Fréttablaðið - 26.01.2019, Page 8

Fréttablaðið - 26.01.2019, Page 8
Kjóll 4.990 kr. Afgreiðslutímar á www.kronan.is Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl. 1059 kr.stk. Vestfirskur hákarl í dós 3399 kr.kg Súr hvalur Þorir þú? Súr hvalur Hák arl EFNAHAGSMÁL „Mér finnst bara for- gangsröðunin röng. Það er ekki kom- inn tími til að fara að leggja í sjóð erlendis. Ég skil það að mönnum gengur gott til en þetta er ekki góð ráðstöfun að mínu mati,“ segir Frosti Sigurjónsson, fyrrverandi formaður efnahags- og viðskiptanefndar og þingmaður Framsóknarflokksins, um frumvarp fjármálaráðherra um þjóðarsjóð. Frosti sem situr nú í bankaráði Seðlabankans sendi í vikunni efna- hags- og viðskiptanefnd umsögn um frumvarpið þar sem hann hvetur alþingismenn til að hafna frum- varpinu. Hann segir að það sé mikil- vægara að halda áfram að greiða niður skuldir ríkissjóðs sem séu 600 milljarðar auk þess sem lífeyrisskuld- bindingar nemi um 620 milljörðum. „Þessar skuldir bera allar vexti sem skattgreiðendur þurfa að bera.“ Nú þegar eigi ríkið hreinan gjald- eyrisvaraforða upp á 670 milljarða Segir þjóðarsjóð ranga forgangsröðun Ég skil það að mönnum gengur gott til en þetta er ekki góð ráðstöfun að mínu mati. Frosti Sigurjónsson, fyrrverandi for- maður efnahags- og viðskipta- nefndar en markmiðið sé að framtíðarstærð þjóðarsjóðsins verði 250-300 millj- arðar. Samkvæmt frumvarpinu er mark- mið sjóðsins að treysta stöðu ríkis- sjóðs til að geta mætt ófyrirséðum áföllum. „Ég spyr mig að því hvort við séum búin að gera allt annað sem þarf að vera til taks. Við höfum ekki fjárfest í þeim öryggis- og við- lagabúnaði sem þarf í landi þar sem náttúruhamfarir eru tíðar.“ Í því samhengi nefnir hann nauð- syn þess að koma upp varaflugvelli fyrir Keflavíkurflugvöll og uppbygg- ingu raforku- og heilbrigðiskerfisins. „Svo er óþarfi að setja sérstaka stjórn yfir svona sjóð. Seðlabankinn er að varsla 700 milljarða sjóði og er með allan búnað og þekkingu til þess. Að mínu mati eru fjárfestingar- heimildir sjóðsins samkvæmt frum- varpinu líka mjög glannalegar.“ Vísar Frosti í ákvæði um hámarksávöxtun og heimild til að taka áhættu með afleiðuviðskiptum. – sar STJÓRNSÝSLA Svar Seðlabanka Íslands við erindi Þorsteins Más Baldvinsson- ar, forstjóra Samherja, um álagningu sekta vegna brota á gjaldeyrislögum var ekki í samræmi við lög. Þetta kom fram í áliti umboðsmanns Alþingis í gær en umboðsmaður metur bæði vinnubrögð Seðlabankans í málinu og skýringar til umboðsmanns gagn- rýni verðar. Þorsteinn Már óskaði eftir því í fyrra að Seðlabankinn afturkallaði ákvörðun sína um álagningu stjórn- valdssektar frá árinu 2016. Bankinn féllst ekki á það og kvartaði Þorsteinn Már til umboðsmanns. Kvartandi vísaði til þess að niður- staða bankans um álagningu stjórn- valdssektar hefði ekki verið í sam- ræmi við fyrirliggjandi afstöðu ríkissaksóknara til gildis laga og reglna um gjaldeyrismál sem full- nægjandi refsiheimilda. Bankinn byggði hins vegar á því að þessi sjónarmið, um að bankinn hefði ekki byggt ákvörðun sína á fullnægj- andi lagagrundvelli, hefðu legið fyrir þegar upphafleg ákvörðun var tekin um stjórnvaldssekt árið 2016. Afstaða bankans til þeirra hefði því verið ljós á þeim tíma. Umboðsmaður taldi að ekki hefði verið leyst með fullnægjandi hætti úr erindinu með svari Seðlabankans. Umboðsmaður taldi ekki séð að bankinn hefði tekið afstöðu til þeirra röksemda sem vísað hefði verið til beiðninni til stuðnings. Seðlabank- anum hefði að minnsta kosti borið að leggja efnislegt mat á þær ástæður sem hann hefði byggt beiðni sína á og þá einkum tilvísun hans til afstöðu ríkissaksóknara sem varðaði bráða- birgðaákvæði við lög um gjaldeyris- mál og reglna seðlabankans um gjald- eyrismál og þá hvort þær upplýsingar hefðu getað haft þýðingu fyrir úrlausn málsins. Því telur umboðsmaður svar Seðlabankans ekki í samræmi við lög. Hæstiréttur staðfesti í nóvember dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að Seðlabankinn hefði ekki mátt leggja stjórnvaldssekt á Samherja. Seðlabankinn rannsakaði ætluð brot Samherja á reglum um gjald- eyris mál og í apríl 2013 beindi bank- inn kæru til sérstaks saksóknara vegna brotanna. Saksóknari taldi að brotin gætu ekki orðið tilefni lög- reglurannsóknar og saksóknar, þar sem reglur þær sem brotin beindust gegn hefðu ekki að geyma heimild til að refsa lögaðilum. Benti þó á að væru almenn skilyrði uppfyllt gætu verið forsendur til að beita stjórn- sýsluviðurlögum. Var málið aftur sent til Seðlabank- ans sem tók í kjölfarið ákvörðun um að kæra fjóra einstaklinga hjá Sam- herja og tengdum félögum fyrir brot á sömu reglum. Sérstakur saksóknari endursendi þá kæru einnig í septem- ber 2015, meðal annars með vísan til þess að reglur um gjaldeyrismál væru ekki fullnægjandi refsiheimild. Ári síðar tók Seðlabankinn þá ákvörðun að leggja stjórnvaldssekt að fjárhæð 15 milljónir króna á Sam- herja. Höfðaði Samherji þá mál til ógildingar á ákvörðuninni og byggði meðal annars á því að Seðlabankinn hefði verið búinn að fella niður málið á hendur félaginu áður en ákvörð- unin hefði verið tekin. Þorsteinn Már segist fagna áliti umboðsmanns. „Þetta styður það sem ég hef verið að segja í gegnum árin og ég tel í raun að það komi líka fram í áliti umboðsmanns að Seðla- bankinn hafi vitað af því að þau hafi verið að brjóta lög,“ segir hann og bætir við: „Í raun hafa starfsmenn bankans farið fram með refsiverðum hætti og ég tel útilokað annað en að starfs- menn bankans sem bera ábyrgð á þessu séu látnir víkja,“ segir Þor- steinn. Aðspurður hvaða starfsmenn hann eigi við nefnir hann Má Guð- mundsson bankastjóra, Sigríði Loga- dóttur yfirlögfræðing og Rannveigu Júníusdóttur, framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits Seðlabankans. thorgnyr@frettabladid.is Umboðsmaður álítur Seðlabanka brotlegan Umboðsmaður Alþingis lítur svo á að svar Seðlabanka Íslands við erindi for- stjóra Samherja hafi ekki verið í samræmi við lög. Forstjórinn fagnar ályktun- inni og segir útilokað annað en að starfsmenn bankans verði látnir víkja. Þorsteinn Már og fylgdarlið á leið til fundar við seðlabankastjóra í nóvember síðastliðnum. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Íhuga ekki brott- rekstur Gylfi Magnússon, formaður bankaráðs Seðlabankans, segir í samtali að bankaráð hafi ályktað á fundi sínum í morgun að skoða ætti hvort taka þyrfti aftur upp mál Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, og önnur sambærileg mál. Aðspurður hvort til umræðu hefði komið að óska eftir afsögn starfsmanna sem tengdust starf- inu segir Gylfi að svo sé ekki. „Ég vil ekki vera með neinar getgátur um slíkt. Bankaráð ræður ekki seðlabankastjórann og hvað þá undirmenn hans,“ svarar Gylfi, spurður að því hvort hann telji að það komi til umræðu á fundum ráðsins á næstunni. 2 6 . J A N Ú A R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 6 -0 1 -2 0 1 9 0 4 :3 4 F B 1 2 8 s _ P 1 2 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 2 5 -A B 9 0 2 2 2 5 -A A 5 4 2 2 2 5 -A 9 1 8 2 2 2 5 -A 7 D C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 1 2 8 s _ 2 5 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.