjón­ varpið að skoða þyrfti að minnsta kosti 150.000 ættleiðingar og að það muni koma honum á óvart ef að minnsta kosti 10 prósent þeirra reynast ekki byggðar á ólöglegum skráningum og skjalafalsi. „Þetta er brot gegn börnunum því þau eru rænd sjálfsmynd sinni,“ sagði hann. Áður hefur komið fram að St. Patrick’s Guild stóð fyrir leynileg­ um flutning á 572 írskum börn­ um til barnlausra kaþólskra hjóna í Ameríku. Írska ríkisstjórnin hefur fyrir­ skipað óháða rannsókn á um­ fangi ættleiðinganna út frá þeim 100.000 málum sem skjöl ná til. En ekki eru allir sannfærðir um að það sé nóg og vilja að meira sé gert og hefur þar verið nefnt til sögunnar að DNA­tækni verði beitt við rann­ sóknir málanna. Nú þegar stendur yfir rann­ sókn á hinum svokölluðu „ Móðir og barn heimili“ þar sem kon­ ur, sem urðu barnshafandi utan hjónabands, komu til að eignast börn sín. Þær höfðu kannski orðið barnshafandi ungar að aldri þegar ástin tók völdin eða eftir einnar nætur gaman. Tæplega 800 lík Þegar einstæðu mæðurnar höfðu eignast börn sín á „heimilunum“ voru þær látnar sinna ýmsum störfum undir yfirumsjón nunna. „Heimilunum“ var skipt í tvennt, í öðrum helmingnum voru börn en mæðurnar í hinum. Yfirleitt yf­ irgáfu mæðurnar síðan „heimilin“ eftir nokkur ár án barna sinna sem voru þá gefin til ættleiðinga gegn fjárframlögum til „heimilanna“. Rannsókn á „heimilunum“ hófst í kjölfar afhjúpunar á hræði­ legum upplýsingum frá svona „heimili“ í Tuam í vesturhluta Ír­ lands. Þar voru allt að 796 börn og fóstur grafin á lóð „heimilisins“. Sum þeirra jafnvel í eða við klóak­ tank. Hluti af líkunum bar með sér að börnin hefðu verið fötluð eða vannærð. Það var nunnureglan Bon Secours sem rak þetta „heim­ ili“. Á sínum tíma var orðróm­ ur um að eitthvað mikið væri að þar en spurninga var ekki spurt enda kaþólska kirkjan valdamik­ il á þeim tíma og þess vegna fékk St. Patrick’s Guild einnig frið fyrir ágengum spurningum. Það sama á við um svokallaða iðnaðarskóla fyrir foreldralaus börn og „þvotta­ hús“ fyrir vændiskonur, ógiftar konur og fleiri. Líkamlegt og and­ legt ofbeldi er eins og rauður þráð­ ur í gegnum þessi mál ásamt vilja kaþólsku kirkjunnar til að verða sér úti um fé á kostnað „syndar­ anna“ með því að nýta þá sem ókeypis vinnuafl og með því að gefa börn þeirra til ættleiðinga. n Sími 555 3100 www.donna.is Ný vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Skjót fyrstahjálp, hjartahnoð og hjartastuðtæki björguðu lífi mínu Ég lifði af Ættleiðingarhneyksli tröllríður Írlandi Kaþólsk stofnun stóð á bak við skjalafals og ættleiðingar „ Írskir félagsráð- gjafar hafa því fengið það verkefni að ræða við tugi fólks á aldr- inum 50 til 70 ára til að segja því að foreldrar þess séu ekki líffræðilegir foreldrar þess. Að mæð- ur þeirra hafi verið ein- hleypar eða ógiftar og því hafi börnin verið gefin til ættleiðingar í gegnum kaþólska stofnun sem sá um að útvega fölsuð fæðingarvottorð. Kristján Kristjánsson ritstjorn@dv.is Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands, segir að málið sé svartur blettur á sögu landsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.