Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2018, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2018, Blaðsíða 8
8 8. júní 2018FRÉTTIR N ytjamarkaðurinn Von og bjargir er staðsettur við Grensásveg 14b og er fé­ lagið sem utan um hann heldur samnefnd líknarsamtök. Félagið var stofnað árið 2014 og að sögn formanns félagsins hef­ ur aldrei verið hagnaður af því frá stofnun. Það styrki því ekki með peningagjöfum heldur munum til einstaklinga en samkvæmt Ríkis­ skattstjóra getur starfsemin þá ekki talist líknarstarfsemi. Formaður félagsins er Vilhjálmur Svan Jó­ hannsson, en hann hefur fengið dóma fyrir skattsvik og eiturlyfja­ sölu. Félaginu hafa einnig tengst tveir dæmdir barnaníðingar sem misnotuðu ungar stúlkur. Styrkja einstaklinga með vörum Húsnæði líknarsamtakanna að Grensásvegi 14b er rúmgott og þar er fjöldi herbergja með notuðum vörum af öllum stærðum og gerð­ um. Föt, húsgögn, bækur, plötur, styttur og alls kyns dót. Meira að segja lögmannsskikkja hangandi á gínu. Á Facebook­síðu samtakanna kemur ekki fram í hvað styrkir fé­ lagsins fara en samkvæmt fyrir­ spurn frá 5. apríl síðastliðnum svara samtökin: „Síðustu tvö árin höfum við ein­ göngu styrkt fólk sem er að koma úr vímuefnameðferð, fangelsum og öryrkja sem hafa leitað til okk­ ar. Fyrsta árið (2015) styrktum við Dyngjuna, áfangaheimili fyrir kon­ ur og Ljósið, stuðningsheimili fyr­ ir krabbameinsgreinda. Við látum ekki frá okkur lista yfir einstaklinga sem njóta stuðnings okkar.“ DV hafði samband við Ljós­ ið, stuðningsheimili fyrir krabba­ meinsgreinda, og þar fengust þau svör að ekkert fjármagn hefði runnið frá Von og björgum til þeirra. Aldís Höskuldsdóttir hjá Dyngjunni tekur í sama streng. „Nei, við höfum ekki fengið neina styrki frá Von og björgum enn þá. Ég man að hann [Vilhjálmur Svan] setti einhvern tímann auglýsingu um hann styrkti Ljósið og Dyngj­ una en við höfum ekki fengið neitt.“ Í samtali við DV sagði Vilhjálm­ ur Svan að félagið gæfi ekki pen­ ingastyrki heldur muni, til dæm­ is til Dyngjunnar, en einnig losað Dyngjuna við dót sem heimilið vildi losna við. En félagið fær not­ aða muni, til dæmis úr dánarbú­ um. Að sögn Vilhjálms hefur fé­ lagið skilað taprekstri frá stofnun, og áætlar hann að tapið nemi um átta milljónum króna. Húsaleiga sé há og nú fyrst sé félagið að rétta úr kútnum. Vilhjálmur segir: „Við erum ekki með neitt bak­ land, ekki neitt meðferðarúrræði eða neitt slíkt. Þannig að bakland okkar er hinn almenni borgari. Við erum ekki að greiða neitt út, við erum í vörum en ekki peningum. Við gefum dót, við gefum föt, við gefum þeim sem eiga bágt.“ En þeir peningar sem koma inn? „Þeir fara allir í rekstur, það er bara einfalt. Það hefur aldrei verið afgangur heldur frekar borgað með þessu mánaðarlega. Þær vör­ ur sem eru seldar, en ekki gefnar, eru til þess að halda þessu á floti.“ „Getur ekki verið nytjamarkaður til líknarmála ef þetta skilur ekkert eftir sig“ Félagið greiðir ekki virðisaukaskatt af seldum vörum í nytjamarkaðn­ um. Að sögn Jarþrúðar Hönnu Jóhannsdóttur, sviðsstjóra hjá Ríkis skattstjóra, eru góðgerðafé­ lög undanþegin skattskyldu virð­ isaukaskatts á grundvelli laga nr. 50/1988 en þar er gerð sú skil­ greining að til líknarmála teljist meðal annars bygging og rekstur sjúkrahúsa, heilsugæslustöðva, elliheimila, vöggustofa, barna­ heimila og svo framvegis. Stuðn­ ingur til einstaklinga falli þar ekki undir. Hún segir: „Að það sé taprekstur á mark­ aðinum hefur engin áhrif á það hvernig við metum hvort hann megi vera utan við virðisaukaskatt. Það sem við horfum á er hvort hann uppfylli skilyrði um hvort all­ ur ágóði af þessu renni til líknar­ mála samkvæmt skilgreiningu. Við lítum ekki á gjafir á munum til einstaklinga sem líknarstarfsemi. Þetta getur ekki verið nytjamark­ aður til líknarmála ef þetta skilur ekkert eftir sig.“ Gjaldþrot og stórt fíkniefnamál Vilhjálmur Svan Jóhannsson er með dóma á bakinu fyrir aðkomu að fíkniefnasölu og skattalagabrot­ um. Á níunda áratug síðustu aldar var Vilhjálmur áberandi í veitinga­ rekstri og mörg félög í hans eigu hafa endað í gjaldþrotaskiptum. Vilhjálmur rak marga veitinga­ staði á níunda áratug síðustu ald­ ar, til dæmis Tunglið, Villta tryllta Villa, D14 og Upp og niður þar sem Pan­hópurinn svokallaði sýndi. Þar kom ungt fólk, allt niður í sextán ára gamalt, fram og sýndi nærföt og leðurklæðnað frá póst­ versluninni Pan sem einnig seldi hjálpartæki ástarlífsins. Altalað var að vændi væri fylgifiskur þessarar starfsemi og Haukur Haraldsson, sem stýrði Pan­hópnum, viður­ kenndi við DV í febrúar síðastliðn­ um að stúlka innan hópsins hefði stundað vændi. Árið 1991 hóf Pressan umfjöll­ un um gjaldþrotahrinu í veitinga­ rekstri í Reykjavík og kom Vil­ hjálmur þar mikið við sögu. Þann 11. apríl var sagt að þeir einstak­ lingar sem um var rætt hafi opn­ að marga staði, selt þá jafnharðan eða lent í gjaldþroti með þá. Félög­ in þar sem nafn Vilhjálms kom fyr­ ir voru Laugaveitingar hf., Lækjar­ niður hf., Lækjarveitingar hf. og Veitingakjallarinn hf. Þriðja desember ári síðar kom fram hjá Pressunni að kröfurnar í búin væru yfir hundrað milljón­ ir króna: Lækjarveitingar 33 millj­ ónir; Laugaveitingar 16,9; Lækjar­ niður 13,8 og einstaklingsgjaldþrot upp á 38 milljónir. Þann 17. desember kom fram hjá Pressunni að Vilhjálmur væri að selja lagervörur í Kolaportinu og biði hann þess að afplána dóm fyrir skilasvik á lífeyrisgreiðslum og virðisaukaskatti. Þetta var ekki fyrsti dómurinn sem hann hlaut því á áttunda áratugnum sat hann í fimmtán mánuði á Litla­Hrauni en þá átti hann við áfengisvanda­ mál að stríða og komst upp á kant við lögin. Vilhjálmur segir í samtali við DV að hann hafi borgað sig út úr sínum gjaldþrotum. „Ég vann eins og hundur á þremur eða fjórum stöðum til að gera upp þessi gjaldþrot, bara fyr­ ir það eitt að aðrir borguðu mér ekki.“ 25. júlí árið 1993 voru Vilhjálm­ ur Svan og Jóhann Jónmundsson handteknir í Leifsstöð á leið frá Amsterdam þar sem fundust á Jó­ hanni 910 grömm af amfetamíni og fjögur kíló af hassi. Voru þeir báðir settir í gæsluvarðhald og hófst þá atburðarásin að risastóru fíkniefnamáli sem endaði með átján ákærum og fimmtán fangels­ isdómum. En höfuðpaurinn í því máli var Ólafur Gunnarsson. Í yfirheyrslum gekk lögreglan hart að Vilhjálmi sem var lýst sem skipuleggjanda og fjármögnunar­ aðila þeirrar ferðar í DV 21. júní árið 1994. Samþykkti hann að leyfa fíkniefnalögreglunni að setja hler­ unarbúnað í símann sinn og á heimilið sitt til að koma upp um eiturlyfjahringinn. En það var í fyrsta skipti sem hlerunarbúnað­ ur var notaður til að koma upp um fíkniefnasölu. Eftir þær hleranir voru Ólafur Er þitt fyrirtæki tilbúið fyrir GDPR? Skoðaðu málið á Dattacalabs.com „Þetta getur ekki verið nytjamarkaður til líknarmála ef þetta skilur ekkert eftir sig“ n Dæmdur barnaníðingur afgreiðir n Gefa einstaklingum vörur n Taprekstur að sögn formanns Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.