Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2018, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2018, Blaðsíða 27
FÓLK - VIÐTAL 278. júní 2018 „Mamma, ég held að þetta sé ekki nógu fyndið, eigum við ekki að taka krabbameinssöguna til að hrista að­ eins upp í þessu?“ Vancouver, ágúst 2017 „Við vorum við tökur á Deadpool 2 í Vancouver í Kanada. Þar sem Joey, eiginkona þín og tengda­ dóttir mín fæddist og ólst upp og þið búið hluta af ári. Allir krakk­ arnir voru farnir heim að byrja skólann eftir gott sumar. Ég veikt­ ist sama dag og Joi „SJ“ Harris dó á setti. Hún missti stjórn á mótor­ hjólinu sínu og fór í gegnum gler­ vegg. Það voru allir í sjokki og mik­ ið grátið. Við ákváðum að borða hádegismatinn út af fyrir okkur, klippideildin, og pöntuðum ein­ hverja voða fína hamborgara. Ég gat lítið borðað. Man að ég sagði upphátt að þessum borgara liði ekki vel í maganum á mér. Ég út­ skýrði þessa miklu vanlíðan með sjokkinu eftir atburði dagsins,“ segir mamma. Líðan hennar versnaði með hverjum deginum sem leið og hún gat lítið nærst. „Ég fór á milli lækna sem ekkert gátu hjálpað. Mætti til vinnu en eyddi meirihluta dags í hnipri uppi í sófa. Var loks greind með brisbólgur, sagt að hvíla mig og drekka mikið vatn. Brisbólg­ ur? Þetta fannst mér undarlegt. Í fyrsta lagi þurfti ég að gúgla allt um brisið, vissi ekki einu sinni al­ mennilega hvar það var og í öðru lagi var ég ekki í neinum áhættu­ hóp fyrir slíkar bólgur. Ég er sko enginn alkóhólisti og skála bara í kaffi. Eftir að þið Joey fóruð til New York, þá sprungu blöðr­ ur sem höfðu myndast á bris­ inu og ég varð lífshættulega veik. Eyddi viku á spítalanum þar sem þau þurrkuðu upp rúmlega einn og hálfan lítra af galli úr magan­ um á mér, töldu það afleiðingu af gallsteinum sem hefðu skolast í burtu, og svo var ég send heim. Ég var mjög máttfarin og heilsunni hrakaði þrátt fyrir lyfin.ׅ“ Það var þá sem ég, Máni, kom heim og leist ekki á ástand móður minnar. Ég keyrði hana upp á spít­ ala þar sem hún var lögð aftur inn, fékk vökva og næringu í æð og fullt af sterum. „Þarna eyddi ég næstu átta vik­ unum, í alls konar aðgerðir og vesen sem ég man lítið sem ekk­ ert eftir, en ég man að ég var farin að sætta mig við að ég myndi lík­ legast ekki lifa þetta af. Síðan var ég flutt með sjúkraflugi til Cedars Sinai í Los Angeles, sem er eitt­ hvert það flottasta sjúkrahús sem ég hef stigið fæti inn á. Þá var ný­ lega komið í ljós að ég var með fjórða stigs sortuæxli (e. mela­ noma) sem hafði sest að í bris­ inu. Vinnufélagar mínir höfðu haft upp á Dr.Hamid, sem er einn virt­ asti sérfræðingur heims í þessu til­ tekna krabbameini, og af því að kanadísku læknarnir treystu sér ekki til að halda mér á lífi, lögðu fé­ lagar mínir í púkk og keyptu und­ ir mig sjúkraflug. Ég man þegar ég komst aftur til meðvitundar hvað ég var hissa á hvað tryggingin mín var yfirgripsmikil að ég fengi einkaflug á milli sjúkrahúsa, þang­ að til þú sagðir mér sannleikann,“ segir mamma og brosir. Ein „clickbait“ fyrirsögn: Ryan Reynolds hjálpaði mömmu Ég horfi íbygginn á mömmu. Vinnufélagarnir sem hún talar um eru leikstjórinn David Leitch, sem mamma hefur tvisvar áður unnið með fyrir Deadpool 2, og aðalleik­ ari myndarinnar, Ryan Reynolds, ein þekktasta kvikmyndastjarna heims. Þeir voru vaktir og sofnir yfir velferð mömmu á meðan hún glímdi við veikindin og báru hluta af kostnaðinum við bestu læknis­ meðferð sem völ er á í heiminum. Reynolds var svo umhugað um Elísabetu að hann lagði sig allan fram við að létta undir með henni. Meðal annars gladdi hann yngsta son Elísabetar, Loga, með því að klæða sig upp í búning Dead­ pool og senda drengnum fallega myndbandskveðju. Einhver hefði skrifað Facebook­status um minni uppákomu en ekki mamma. „Í alvöru mamma, ertu ekki að skauta dálítið mikið yfir þetta að kalla Ryan Reynolds og David Leitch bara vinnufélaga?“ segi ég við hana. „Máni! Ertu ekki nýbú­ inn að sannfæra mig um að þetta sé ekki eitthvert ódýrt „clickbait“ ­ viðtal heldur hafi almenningur einlægan áhuga á mér og skoðun­ um mínum?“ segir hún í reiðilega en er augljóslega að leika það. Ég játa því og biðst brosandi afsökun­ ar, vitandi að ég mun samt koma þessari staðreynd að með ein­ hverjum hætti í viðtalinu. Mamma heldur ótrauð áfram. „Það sem stendur upp úr eftir þessa erfiðu lífsreynslu er hvað fjölskylda, vinir, vinnu­ og stéttarfélagar lögð­ ust á eitt við að koma mér til aðstoð­ ar. Fólk er dásamlegt. Ég er líka svo óendanlega stolt yfir ykkur krökk­ unum öllum, hvað þið sýnduð mik­ inn styrk og dugnað og hvað þið voruð úrræðagóð. Ég er bara ekkert viss um að þið væruð svona vel heppnuð ef ég hefði pakkað ykkur inn í bómull með reglulega mat­ málstíma,“ segir mamma ákveðin. Við brosum til hvort annars. „Ertu ekki sammála því?“ Ég þori ekki að koma mér í frek­ ari vandræði, kinka samþykkj­ andi kolli og fæ mér sopa af kaffi­ nu. Ég rifja upp okkur mömmu „Það sem stendur upp úr eftir þessa erfiðu lífsreynslu er hvað fjölskylda, vinir, vinnu- og stéttarfélagar lögð- ust á eitt við að koma mér til aðstoðar. Fólk er dásamlegt. Ég er líka svo óendanlega stolt yfir ykkur krökkunum öllum, hvað þið sýnduð mikinn styrk og dugnað og hvað þið voruð úrræðagóð. Ég er bara ekkert viss um að þið væruð svona vel heppnuð ef ég hefði pakkað ykkur inn í bóm- ull með reglulega mat- málstíma. Elísabet og Máni sonur hennar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.