Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.06.2012, Side 18

Ljósmæðrablaðið - 01.06.2012, Side 18
18 Ljósmæðrablaðið - júní 2012 Einnig getum við það með því að vera með fræðsluerindi í blöðunum eða á vefsíðum eins og ljósmóðir.is. Við getum stuðlað að því að konan hlusti á kroppinn sinn og læri að treysta honum. Við getum það með því að fækka ekki enn frekar fæðingarstöðum á landinu, frekar auka þá. Einnig getum við það með því að vera ekki með eðlilegar fæðingar nálægt áhættudeild því oft er of stutt á milli. Of mikið aðgengi er að deyfingum hjá hinni eðlilegu konu að mínu mati, í Svíþjóð til dæmis fær fjölbyrja ekki epidural ef hún er komin með 6 eða meira í útvíkkun. Ég geri mér grein fyrir því að við gerum þessar breytingar ekki hér og nú, en við ættum að fá að vera með í ráðum hvað varðar barneignaþjónustuna á Íslandi. Ef við gerum ekkert þá hef ég stórar áhyggjur. Það er búið að hræða konur of mikið með aukinni tæknivæðingu, en öryggið liggur ekki alltaf í hátækninni heldur í hormónum konunnar og hvar hún finnur sig örugga. Flestar fæðingar eru eðlilegar og áhættan við að fæða barn er ekki stór, samt er áhættudeildin stærsta deildin á landinu. Ætti þróunin ekki að vera sú að hún ætti að vera minnst og fleiri ljós- mæðrareknar einingar? Fyrir utan kostnaðinn sem áhættuþjónustan og deyfingar hafa í för með sér. Hugmyndafræði ljósmæðra Mig langar aðeins að koma inn á hugmyndafræði ljósmæðra til að styðja þessi orð mín enn frekar. Ljósmæður styðja einar og sér sem sérfræðingar við eðlilegt ferli en með aðstoð annarra fagstétta og þá mest fæðingalækna ef ferlið er komið í áhættuferli. Í Samþykkt af Alþjóðasamtökum ljósmæðra ICM í Ástralíu 19. júlí, 2005 er ályktun um hvað ljósmóðir stendur fyrir: „Ljósmóðir er ábyrgur fagaðili sem í samráði við konur veitir nauðsynlegan stuðning, umönnun og ráðgjöf til kvenna á meðgöngu, í fæðingu og sængurlegu, stundar fæðingarhjálp á eigin ábyrgð og annast nýbura og ungbörn. Þessi umönnun felur í sér fyrirbyggjandi aðgerðir, stuðning við eðlilegt ferli fæðingar, greiningu á frávikum hjá móður og barni, milligöngu um læknishjálp eða aðra viðeigandi meðferð og veitir bráðahjálp.“ (Ljósmæðra- félagið, 2011). Ljósmæðrum á Íslandi stendur til boða að fara á bráðanámskeið í fæðingafræðinni eða ALSO og eru þeim kennd handtök og aðferðir til að takast á við óvæntar uppákomur. Það gerir ljósmæður enn betur í stakk búnar til að starfa sjálfstætt og bregðast á faglegan hátt við óvæntum uppákomum, hvar sem er á landinu. Stöndum vörð um okkar sjálfstæði. Áhættudeildin er lífsnauðsynleg, en ekki fyrir allar konur Við erum með frábæra áhættudeild á Landspítalanum sem sinnir konum í áhættufæðingum með góðu starfsfólki ásamt vökudeildinni og talið er að ungbarnadauði hér á landi sé með því minnsta sem gerist í heiminum. Eðlilega er maður mjög stoltur af því en hins vegar hef ég áhyggjur af að þróunin verði sú að allar fæðingar, hvort sem um er að ræða áhættufæðingar eða eðlilegar fæðingar, verði á einum eða tveimur stöðum á landinu. Við höfum menntað ljósmæður sem eru með góðan grunn sem hjúkrunarfræðingar eða sem hafa gífurlega mikla reynslu og jafnvel hvort tveggja. Þær hafa fengið þjálfun í að vinna sjálfstætt og geta tekið á móti börnum þar sem mæður þeirra eru í eðlilegu ferli hvar sem er á landinu. Við megum ekki láta deigan síga heldur halda merki okkar á lofti. Hvað segja fræðin? Ef ég fer aðeins yfir það hvað rannsóknir segja um eðlilegar fæðingar og konur með litla eða enga áhættu þá styðja þær þessar hugleiðingar mínar. Samkvæmt rannsókn frá árinu 2009 kemur fram að barneignaþjónustan eigi að vera sniðin að þörfum foreldra og vera miðpunkturinn í þeirri þjónustu. Hins vegar er talið að barneignaþjónustan hafi tekið mið af verklagsreglum stofnanna og lítið sé skrifað um þróun eða áhrif á verklagsreglur innan ljós- móðurfræðinnar (Bick, Rycroft-Malone, og Fontenla, 2009). Í fræðilegri úttekt frá árinu 2007 segir sagan að konur hafi alltaf haft aðrar konur sér til stuðnings í fæðingu. En eftir að fæðingar hafa færst inn á stofnanir hefur yfirseta fagfólks yfir konum minnkað, eða frekar verið undan- tekning en hið almenna. Nútíma fæðinga- fræðin hefur stofnanavætt alla þjónustu við fæðandi konur sem getur haft áhrif á framgang fæðingarinnar. Stuðningur í fæðingu inniheldur tilfinninga- legan stuðning, þægilegt umhverfi og snertingu, svo sem nudd, notkun vatns, upplýsingaflæði og sjálfstæði. Þessir þættir verða til þess að hvetja til eðlilegs fæðingaferlis þar sem konunni finnst hún hafa stjórnina og sjálfstæði sem verður til þess að minnka þörf á inngripum í fæðingum. Konur sem fá stöðugan stuðning eða yfirsetu ljósmóður eru líklegri til þess að fæða um fæðingarveg, fara sjálfar af stað, fæða án verkjalyfja, fæðingin tekur styttri tíma og þær upplifa meiri ánægju og minni þörf er á áhaldafæðingum (Hodnett, Gates, Hofmeyr og Saksl, 2007). Eftir því sem að tækninni fleygir fram sýna rannsóknir að meira er um óþarfa inngrip hjá konum í eðlilegu ferli og að ef konan fæðir á ljósmæðrastýrðri einingu þá er líklegra að hún fæði eðlilega, það sé minni verkjalyfjanotkun og færri inngrip. Fæðingareiningar fyrir konur í eðlilegu ferli eru ýmist sjálfstæðar eða einingar innan sjúkrahúsa. Flestar eru þessar einingar ljósmæðrastýrðar þar sem konur eru færðar yfir á hátæknideild ef þörf er á. Þessar ljósmæðrastýrðu einingar hafa leitt til þess að konur fæða frekar eðlilega og tíðni inngripa, eins og keisaraskurðir og spangarklippingar, eru lægri (Bernitz, o.fl., 2011). Þess vegna er mikilvægt að halda konum í eðlilegu ferli á ljósmæðrarekinni einingu. Á Nýja-Sjálandi eru ljósmæður sjálfstæðar þar sem mikil áhersla er á samfellda þjónustu og sinnir sama ljósmæðrateymi konunni á meðgöngu, í fæðingu og eftir fæðingu (Davis,o.fl., 2011). Sumar rannsóknir tala einnig um lægri apgar-skor og á þetta við um konur sem eru í eðlilegri meðgöngu og fæðingu. Allt er þetta háð þjálfun ljósmæðra, hvaða viðmið fæðingastofnanir setja, samstarf á milli ljósmæðrareknu einingarinnar og hátækni fæðingastaðanna (Overgaard, o.fl., 2011). Við þurfum að huga að því hvert hin íslenska ljósmóðir stefnir. Við höfum fyrirmynd til dæmis frá Bandaríkjunum þar sem ljósmæðra- starfið er nánast að leggjast af og við hafa tekið hjúkrunarfræðingar og læknar og búið er að sjúkdómsvæða verulega allt fæðingaferlið Flottar ljósmæður

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.