Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2018, Blaðsíða 60
60 8. júní 2018
Tímavélin Gamla auglýsinginVísir 16.júní 1932
M
ánudagskvöldið 26. maí
árið 1975 fékk lögreglan
í Kópavogi hringingu
frá skelfdum bæjarbúa
sem sagðist hafa séð smástelpu
keyra strætisvagn og orðið bilt
við. Lögreglan tók við sér og fann
umræddan vagn þar sem ung
stúlka sat undir stýri. En ekki
hafði hún stolið vagninum held
ur var hún að æfa sig fyrir sum
arstarf.
„Það var auglýst eftir
strætóbílstjórum og ég sótti um
eins og margir aðrir. Ég fékk vil
yrði fyrir vinnu og fór því á meira
prófsnámskeið,“ sagði Kristjana
Bergsdóttir, 22 ára nemi í Há
skóla Íslands, í samtali við Vísi.
Kristjana var fyrsti kven
strætóbílstjórinn og Karl Árna
son, forstöðumaður SVK, sagði það
furðu sæta að „kvenfólk skuli ekki
áður hafa ekið strætisvögnum hér á
landi, því erlendis er þetta algengt.“
Lögreglan hafði afskipti af fyrsta
kvenstrætisvagnabílstjóranumS
nemma í maí
árið 1963
fæddist sexfætt
lamb á bæn
um Neðri Vindheim
um í Glæsibæjar
hreppi í Eyjafirði.
Ærin bar tveimur
lömbum og var ann
að lambið eðlilegt
í alla staði að sögn
eigandans Jóhann
esar Jóhannessonar
bónda.
Lambið vanskap
aða fæddist með tvo aukafætur
að framanverðu og komu þeir
samgrónir að mestu framan úr
bringu þess, milli hinna framfót
anna. Lambið gat hvorki geng
ið né tekið spena móður sinnar
og brá Jóhannes því á það ráð að
gefa því kúamjólk úr pela. Mjög
sjaldgæft er á Íslandi að lömb
fæðist með sex fætur og lifi.
Lambið á Neðri Vindheimum
lifði þó í nokkra daga.
Sexfætt lamb í Eyjafirði
ÓLÖF FRÁ HLÖÐUM ÓLST
UPP VIÐ SÁRA FÁTÆKT
Ó
löf Sigurðardóttir frá Hlöð
um, sem lifði frá 1857 til
1933, var ein fárra íslenskra
kvenna sem komust út til
náms á 19. öld. Hún lærði ljós
móðurfræði hjá Jónassen lækni í
Reykjavík og hélt síðan til Kaup
mannahafnar í framhaldsnám.
Ólöf var kvenréttindakona og
merkisskáld sem skrifaði bæði ljóð
og ævintýri. Athygli vakti bálkur
sem hún skrifaði um æskuheim
ili sitt á Sauðadalsá í Vatnsnesi þar
sem hún lýsir sárri fátækt.
Næstyngst sextán systkina
„Af því að ég hef hvergi séð líka
heimilisháttu og á heimili foreldra
minna, kemur mér til hugar, að það
kunni að geta haft þýðingu fyrir þá,
sem menningarsögu semja, að ég
reyni að færa þá frásögu, það sem
mér finnst minnisstæðast af hátt
semi og högum okkar, svo það ekki
glatist. Og þó mér og ættmönnum
mínum verði lítil frægð af frásögu
minni, þá tel ég mér skylt að segja
satt og rétt frá og fegra hvorki né
ófegra sannindin.“
Þetta skrifar Ólöf í Eimreiðina 1.
maí árið 1906. Ólöf ólst upp í kofa
ræksni á Vatnsnesi í Húnavatns
sýslu um miðja 19. öldina. Hún seg
ir að menning hafi verið mjög lítil í
sveitinni og „enginn minnsti menn
ingargeisli“ hafi komið á þeirra bæ,
sem var afskekktari en flestir aðrir.
Ólöf var næstyngsta barn móð
ur sinnar, af sextán. Aðeins tíu af
þeim komust á legg og eitt var sent
í fóstur. Fátæktin var mest þegar
börnin voru ung en þau voru send
á aðra bæi í vist um leið og þau
gátu unnið og séð fyrir sér.
Leikur að þaklekanum
„Húsakynni voru eins og moldar
kofarnir okkar geta verstir verið.
Baðstofan lítil og lág með torf
bálki, óþiljuð öll, nema lagðar
lausar fjalir fyrir ofan rúmin. Rúm
stæðin torfbálkur með rúmstokki
og fótagafli úr fjölum. Ekkert borð,
ekkert sæti annað en rúmin. Hillur
yfir hverju rúmi, þar stóðu askarn
ir, diskarnir og margt annað rusl.“
Sums staðar í húsinu voru gler
rúður en þegar þær brotnuðu voru
blautir líknarbelgir settir yfir því
gler var ekki til. Mikil læti voru í
þessum belgjum þegar vindasamt
var og stundum rifnuðu þeir. Ljós
var lítið en á heimilinu voru járn
lampar sem sett var í hrossafeiti
eða selalýsi. Til að kynda matar
pottinn var notað sauðatað.
Búshlutir voru fáir og ófull
nægjandi og hirslur engar. Það
sem dýrmætast þótti var geymt
undir sængunum. Ef einhverjir
peningar voru til voru þeir geymd
ir í ullarsokkum.
Þegar húsið lak var reynt að
„bræða þau“ með kúamykju en
annað viðhald var ekkert. „Þegar
ofan á okkur lak í rúmunum,
vöru öll sauðaskinn, sem til voru,
breidd ofan á okkur og okkur var
sagt að liggja alveg kyrrum, svo
pollarnir, sem stóðu í skinnunum,
rynnu ekki ofan undir til okkar.
Þetta þótti okkur ögn gaman.“
Askarnir þvegnir tvisvar á ári
Heyskapurinn var mesta vinna
ársins og börnin tóku þátt í
honum frá sjö eða átta ára aldri en
þá var unnið sextán eða sautján
tíma á sólarhring og oftast fenginn
vinnumaður. Yngri börnin gættu
þeirra minnstu, börðu harðfisk
og útbjuggu flatkökur. Vinnan var
svo mikil að börnin gátu hvorki
greitt sér né baðað nema á sunnu
dögum. „Við sem endilega vild
um vera að því tilhaldi, urðum þá
að gjöra það meðan við tugðum
harðfiskinn.“
Lítið var að gera fyrir börnin
og að yrkja ljóð var illa séð af föð
urnum. „Oft grét ég þegjandi af
leiðindum og löngun eftir að fá að
læra einhvern „hégómann“ sem
kallað var.“ Ólöf átti aðeins eitt pils
frá því hún man eftir sér þangað
til hún var á tólfta ári. Spariföt átti
hún með systur sinni og skiptust
þær á því að fara í þeim til kirkju.
Fötin voru öll þvegin í matar
pottinum og trékoppur sem not
aður var sem næturgagn var
einnig notaður við handþvotta.
„Þvag var iðulega brúkað til hand
þvotta, en mjólk, mysa eða skyr
þynka til andlitsþvotta og þótti
vandaðri þvottur en úr vatni.“
Tvisvar á ári voru askarnir þvegn
ir, úr hangikjötssoðinu fyrir jól og
á sumardeginum fyrsta. Annars
sáu hundarnir um að verka ask
ana eftir máltíðir og sleiktu vel og
lengi. „Ekkert okkar hefir þó orðið
sullaveikt.“
Sýrufyllerí
Skyr þótt kraftmikill matur og
harðfiskur var tugginn allan slátt
inn. Besti maturinn var magáll,
bringukollur og lundabaggar sem
var borðaður á hátíðarstundum,
sem og brauð. Slátur var borðað
yfir veturinn og annað súrmeti.
„Nýr matur var helzt ekki borðað
ur. […]
Sýru máttum við drekka svo
oft og svo mikið sem við vildum;
hana drukkum við okkur til óbóta,
ef við vorum svöng eða ef okkur
leiddist, litlu börnunum, heima
á sumrin. Höfðum hana þá fyrir
brennivín og drukkum í vitleysu,
því enginn hafði vit á að þetta var
heilsuspillir.“ Leikföng voru með
al annars ýsubein, skeljar og gler
brot en spil voru til á bænum. Einu
bækur heimilisins voru trúarlegar.
Árið 1866 flutti fjölskyldan
á annan og betri bæ og smám
saman vænkaðist hagur heimilis
ins. Ólöfu fannst heimilið einnig
komast á æðra menningarstig
enda sú jörð í meiri alfaraleið en
afdalurinn á Sauðadalsá. „Með
þann undirbúning undir lífsbar
áttuna lagði ég áleiðis út í mann
lífið, nítján vetra gömul.“ n
Kristinn Haukur Guðnason
kristinn@dv.is