Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2018, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2018, Page 6
6 8. júní 2018FRÉTTIR Viltu kaupa fasteign á spáni ? Hafðu samband / S. Jón Bjarni & Jónas 555 0366 Masa international býður þér í skoðunarferð til Costa blanCa í júní á 29.900 kr. þar seM drauMaeignina þína gæti Verið að finna A nna Worthington De Matos, sem er fædd og uppalin í Brasilíu, kom í heimsókn til íslenskrar vinkonu sinnar í fyrra eftir að hafa misst vinnuna sína í Bretlandi. „Vinkonan lagði til að ég myndi flytja hingað og ég ákvað að gera það og hingað til er það besta ákvörðun sem ég hef tekið,“ segir Anna. Í dag starfar hún hjá Om- nom súkkulaðigerðinni og vinnur jafnframt að því að opna Reykjavík Tool Library, verkfæraleigu sem virkar eins og bókasafn. Söfnun er á Karolinafund og lýkur henni þann 12. júní næstkomandi. „Ég fékk hugmyndina af því að ég seldi öll verkfærin mín í Bret- landi og ætlaði að kaupa mér ný hér, en þau eru mun dýrari hér en í Bretlandi. Vinir mínir komu þá með þá hugmynd að ég myndi opna verkfæraleigu,“ segir Anna. Hún fór á námskeið fyrir konur af erlendum uppruna sem haldið var í Nýsköpunarmiðstöð Íslands og þróaði hugmyndina áfram. „Hugmyndin er bæði að bjóða verkfæri til leigu í ýmist 3 eða 7 daga, gegn því að greiða árgjald. Þetta virkar þá bara eins og útleiga á bókasafni, nema að í stað þess að leigja bækur þá ertu að leigja verkfæri. Einnig langar mig til að hafa aðstöðu fyrir fólk til að koma og nota verkfæri á staðnum hjá mér til að búa til handverk og slíkt,“ segir Anna. Húsnæði er hins vegar ekki fundið enn og bíður Anna eftir að söfnun- inni ljúki með að finna húsnæði. Ef einstaklingar eða fyrirtæki vilja gefa verkfæri þá tekur Anna einnig á móti þeim. n Hin brasilíska Anna skapar súkkulaði á daginn og safnar fyrir Verkfæraleigu á Karolina Fund„Að flytja til Íslands er besta ákvörðun sem ég hef tekið Ragna Gestsdóttir ragna@dv.is M ánaðarleg laun tveggja ráðherrabílastjóra, nánar tiltekið bílstjóra dómsmálaráðherra og bílstjóra samgöngu- og sveitar- stjórnaráðherra, námu allt að 937 þúsund krónum á mánuði, án launatengdra gjalda, á síðasta ári. Að teknu tilliti til launatengdra gjalda má því fullyrða að ráð- herrabílstjórarnir hafi verið með hærri mánaðarlaun en alþingis- menn í nokkrum tilvikum. Laun alþingismanna eru rétt rúmlega 1,1 milljón á mánuði. Þessar upplýsingar koma fram í svari innanríkisráðuneyt- isins við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni, þingmanni Pírata, sem borin var fram í febrúarlok 2018. Björn Leví spurði öll ráðu- neytin um þennan kostnað en aðeins hafa svör borist frá inn- anríkisráðuneytinu þrátt fyrir að rúmir þrír mánuðir séu frá því að fyrirspurnin var lögð fram. Í svarinu sem Björn Leví fékk frá ráðuneytinu má sjá að laun bílstjóra ráðuneytisins eru mjög breytileg. Þau sveiflast frá 721 þúsund krónum á mánuði, án launatengdra gjalda, og upp í 937 þúsund krónur á mánuði. Athygli vekur að laun bílstjór- anna rjúka upp eftir að slitn- aði upp úr ríkisstjórnarsamstarfi Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Sjálfstæðisflokksins í september 2017. Þannig voru meðallaun bíl- stjóranna tveggja um 823 þúsund krónur í ágúst 2017 en í septem- bermánuði ruku þau upp í 932 þúsund krónur og síðan upp í 937 þúsund krónur í október. Þá var kosningabaráttan í hámarki og ráðherrarnir tveir greinilega á fleygiferð. Launakostnaður bíl- stjóranna lækkaði síðan hratt eftir kosningar. Þurfa ekki að halda akstursdagbók Þá kemur ýmislegt athyglisvert fram í svari ráðuneytisins. Til dæmis kemur fram að ráðherrabíl- arnir séu í eigu og rekstri ríkisins og eigi að vera útbúnir sérstöku öryggiskerfi og staðsetningarbún- aði. Slíkri bifreið skuli ekið af sér- stökum bílstjóra sem einnig sinnir hlutverki öryggisvarðar hlutaðeig- andi ráðherra. Þá segir í svarinu að tilgangur þessarar starfsemi sé að að veita ráðherrum aukið öryggi og þjónustu er þeir sinna emb- ættisskyldum sínum. Samkvæmt heimildum DV er gerð krafa til ráðherrabílstjóra um að þeir hafi lokið sérstöku námskeiði hjá sér- sveit ríkislögreglustjóra. Þá er sérstaklega tiltekið í reglu- gerð að ráðherrabifreiðin sé nýtt til aksturs til og frá heimili ráð- herra. Þá kemur einnig fram að bílstjórarnir þurfi ekki að halda akstursdagbók og því er engin leið að kanna hvort verið sé að nýta bifreiðina til að sinna embættis- erindum eða einkaerindum. Björn Leví hefur einnig spurst fyrir um hvort ráðherrar greiði skatta af þeim hlunnindum að fá ókeypis akstur þegar einkaerindum ráð- herra er sinnt. Fátt hefur verið um svör. n Ráðherrabílstjórar eru með hærri laun en alþingismenn n Þurfa ekki að halda akstursdagbók n Launakostnaður jókst hratt í kosningabaráttunni í fyrra Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.