Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2018, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2018, Blaðsíða 24
24 8. júní 2018FRÉTTIR Mitzvah í gyðingdómi, algjör grundvallarþáttur, og hefur til dæmis forgang fram yfir friðhelgi Yom Kippur-hátíðarinnar.“ Yom Kippur er helgasti dagur gyðinga, haldinn um miðjan september. Avi leggur áherslu á orð sín þegar hann segir: „Aðeins eitt hefur forgang fram yfir umskurð og það er heilsa barnsins. Ef barn er ekki reiðu- búið fyrir umskurð er honum frestað þangað til heilsa barns- ins leyfir. Hvað varðar rétt barns- ins þá er umskurður eitthvað sem foreldrum er treyst til að ákveða líkt og mörgum öðrum. Í dag er umskurður leyfður í öllum ríkj- um veraldar.“ Sýnagóga, barnaskóli og trúar- leg baðlaug í sigtinu Lítur þú á þig sem trúboða? „Við lítum svo á að við séum að koma með umgjörð utan um trúarlíf gyðinga til landsins. Þetta er þjónusta fyrir fólk sem vill læra um gyðingdóm af fúsum og frjáls- um vilja og ekki aðeins gyðinga. Við erum samt ekki að reyna að snúa fólki til gyðingdóms.“ Hversu margir gyðingar búa á Íslandi? „Það hefur aldrei verið neitt utanum hald um samfélagið þannig að það hafa aldrei verið til staðar nákvæmar tölur, en þetta eru sennilega nokkur hundruð. En við hugsum meira um einstak- lingana en fjöldann. Margir af þeim eru innflytjendur, til dæm- is frá Norður- og Suður-Ameríku, en aðrir Íslendingar sem komn- ir eru af dönskum gyðingum sem fluttu hingað fyrr á öldum. Þetta er góð blanda og fólk þekkist vel inn- byrðis.“ Avi segir að Ísland sé hentugt land fyrir gyðinga að búa á. Ís- lendingar séu almennt trúaðir þó að vissulega séu margir veraldlega sinnaðir. Landið sé í raun heim- ili margra ólíkra trúarbragða og gyðingdómur á sér stað hér. „Trúfrelsi er okkur sérstaklega mikilvægt og metum við það mik- ils við bæði þjóðina og ríkisstjórn- ina að það frelsi sé til staðar.“ Er takmark ykkar að koma á fót sýnagógu á Íslandi? „Já, það er framtíðartakmarkið. Núna leigjum við sali undir hátíðir og samkomur, til dæmis á hótelum. En okkur langar til að eignast eigin sýnagógu þar sem við getum beðið og iðkað okkar starfsemi.“ Annað sem Avi vill koma á lagg- irnar er svokallað Mikvah, sem er nokkurs konar trúarlegur bað- staður. Samkvæmt helgiritum eiga gyðingakonur að baða sig í Mikvah, sérstaklega áður en þær giftast, en mikilvægt er að laugin sé náttúru- leg. Avi segir Ísland sérstaklega hentugt þar sem hér séu margar náttúrulegar jarðhitalaugar. „Vatnið táknar lífið líkt og það sem umlykur okkur í móðurkviði. Mikvah snýst um jákvæða lífsorku og andlega hreinsun og sérstök Mitzvah, eða boðorð, sem gyðingar hafa fylgt í þrjú þúsund ár.“ En sérstaka skóla fyrir gyðinga- börn? „Það er möguleiki en við erum enn þá að læra á þjóðfélagið. Í framtíðinni verður kannski sérstak- ur skóli fyrir gyðingabörn. Þetta væri skóli þar sem börnunum yrði kennd gyðingleg málefni en auð- vitað einnig íslenska og önnur fög.“ Vill einblína á það sem sameinar gyðinga Avi klæðist svörtum fötum, ber barðahatt og safnar bæði skeggi og bartalokkum, þótt þeir séu enn þá mjög stuttir. Dæmigert út- lit fyrir svokallaða rétttrúnaðar- gyðinga (Hasidic) sem á rætur að rekja til Austur-Evrópu á 18. öld. Avi er samt ekki tamt að skilgreina sig sem slíkan. „Þetta er kallað það og sumir vilja setja alls kyns merkimiða á okkur en við sjáum okkur sem gyðinga. Í okkar augum er þetta gerviflokkun og allir gyðingar ein þjóð. Við viljum að öllum líði vel og að allir séu velkomnir, alveg sama hver bakgrunnurinn er.“ Er þá enginn munur á siðum gyðinga? „Ég er ekki að segja það, en okkar sýn er sú að það sé ónauðsynlegt að skoða þá hluti sem aðskilja okkur. Við einblínum á það sem sameinar okkur.“ Kjöt dýra með góð persónuleikaeinkenni Gyðingar sem iðka trú sína af festu halda sabbatinn frá föstudags- kvöldi fram á laugardagskvöld. Avi segir þann dag notaðan til að kúp- la sig út úr hraða og amstri þjóð- félagsins og tengjast fjölskyldunni og guði sínum sterkari böndum. „Við reynum að hvílast eins mikið og við getum. Við versl- um ekki og geymum öll símtöl og erindi þangað til sabbatinum er lokið. Þetta er slökunardagur og fólk sem heldur upp á hann kann að meta þetta. Það er eiginlega ekki hægt að lýsa þessu því mað- ur verður að prófa til að kunna að meta þetta. Þetta er dagurinn sem við hugsum um það sem skipt- ir máli, samböndin, fjölskylduna, hugmyndir um tilveruna, trúna og fleira.“ Er nóg af kosher-fæði á Íslandi? „Við borðum öll dýr sem jórtra og hafa klofnar klaufir og er slátr- að á ákveðinn hátt. Til dæmis lömb, nautgripi, dádýr og fleira. Íslendingar veiða mikið af ljúf- fengum kosher-fiski, sem er all- ur fiskur sem hefur ugga og roð; lax, þorsk og fleira. Allir ávextir og grænmeti er kosher. Hingað er líka flutt mikið af erlendum matvælum um mörg þeirra eru sérmerkt kos- her. En mörg matvæli eru kosher þótt þau séu ekki sérmerkt. Maður verður þá að gera rannsókn á því hvað er í matnum og hvernig hann er unninn.“ Er þá bannað að borða til dæmis svínakjöt og kolkrabba? „Já, það er bannað. Torah, trúarrit okkar, er leiðbeiningar lífs- ins og þar eru reglur um hvað sé kosher. Í Torah eru gefnar margar ástæður fyrir því af hverju aðeins sumt er kosher og ein af þeim er sú að það sem við borðum hafi mik- il áhrif á okkur sjálf, það verður hluti af okkur. Í gyðingdómi skiptir miklu máli að dýrin sem við borð- um hafi góð persónuleikaeinkenni og séu ljúf. Þegar við borðum dýr sem hafa þessi einkenni byggjum við þau upp í okkur sjálfum. Með því erum við samt ekki að segja að þeir sem borða svínakjöt hafi slæm persónuleikaeinkenni en í gyðingdómi hugsum við sérstak- lega mikið um þetta.“ Avi segir einnig að dýrunum verði að vera slátrað á ákveðinn hátt. Ekki megi nota loftbyssur með pinna eins og eru notuð í íslenskum sláturhúsum heldur verði að nota hárbeitt blað. „Að nota beitt blað er sársauka- lausasta leiðin til að aflífa dýr. Að valda ekki óþarfa sársauka er eitt- hvað sem skiptir mjög miklu máli í gyðingdómi. Hnífurinn verður að vera fullkominn, það má ekki vera ein hrufa á blaðinu. Síðan verður að setja kjötið í salt sem dregur í sig blóðið, því blóð er ekki kosher. Þetta eru smáatriði sem skipta okkur samt máli.“ Föðurafinn lifði helförina af Föðurafi Avi var pólskur gyðingur sem lenti í klóm nasista og var sendur í útrýmingarbúðir, fyrst í smærri þrælkunarvinnubúðir en síðan í Auschwitz þar sem millj- ónum var útrýmt. Hann lifði stríð- ið af og flutti til Ísrael ásamt bróð- ur sínum sem einnig var fangi í Auschwitz. Sem ungur maður flutti hann til Bandaríkjanna og kynntist móður Avi, sem er banda- rískur gyðingur frá New York. Avi á því rætur á öllum þessum stöðum. Hversu mikilvægt er Ísraelsríki í augum gyðinga? „Ísrael er heimaland gyðinga og hefur verið það frá örófi alda, í meira en þrjú þúsund ár en ekki aðeins frá 1948 þegar það varð sjálfstætt ríki. Mjög margir gyðingar hafa búið þar einhvern hluta ævi sinnar og þegar þeir fara með bænir snúa þeir í átt að Jerúsalem.“ Hvað finnst ykkur um þessa deilu og hvernig mynduð þið vilja sjá hana leysta? „Við, samfélag gyðinga á Ís- landi, tökum ekki pólitíska af- stöðu og skiptum okkur því ekki af þessari deilu frekar en öðrum. Ég tel mikilvægt að báðir aðilar reyni að skilja afstöðu hvor annars en læt stjórnmálamönnunum á svæðinu það eftir að kljást við þetta vandamál.“ n ERTU AÐ FARA Í FLUG? ÞJÓNUSTUM ÞIG OG ÞÍNA Í MAT OG DRYKK Hafnargata 19a Keflavík / S. 421 4601 „Fréttirnar af hvoru tveggja komu um svip- að leyti en ákvörðun okkar var tekin áður en frumvarpið var lagt fram“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.