Fréttablaðið - 26.01.2019, Side 6

Fréttablaðið - 26.01.2019, Side 6
Fáðu blað dagsins í tölvupósti kl. 5.00 á morgnana. Skráðu þig á póstlista Frétta- blaðsins á www.frettabladid.is/ nyskraning. Það kostar ekkert. Vertu fyrst/ur að lesa blaðið Gunnar Bragi Sveinsson þingmaður Miðflokksins kvaðst ekkert muna frá því hann kom inn á Klaustur­ bar þar til einum og hálfum sól ar­ hring eft ir það. Hann hefði týnt fötunum sínum þessa nótt. Jóni Steindóri Valdimars- syni þingmanni Viðreisnar þótti skuggsýnt yfir þingsal í kjöl­ far endurkomu Gunnars Braga Sveinssonar og Bergþórs Ólasonar, þingmanna Miðflokks­ ins, á þing. Stefán Jóhann Stefánsson ritstjóri Seðlabanka Íslands sagði að listaverk sem sýndu nekt hefðu verið færð til innan Seðla­ bankans til að framfylgja jafnréttis­ stefnu, sem kveður á um að í starfsum­ hverfi skuli ekki vera atriði sem misbjóði starfsmönnum. Þrír í fréttum Óminni, skuggi og nekt TÖLUR VIKUNNAR 20.01.2019 TIL 26.01.2019 greindust með HIV hér á landi í fyrra og voru 30 af þeim af erlendu bergi brotin.  þúsund manns, um 74 prósent íbúa Kópavogs, eru búsett á svæði þar sem sjúkra- og slökkvi- bílar ná ekki til þeirra innan 10 mínútna, sem yfirvöld telja nauðsynlegan viðbragðstíma. prósent aðspurðra er frekar eða mjög andvígt hugmynd- um um innheimtu veggjalda. prósent lækna telja staðsetningu Land- spítala við Hring- braut óheppilega og þörf á nýju staðar- valsmati vegna byggingar nýs spítala. prósenta heimshag- vöxtur verður í ár samkvæmt spá Alþjóðagjald- eyrissjóðsins. prósent plasts frá heimilum skiluðu sér til endurvinnslu á síðasta ári saman- borið við tæp 17 prósent árið áður. 2739 56,160 3,5 23 UMBOÐSAÐILI JEEP® Á ÍSLANDI • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433 WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 jeep.is JEEP® ALVÖRU JEPPAR - ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIF FRUMSÝNUM Í DAG JEEP® GRAND CHEROKEE 35” BREYTTAN FRÁ ARCTIC TRUCKS STAÐALBÚNAÐUR M.A. 3.0 LÍTRA V6 250 HÖ. DÍSELVÉL, 9 ÞREPA SJÁLFSKIPTING, HÁTT OG LÁGT DRIF, DRIFLÆSING AÐ AFTAN, LOFTPÚÐAFJÖÐRUN AÐ FRAMAN OG AFTAN, BAKKMYNDAVÉL MEÐ SKYNJURUM OG ÍSLENSKT LEIÐSÖGUKERFI. JEEP GRAND CHEROKEE TRAILHAWK JEEP® GRAND CHEROKEE TRAILHAWK VERÐ FRÁ: 10.990.000 KR. JEEP® GRAND CHEROKEE LAREDO VERÐ FRÁ: 9.990.000 KR. STJÓRNMÁL „Mér finnst heilbrigðis­ mál kvenna og ákvörðunarréttur þeirra ekki eiga heima í höndum trúfélaga og lífsskoðunarfélaga,“ segir Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar Alþingis. Af þeim 53 umsögnum sem bárust velferðar­ nefnd um frumvarp heilbrigðisráð­ herra um þungunarrof er á annan tug umsagna frá trú­ og lífsskoðunar­ félögum. Með frumvarpinu er lagt til að konu verði veitt fullt ákvörðunar­ vald um það hvort hún elur barn fram að lokum 22. viku þungunar, óháð því hvaða ástæður liggja að baki þeim vilja konunnar. Gagnrýnt hefur verið að velferðar­ nefnd hafi sent umsagnarbeiðnir um málið til trúfélaga. „Ég hafði engan áhuga á því en það voru aðilar í nefndinni sem fannst það mikil­ vægt og komu með rök fyrir því og þess vegna voru beiðnirnar sendar svona út,“ segir Halldóra. Hún er sjálf framsögumaður málsins og málið á hennar forræði í nefndinni. „Mér finnst mikilvægt að við tökum ákvarðanir út frá góðum gögnum, að við fáum fagaðila til okkar til að leiðbeina okkur og að við horfum til landa sem hafa verið með rýmri lög um þungunar­ rof, hvernig gengið hefur þar og tökum það inn í okkar ákvörðun en ákvörðum þetta ekki bara út frá tilfinningum fólks. Halldóra segir kvenfrelsi ekki eiga heima í höndum trúaðra Athygli vekur að þrátt fyrir fjöl­ margar umsagnir um málið er ekki umsögn frá Siðfræðistofnun Háskóla Íslands. Halldóra segir að umsagnar­ beiðni til Siðfræðistofnunar hafi verið ítrekuð í gær og að stofnuninni verði veittur tveggja vikna frestur til að senda inn umsögn um málið. Aðspurð um meðferð málsins í nefndinni og gestakomur vegna þess segist Halldóra eiga eftir að ákveða hvaða gestir verði kall­ aðir fyrir nefndina vegna málsins, hún muni þó taka tillit til annarra nefndarmanna enda mikilvægt að nefndin reyni að ná saman um niðurstöðu og það skipti máli að nefndarmenn séu allir sáttir við meðferð málsins. Hún gerir þó ráð fyrir að málið verði erfitt. „Já, að sjálfsögðu, þetta er mál sem fer inn á tilfinningar fólks og ég veit að þetta verður ekki auðvelt.“ adalheidur@frettabladid.is Yfir 50 umsagnir bárust velferðarnefnd um þung- unarrof. Trúaðir hafa mikinn áhuga á málinu en Siðfræðistofnun sendi ekki inn umsögn. Formaður nefndarinnar vill að nefndin fjalli um málið á grundvelli vandaðra gagna. Biskup Íslands Agnes M. Sigurðardóttir sendir inn umsögn sem „kristin kona og biskup Íslands“ eins og þar stendur. Hún styður þann hluta frumvarpsins um að konur taki sjálfar þá ákvörðun sem frumvarpið lýtur að en getur þess jafnframt síðar í umsögninni að samfélagið hafi á undanförnum ára- tugum fundið jafnvægi á milli hinna ólíku sjónar- miða um rétt hinnar verðandi móður yfir eigin líkama og rétt fósturs til lífs, þrátt fyrir þær mótsagnir sem því fylgi. Hún lýkur umsögninni á stuðningsyfirlýsingu við kven- frelsisbaráttuna en segist efast um að frumvarpið hafi vægi í þeirri baráttu. Hún gagnrýnir einnig breytingu á hugtakanotkun. „Hið nýja hugtak vísar á engan hátt til þess lífs sem sannarlega bærist undir belti og er vísir að nýrri mann- veru. Samkvæmt kristinni trú okkar er lífið heilagt, náðargjöf sem Guð gefur og Guð tekur. Það er hlutverk mannsins að varðveita það og vernda eftir fremsta megni og bera virðingu fyrir mannhelginni, sköpuninni og skaparanum. Það er misvísandi að nota þetta nýja hugtak í þessu viðkvæma samhengi, þar sem hugtakið vísar ekki til þessa vaxandi nýja lífs.“ Silja Bára Ómarsdóttir og Steinunn Rögnvaldsdóttir Engar rannsóknir benda til þess að konur iðrist þess til lengri tíma að binda enda á þungun. Þvert á móti lýsa konur, í okkar rannsókn á Íslandi og í sambæri- legum rannsóknum erlendis, létti og fullvissu um að hafa tekið rétta ákvörðun. Undantekningin frá því er ef þær upplifa missi á sjálfsákvörðunarrétti eða þvingun, hvort heldur er af hendi maka, fjöl- skyldu eða heilbrigðis- starfsfólks. Í þeim löndum þar sem heimildir eru rýmri en í núgildandi lögum hér á landi eru heldur ekki vísbendingar um að konum líði öðruvísi með ákvörðun sína. Öryrkjabandalag Íslands ÖBÍ fordæmir þá tillögu að heimild til að rjúfa þungun verði rýmkuð fram að lokum 22. viku ef ástæður eru aðrar en að lífi konu sé stefnt í hættu eða fóstur teljist ekki lífvæn- legt. Þær tillögur að rýmka heimildir til þungunarrofs fram yfir 20 vikna fósturskimun eru augljóslega ætlaðar til þess að hægt sé að bregðast við þeim frávikum sem þar kynnu að greinast og eru aðför að rétti fatlaðs fólks til lífs. Félag íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna FÍFK lýsir yfir ánægju með frumvarpið enda má sjá í greinargerð með frumvarpinu að fyrrnefndar umsagnir FÍFK hafi verið hafðar til hliðsjónar við gerð frum- varpsins. Félagið gerir þó athugasemd við áskilnað um handleiðslu sérfræðings á sviði kvenlækninga við fram- kvæmd þungunarrofs, sem geti valdið því að þjónusta vegna þungunarrofs sé ekki tryggð um land allt. Til dæmis starfi sérfræðingar í kvenlækningum hvorki á Ísafirði né í Neskaupstað, heldur starfi þar almennir skurðlæknar sem geti tryggt þjónustuna. 2 6 . J A N Ú A R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 6 -0 1 -2 0 1 9 0 4 :3 4 F B 1 2 8 s _ P 1 2 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 1 1 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 2 5 -9 7 D 0 2 2 2 5 -9 6 9 4 2 2 2 5 -9 5 5 8 2 2 2 5 -9 4 1 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 1 2 8 s _ 2 5 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.