Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit

Ljósmæðrablaðið - 01.06.2012, Qupperneq 41

Ljósmæðrablaðið - 01.06.2012, Qupperneq 41
41Ljósmæðrablaðið - júní 2012 Blessað barnalán Það voru 10 galvaskar stúlkur sem hófu nám í ljósmóðurfræði haustið 2004. Börnin voru 15 talsins í hópnum í upphafi náms, eitt til þrjú börn á mann og voru tveir nemarnir barnlausir. Oft var viðkvæðið „Ég væri til í að prófa þetta í næstu fæðingu“ þegar eitt- hvað nýtt og spennandi var lesið eða rætt um, sennilega þó oft sagt í gríni. Þegar fór að hylla undir námslok kom í ljós að fjölgunarvon var í bekknum. Það setti tóninn fyrir það sem koma skyldi. Daginn eftir að hópurinn þreytti embættispróf í ljósmóðurfræði í lok apríl 2006 fæddist fyrsta „nýja“ barnið í hollinu. Það næsta kom í heiminn í júní sama ár. Nokkuð jafnt og þétt fjölgaði börnunum og sléttum fimm árum frá útskrift, eða í júní 2011, voru „nýju“ börnin orðin 13 og höfðu að auki tvö fósturbörn bæst í hópinn. Yngsta barnið í hollinu fæddist í apríl síðastliðnum og eru því samtals í hópnum 31 barn á bilinu tveggja mánaða til 20 ára. Enn sem komið er ekki vitað til þess að fjölgunarvon sé í hópnum, en dæmin hafa sannað að það er lengi von á einu! Prófaðar hafa verið ýmsar útgáfur af fæðingum og má þar nefna einn keisara, eina sitjandafæðingu, nokkrar Landspítalafæðingar, fjórar heimafæðingar og fæðingar á Akureyri. Það væri líka verðugt verkefni að reikna saman hversu lengi samanlagt þessi hópur hefur haft barn á brjósti. En það sem mest er um vert er að öll eru börnin heilbrigð og vaxa og dafna hjá stoltum ljósmæðramömmum sem hafa lagt sitt af mörgum til að halda uppi atvinnu meðal starfssystra sinna ☺ Stefanía Guðmundsdóttir Barnahópurinn í upphafi náms Barnahópurinn ásamt mæðrum 2011

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.