Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2018, Page 54

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2018, Page 54
54 BLEIKT 8. júní 2018 Í lok árs 2016 varð Sigríður Þor- steinsdóttir vör við sár sem myndast hafði við aðra geir- vörtu hennar. Sigríður gerði þó ekki mikið mál úr því enda gerði hún ráð fyrir að sárið hefði mynd- ast vegna þess að hún var á þess- um tíma með dóttur sína, þriggja mánaða gamla, á brjósti. Fljótlega fór hún að taka eftir fleiri sárum um líkama sinn og um hálfu ári seinna greindist hún með sjald- gæft blóðkrabbamein sem átti eft- ir að breyta lífi hennar. „Á nokkrum dögum voru sárin búin að dreifa sér um allan líkamann og líktist þetta mest hlaupabólu fyrst. Ég fór til lækn- is þann 27. desember og á næstu mánuðum vissu engir læknar hvað þetta var. Ég fór í fimm húðsýna- tökur, nokkrum sinnum í skanna og alls konar rannsóknir en aldrei gátu þeir fundið út hvað þetta var,“ segir Sigríður, sem er aðeins 27 ára gömul, tveggja barna móðir. Hún er búsett á Akureyri með sambýl- ismanni sínum. Upplifði óbærilegan sársauka „Ég fór síðan í skurðaðgerð í handarkrika því þar var bólginn og sýktur eitill. Þá var sárið á geirvört- unni orðið ansi stórt og var farið að vaxa út úr brjóstinu. Sársaukinn var því orðinn óbærilegur en læknarn- ir vildu þó ekki skera það í burtu.“ Það var ekki fyrr en í skurðað- gerðinni á handarkrikanum sem skurðlæknirinn tók þá ákvörðun að það yrði að skera sár Sigríðar í burtu áður en skaðinn yrði skeður. „Guði sé lof fyrir skurðlækninn að þetta ferlíki var skorið í burtu. Ég fór því í aðra aðgerð á innan við mánuði og mjög stutt er á milli skurða, aðeins um tíu sentimetrar. Ég er ekki með neina tilfinningu á þessu svæði ennþá,“ segir hún. Aðgerðin á sári Sigríðar var framkvæmd þann 15. maí árið 2017 og tæpum tveimur vikum síð- ar fékk hún þær hörmulegu fréttir að um krabbamein hefði verið að ræða. „Þetta heitir á íslensku húðfrumueitlakrabba- mein og er einhvers kon- ar blóðkrabbamein. Ég var svolítið reið því ég var búin að væla, tuða og skæla undan þessu ferlíki allan tímann en aldrei var hlustað á mig.“ Varð hrædd þegar krabbameinið var farið Þann 12. júní hóf Sigríð- ur erfiða lyfjameðferð þar sem hún mætti í sex skipti og innbyrti um tíu mismunandi tegundir af lyfjum í senn. „Þetta var átakan- legur og erfiður tími. Ég gerði mitt besta til að sýna það ekki, en þegar ég lauk lyfjameðferðinni og var orðin laus við meinið varð ég eigin- lega hræddari en áður. Ég vissi ekkert hvað ég átti af mér að gera svo ég stökk út í lífið eins og ekkert hefði í skorist. Ég byrjaði að vinna af full- um krafti ásamt því að sinna heim- ilinu.“ Einungis tveimur vikum síðar fóru ný sár að myndast á höfði Sig- ríðar. Rannsóknir leiddu í ljós að um sams konar krabbamein var að ræða. „Ég fór of hratt út í lífið, fagn- aði of mikið og greindist svo með sama krabbameinið. En núna var ekki aftur snúið, ég fékk nýtt lyf sem er eins konar mótefni við mínu krabbameini og núna þarf ég að fara í sextán skipti í lyfjagjöf, á þriggja vikna fresti. Fyrir þessa lyfjameðferð fékk ég lyfjabrunn sem er festur í vöðva rétt neðan við viðbeinið hægra megin. Það er sömu megin og hinar tvær að- gerðirnar voru gerðar þannig að ég er alveg tilfinningalaus frá öxl og niður á síðuna á þeim helmingi líkamans, en það er ekkert annað í stöðunni, því æðarnar mínar eru eiginlega bara ónýtar eftir síðustu lyfjameðferð.“ Greindi börnunum ekki frá fyrra krabbameininu Sigríður hefur fengið hjartsláttar- truflanir vegna lyfjabrunnsins og er með stanslausa verki. Að hennar sögn eru aukaverkanirn- ar af lyfjunum samt það versta við veikindin. „Aukaverkanirnar eru verstu veikindin sem ég hef upp- lifað í gegnum þetta allt. Mér leið hræðilega af þeim en sem betur fer þá finn ég orðið minna fyrir þeim núna,“ segir Sigríður. Þegar Sigríður greindist í fyrra skiptið ákvað hún að segja börn- unum sínum ekki frá því að hún væri með krabbamein en þegar hún hóf seinni lyfjameðferðina greindi hún eldri stráknum sín- um, sem er sjö ára gamall, frá veik- indunum. „Þegar ég greindist grét ég mjög mikið þegar enginn sá til en á end- anum sætti ég mig við þetta. Aðrir í kringum mig voru eflaust í áfalli, en ég sagði við mitt fólk að nei- kvæðni og erfiðleikar væru ekki í boði.“ Jákvætt hugarfar Sigríðar hefur hjálpað henni að komast í gegnum þá miklu erfiðleika sem lagðir hafa verið á hana undanfarið ár. „Ég ætla að sigra þetta. Ég hef látið eins og ég sé ekki veik, eða ég hef ekki þorað að leyfa mér það öllu heldur. Það hefur gert mér auðveldara fyrir að halda í já- kvæðnina.“ Langaði að gefast upp Á sama tíma og Sigríður komst að því að hún væri með krabbamein ákvað hún að taka mataræði sitt í gegn og fara að borða hollari fæðu. „Aukaverkanirnar hjálpuðu til við holla mataræðið því ég gat ekki drukkið gos eða borðað þurr- an mat eins og brauð og svoleiðis. Ég borðaði hins vegar endalaust af ávöxtum og grænmeti. Það kom fyrir að ég féll í mataræðinu en þá Frábært verð og falleg hönnun Kíktu á sturta.is og skoðaðu úrvalið Sigríður greindist fyrir tilviljun með sjaldgæft blóðkrabbamein „Stundum vildi ég bara gefast upp og leyfa meininu að sigra mig“„Ég vissi ekkert hvað ég átti að gera svo ég stökk út í líf- ið eins og ekkert hefði í skorist. Aníta Estíva Harðardóttir anita@dv.is „Þegar ég greindist grét ég mjög mikið þegar enginn sá til.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.