Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2018, Blaðsíða 57

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2018, Blaðsíða 57
SAKAMÁL 578. júní 2018 35 ára, tveggja barna móðir, Adriana Vasco, fékk lífstíðardóm 24. janúar 2003. Adriana hafði staðið í ástarsambandi við lækni að nafni Kenneth Stahl og að sögn skipulögðu þau í sameiningu að koma eiginkonu Stahl, Carolyn, fyrir kattarnef. Réðu skötuhjúin Dennis Godley, annan kærasta Adriönu, til verksins. Hann gerði gott betur en að ráða Carolyn bana því Kenneth hlaut sömu örlög. MaryAnn fékk það hlutverk að keyra flóttabílinn, en var að auki sett í að kanna aðstæður í minni verslunum sem voru sennilega berskjaldaðri en þær stærri. Aðallega sat hún þó undir stýri með annan fótinn kláran við bensíngjöfina á meðan drengur­ inn hennar sinnti sínu inni í skart­ gripaverslununum. Einn lögreglumaður í morð­ deildinni í New York hafði á orði að þau væru ekki eins og alræmda parið Bonnie og Clyde; „Þau eru Bonnie og Clyde og mútta.“ Fjármögnuðu neyslu Umræddur lögreglumaður, Dennis Farrell, sagði að markmið þremenninganna væri að kom­ ast yfir eins mikið fé og fjármuni og mögulegt væri því öll glímdu þau við heróínfíkn auk þess sem Christopher hafði gaman af fjár­ hættuspili. Þau rændu sína fyrstu skart­ gripaverslun 5. desember 2004. Afraksturinn var 100.000 dala virði og þau drifu sig í kjölfarið heim til Christophers á Long Island og fögnuðu ógurlega með krakki og heróíni. Þess má geta að mæðgin­ in höfðu lengi verið háð fíkniefn­ um og stolið grimmt frá ættingjum og öðrum fíkniefnaneytendum. Fyrsta morðið Þann 20. desember gerði Mary­ Ann úttekt hjá J & J Jewels í New York og fékk syni sínum niðurstöð­ una. Þau hinkruðu síðan við til há­ degis þegar aðeins eigandinn, Thomas Rennison, og einn starfs­ maður voru á staðnum. Christopher rölti inn í verslun­ ina og spjallaði við Thomas í um tuttugu mínútur undir því yfirskini að hann hygðist kaupa trúlof­ unarhring handa unnustu sinni. Thomas Rennison hafði enga ástæðu til að gruna Christopher um græsku og sýndi honum rán­ dýran hring. Christopher beið ekki boðanna og skaut eigandann til bana og hirti það sem hann gat með góðu móti. Hjón skotin til bana Síðan var skartinu komið í verð, fíkniefni keypt og slegið upp partíi sem stóð fram yfir áramót. Þann 16. janúar, 2005, rændu þau Rockland Jewellery Exchange í Nanuet, í New York­ríki, og höfðu upp úr krafsinu 80.000 dali. Skartgripaverslun Tim og Kim Donnelly, í Fairfield í Connecticut, var rænd 2. febrúar með skelfileg­ um afleiðingum. Donnelly­hjónin reyndu hvað þau gátu að tala um fyr­ ir Christopher en við hann var engu tauti komið og skaut þau til bana. Ránsfengurinn var 100.000 dala virði. Á mótel í Atlantic City Þegar þarna var komið sögu gerðu þau sér grein fyrir að hitna myndi í kolunum. Christoph­ er losaði sig við byssuna og bíl­ inn einhvers staðar í Brooklyn og hann og Nicole fóru með rútu til Atlantic City og skráðu sig inn á subbulegt mótel, Ascot. Sjónir lögreglunnar beindust fljótlega að Christopher DiMeo og þar sem spilafíkn hans var ekk­ ert launungarmál dreifði lögreglan myndum af honum og Nicole á öll gistiheimili og hótel á svæðinu. Innan skamms fékk lögreglan ábendingu frá eiganda Ascot sem hafði borið kennsl á skötuhjúin; þau væru í herbergi 230. Enginn mótþrói Nicole var gripin glóðvolg í gesta­ móttöku mótelsins þar sem hún hugðist greiða fyrir næstu nótt. Næstu klukkustundir var hótelið hægt og hljótt tæmt þar til aðeins einn var eftir; Christopher DiMeo í herbergi 230. Mótelið var umkringt og lögreglan hafði samband við Christopher og reyndi að fá hann til að gefast upp mótþróalaust. Að einhverjum tíma liðnum sá hann sitt óvænna og gaf sig lögreglunni á vald. MaryAnn var handtekin á heim­ ili sínu í New York daginn eftir og engin vandræði þar. Christopher fékk lífstíðardóm fyrir þrjú morð, sem hann skýlaust játaði á sig. Nicole og MaryAnn fengu 20 ára dóm fyrir manndráp. Þannig fór nú það. n SKARTGRIPIR OG MORÐ „Þau komust að þeirri niðurstöðu að þau vildu frekar blanda geði við hvort annað en skilorðs­ fulltrúann Nicole Pearce Kannaði aðstæður í aðdraganda ránanna. Mamma Ók gjarna flóttabílnum eftir ránin. n Christopher og Nicole byrjuðu í innbrotum n Síðar sneru þau sér að skartgripaverslunum n Mamma lét ekki sitt eftir liggja n Morð bættust við ránin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.