Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit

Ljósmæðrablaðið - 01.06.2012, Qupperneq 35

Ljósmæðrablaðið - 01.06.2012, Qupperneq 35
35Ljósmæðrablaðið - júní 2012 • Er kynheilbrigði ungra stúlkna innan starfssviðs ljósmæðra og á hvern hátt sinna þær því? • Sjúkdómsvæðing fæðingarþjónustu. • Menntun ljósmæðra. Finnland óskaði eftir áframhaldi á umfjöllun frá fyrra ári um: • Verklagsreglur og klínískar leiðbeiningar varðandi meðgönguvernd. • Hvert er hlutverk ljósmæðra á hinum Norðurlöndunum? Er það að breytast og sjást breytingar í átt að útvíkkun starfs- sviðs? Ísland óskaði eftir umræðu um atvinnuleysi meðal ljósmæðra og ef það er til staðar hvernig hafa félögin brugðist við því? Norska ljósmæðrafélagið óskaði eftir að taka til umfjöllunar eftirfarandi: • Stöðu ljósmæðra varðandi starf við forvarnir og með konum sem verða barns- hafandi án þess að óska þess. Þetta snýr að getnaðarvörnum, menntun ljósmæðra, lyfjaávísunum og fleiru. • Umræðu um skimun fyrir fósturfrávikum snemma á meðgöngu. Hvernig er staðan í hinum löndunum, hafa ljósmæðra- félögin sett fram stefnumótun varðandi þessi atriði og hvað segja siðanefndir landanna? • Skipulagning barneignarþjónustu landanna. Hvernig er staðan og hvert er stefnt? • Alþjóðlegt starf félaganna. Ljósmæðra- félög víða óska eftir fjárhagslegum stuðningi og spurning hefur vaknað um hvort félögin á Norðurlöndunum séu aflögufær og hver styrkir hvern. Er þetta sameiginlegt verkefni? • Lýsa ánægju með tillögu Svíþjóðar um sameiginlega stefnumörkun varðandi einstök mál og leggja til að við veljum eitt eða tvö málefni til að vinna að hverju sinni. Danska ljósmæðrafélagið óskaði eftir umræðu um: • Þjónustu til meðlima hinna landanna þegar þeir starfa í okkar landi. • Hvernig er þjónustu við flóttamenn án skilríkja háttað í hinum löndunum? Vegna tímaskorts náðist því miður ekki að ræða öll þessi mál og var umræðu um sum þeirra frestað til næsta fundar að ári. Miklar umræður urðu um menntunarmál ljósmæðra og faglega færni að loknu námi og mikilvægi gagnsæis þess. Verið er að undir- búa breytingar á námi hjúkrunarfræðinga í Svíþjóð úr 3 árum í 4 og finnst ljósmæðrum þá sem nám þeirra verði orðið ansi langt og eru að skoða „direct-entry“ valkost. Í Noregi er einnig verið að ræða mikið um menntun og færni ljósmæðra og þar er nú í gangi tilraunaverkefni við hjúkrunar- skólann í Vestfold sem er kostað af norska hjúkrunarfélaginu og er byggt upp sem 2ja ára meistaranám að loknu hjúkrunarnámi. Norska ljósmæðrafélagið hefur lagt áherslu á að vinna með norskum stjórnvöldum að því að finna leiðir til þess að þróa ljósmóðurnám heildrænt með eða án hjúkrunarnáms. Hér á Íslandi hefur einnig verið töluverð umræða um fyrir- komulag ljósmæðranáms og í Danmörku eins og áður hefur verið nefnt. Þessi umræða er mikilvæg sérstaklega þar sem borið hefur á því að ljósmæður með menntun frá Danmörku til að mynda hafa ekki fengið starf á sjúkrahúsum í Svíþjóð þrátt fyrir skort á ljósmæðrum þar. Um allmörg mislík tilvik er að ræða í flestum landanna. Þar sem komið hafði fram ósk um að ræða sameiginleg mál allra landanna var ákveðið að ræða fyrst um menntun og hæfni-/færniviðmið ljósmæðra og hefur verið boðað til 2ja daga fundar í Reykjavík með formönnum félaganna og 1-2 aðilum sem eru í áhrifastöðum varðandi menntun ljósmæðra í hverju landi. Þessi fundur verður haldinn 26. og 27. mars 2012. Atvinnuleysi ljósmæðra almennt var nokkuð rætt og gátu finnskar ljósmæður miðlað af reynslu sinni af atvinnuleysi ljósmæðra sem í kreppunni þar í landi varð 25%. Þær ráðlögðu okkur hinum að reyna að halda atvinnulausum ljósmæðrum með öllum ráðum inni í félögunum og hvetja þær til þátttöku í starfi þeirra, jafnvel gefa eftir félagsgjöld meðan á þessu stæði. Einnig að hlutast til um endurhæfingu fyrir þær þegar atvinnutækifærum fjölgar aftur. Næsti stjórnarfundur verður haldinn í Þórshöfn í Færeyjum dagana 11-12. maí 2012. Næsta ráðstefna Norðurlandasam- takanna verður í Osló 13.-15. júní 2013. Yfirskrift ráðstefnunnar er ,,Ljósmæður 2013, áskoranir í norrænu og alþjóðlegu samhengi“ (Midwives 2013, Nordic and global challenges). Allar frekari upplýsingar er hægt að nálgast hjá Esther Ármannsdóttur, formanni LMFÍ, og undirritaðri. Reykjavík í mars 2012 Hildur Kristjánsdóttir

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.