Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2018, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2018, Blaðsíða 6
6 8. júní 2018FRÉTTIR Viltu kaupa fasteign á spáni ? Hafðu samband / S. Jón Bjarni & Jónas 555 0366 Masa international býður þér í skoðunarferð til Costa blanCa í júní á 29.900 kr. þar seM drauMaeignina þína gæti Verið að finna A nna Worthington De Matos, sem er fædd og uppalin í Brasilíu, kom í heimsókn til íslenskrar vinkonu sinnar í fyrra eftir að hafa misst vinnuna sína í Bretlandi. „Vinkonan lagði til að ég myndi flytja hingað og ég ákvað að gera það og hingað til er það besta ákvörðun sem ég hef tekið,“ segir Anna. Í dag starfar hún hjá Om- nom súkkulaðigerðinni og vinnur jafnframt að því að opna Reykjavík Tool Library, verkfæraleigu sem virkar eins og bókasafn. Söfnun er á Karolinafund og lýkur henni þann 12. júní næstkomandi. „Ég fékk hugmyndina af því að ég seldi öll verkfærin mín í Bret- landi og ætlaði að kaupa mér ný hér, en þau eru mun dýrari hér en í Bretlandi. Vinir mínir komu þá með þá hugmynd að ég myndi opna verkfæraleigu,“ segir Anna. Hún fór á námskeið fyrir konur af erlendum uppruna sem haldið var í Nýsköpunarmiðstöð Íslands og þróaði hugmyndina áfram. „Hugmyndin er bæði að bjóða verkfæri til leigu í ýmist 3 eða 7 daga, gegn því að greiða árgjald. Þetta virkar þá bara eins og útleiga á bókasafni, nema að í stað þess að leigja bækur þá ertu að leigja verkfæri. Einnig langar mig til að hafa aðstöðu fyrir fólk til að koma og nota verkfæri á staðnum hjá mér til að búa til handverk og slíkt,“ segir Anna. Húsnæði er hins vegar ekki fundið enn og bíður Anna eftir að söfnun- inni ljúki með að finna húsnæði. Ef einstaklingar eða fyrirtæki vilja gefa verkfæri þá tekur Anna einnig á móti þeim. n Hin brasilíska Anna skapar súkkulaði á daginn og safnar fyrir Verkfæraleigu á Karolina Fund„Að flytja til Íslands er besta ákvörðun sem ég hef tekið Ragna Gestsdóttir ragna@dv.is M ánaðarleg laun tveggja ráðherrabílastjóra, nánar tiltekið bílstjóra dómsmálaráðherra og bílstjóra samgöngu- og sveitar- stjórnaráðherra, námu allt að 937 þúsund krónum á mánuði, án launatengdra gjalda, á síðasta ári. Að teknu tilliti til launatengdra gjalda má því fullyrða að ráð- herrabílstjórarnir hafi verið með hærri mánaðarlaun en alþingis- menn í nokkrum tilvikum. Laun alþingismanna eru rétt rúmlega 1,1 milljón á mánuði. Þessar upplýsingar koma fram í svari innanríkisráðuneyt- isins við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni, þingmanni Pírata, sem borin var fram í febrúarlok 2018. Björn Leví spurði öll ráðu- neytin um þennan kostnað en aðeins hafa svör borist frá inn- anríkisráðuneytinu þrátt fyrir að rúmir þrír mánuðir séu frá því að fyrirspurnin var lögð fram. Í svarinu sem Björn Leví fékk frá ráðuneytinu má sjá að laun bílstjóra ráðuneytisins eru mjög breytileg. Þau sveiflast frá 721 þúsund krónum á mánuði, án launatengdra gjalda, og upp í 937 þúsund krónur á mánuði. Athygli vekur að laun bílstjór- anna rjúka upp eftir að slitn- aði upp úr ríkisstjórnarsamstarfi Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Sjálfstæðisflokksins í september 2017. Þannig voru meðallaun bíl- stjóranna tveggja um 823 þúsund krónur í ágúst 2017 en í septem- bermánuði ruku þau upp í 932 þúsund krónur og síðan upp í 937 þúsund krónur í október. Þá var kosningabaráttan í hámarki og ráðherrarnir tveir greinilega á fleygiferð. Launakostnaður bíl- stjóranna lækkaði síðan hratt eftir kosningar. Þurfa ekki að halda akstursdagbók Þá kemur ýmislegt athyglisvert fram í svari ráðuneytisins. Til dæmis kemur fram að ráðherrabíl- arnir séu í eigu og rekstri ríkisins og eigi að vera útbúnir sérstöku öryggiskerfi og staðsetningarbún- aði. Slíkri bifreið skuli ekið af sér- stökum bílstjóra sem einnig sinnir hlutverki öryggisvarðar hlutaðeig- andi ráðherra. Þá segir í svarinu að tilgangur þessarar starfsemi sé að að veita ráðherrum aukið öryggi og þjónustu er þeir sinna emb- ættisskyldum sínum. Samkvæmt heimildum DV er gerð krafa til ráðherrabílstjóra um að þeir hafi lokið sérstöku námskeiði hjá sér- sveit ríkislögreglustjóra. Þá er sérstaklega tiltekið í reglu- gerð að ráðherrabifreiðin sé nýtt til aksturs til og frá heimili ráð- herra. Þá kemur einnig fram að bílstjórarnir þurfi ekki að halda akstursdagbók og því er engin leið að kanna hvort verið sé að nýta bifreiðina til að sinna embættis- erindum eða einkaerindum. Björn Leví hefur einnig spurst fyrir um hvort ráðherrar greiði skatta af þeim hlunnindum að fá ókeypis akstur þegar einkaerindum ráð- herra er sinnt. Fátt hefur verið um svör. n Ráðherrabílstjórar eru með hærri laun en alþingismenn n Þurfa ekki að halda akstursdagbók n Launakostnaður jókst hratt í kosningabaráttunni í fyrra Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.