Fréttablaðið - 26.01.2019, Side 12
Samgöngustofa auglýsir laus til umsóknar
4 leyfi til leiguaksturs fólksbifreiða á Akureyri.
Til að öðlast leyfi þurfa umsækjendur að uppfylla
leyfisskilyrði, skv. 5. gr. laga nr. 134/2001 og rg.nr.
397/2003 um leigubifreiðar, með síðari breyting-
um.
Úthlutun leyfis fer fram á grundvelli starfsreynslu
við akstur leigubifreiðar, sbr. 6. gr. reglugerðarinnar.
Umsóknareyðublöð má nálgast í afgreiðslu
Samgöngustofu, Ármúla 2 í Reykjavík
eða á www.samgongustofa.is.
Umsóknarfrestur er til og með 01.02.2019.
Sími: 480 6000 . www.samgongustofa.is
AUGLÝSING
VEGNA ÚTHLUTUNAR
ATVINNULEYFA
TIL AKSTURS
LEIGUBIFREIÐA
Samgöngustofa
IÐNFYRIRTÆKI
TIL SÖLU
Rótgróið iðn- og þjónustufyrirtæki með 35 ára
sögu er nú til sölu.
Um er að ræða skerpingarverkstæði og rekstur
verslunar í Kópavogi. Fyrirtækið vinnur fyrir álver
og stærstu trésmíðaverkstæði landsins og hefur
leiðandi stöðu á sínu sviði. Góð vaxtartækifæri.
Rekstur fyrirtækisins er nú til sölu ásamt stórum
vélasal. Ársvelta um 45 milljónir króna og hjá
fyrirtækinu starfa tveir starfsmenn.
NÁNARI UPPLÝSINGAR Í SÍMA 840-3425.
AlphaStar, gervigreind úr smiðju DeepMind, dóttur-fyrirtækis Google, atti kappi
við atvinnumenn í herkænsku-
leiknum StarCraft II. Niðurstaðan
var hörmungartap fyrir mann-
kynið. Sýnt var frá leikjunum á You-
Tube og Twitch í fyrrinótt. Eftir tíu
sigra gervigreindarinnar í röð náði
mannkynið þó að snúa taflinu við
í síðasta leiknum þegar Grzegorz
„MaNa“ Komincz vann fyrsta og
eina leik hinna holdlegu. Úrslitin
því tíu sigrar gegn einum.
Áður hafa gervigreindir Deep-
Mind, skákvélin AlphaZero og
AlphaGo sem leikur kínverska
borðspilið Go, rótburstað bestu
Go- og skákmenn heims. Og þótt
StarCraft sé kannski ekki jafnrót-
gróinn leikur í samfélagi mannsins
er áfanginn ekki síður merkilegur.
Samkvæmt greiningu Deep-
Mind er nefnilega mun erfiðara
fyrir gervigreind að vinna þá bestu í
rauntímatölvuleikjum, sérstaklega
Mannkynið rassskellt í Starcraft II
Starcraft II þykir nokkuð flókinn.
MYND/BLIZZARD
Mark Zuckerberg, forstjóri og stofnandi samfélagsmiðla-risans Facebook, hefur
skipað þúsundum starfsmanna að
samræma skilaboðaþjónustu fyrir-
tækisins. Þegar verkefninu er lokið
verður því hægt að senda skilaboð
úr Facebook Messenger á einhvern
sem notar bara Instagram eða úr
WhatsApp á einhvern sem er ein-
ungis á Facebook. Forritin verða
hins vegar enn til og verða ekki sam-
einuð að öðru leyti.
The New York Times greindi frá
málinu í gær og hafði eftir fjórum
starfsmönnum að verkefnið væri
bæði gríðarstórt, eins og starfs-
mannafjöldinn gefur til kynna, og
flókið. Breyta þarf grundvallaratrið-
um í kóða appanna. Þótt verkefnið
sé á byrjunarstigi núna er ætlast til
þess að því verði lokið í lok árs eða í
síðasta lagi í byrjun þess næsta.
Fólk sem hefur óbeit á Facebook,
hvort sem það er vegna þess hversu
miklum tíma er hægt að verja á
miðlinum eða vegna þeirra miklu
persónulegu upplýsinga sem miðill-
inn sankar að sér um notendur, ætti
að gleðjast við þessi tíðindi. Með því
að leyfa manni í raun að hafa áfram-
haldandi aðgang að Mess enger, sem
fjölmargir Íslendingar nýta sér í
stað hefðbundinna SMS-a,
í gegnum hið mun einfald-
ara WhatsApp, ætti að vera
auðveldara að yfirgefa sam-
félagsmiðilinn.
Hin fjölmörgu hneykslis-
mál sem Facebook hefur
vaðið í gegnum undanfarin
misseri hafa orðið til þess
að margir notendur hafa
efasemdir um öryggi sinna
persónulegu upplýsinga.
Tölvuárásir, öryggisgallar
og beiting slíkra upplýsinga
í pólitískum tilgangi vegur
þyngst.
En Zuckerberg vill bregð-
ast við einum þætti vand-
ans, þeim sem snýr að öryggi
persónulegra upplýsinga,
með því að stíga skrefinu
lengra við samræmingu
skilaboðaþjónustanna. Hann hefur,
samkvæmt The New York Times,
ákveðið að innleiða svokallaða dul-
kóðun frá enda til enda (e. end-to-
end encryption) í öll forritin. Þetta
þýðir að lesandi og sendandi eru
þeir einu sem geta lesið skilaboðin.
Eins og stendur eru skilaboð á
WhatsApp þau einu sem
eru dulkóðuð á þennan
hátt að staðaldri. Að auki
er hægt að velja sérstaklega
„Secret Chat“ á Messenger-
appinu til að nýta sér slíkt.
Ef af verður er um verulega
betrumbót á öryggi skila-
boða notenda að ræða.
„Við viljum byggja upp
eins góða skilaboðaþjón-
ustu og við getum. Fólk vill
að skilaboðaþjónusta sé
hröð, einföld, áreiðanleg og
örugg. Við erum að vinna að
því að innleiða dulkóðun
frá enda til enda,“ sagði í til-
kynningu frá tæknirisanum.
Nokkra óánægju eða
jafnvel furðu má þó greina
á meðal starfsmanna Insta-
gram og WhatsApp. Zucker-
berg hafði lofað því við kaupin á
miðlunum tveimur að þeir yrðu
sjálfstæðir. Zuckerberg þykir því
vera að ganga á bak orða sinna.
thorgnyr@frettabladid.is
Skilaboðaþjónustur
verða samræmdar
Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, ætlar að gera notendum WhatsApp,
Facebook Messenger og Instagram kleift að senda skilaboð þvert á miðla. Örugg-
ari dulkóðun verður innleidd. Ákvörðunin sögð umdeild meðal starfsmanna.
Zuckerberg er með miklar áætlanir fyrir árið 2019. NORDICPHOTOS/AFP
í jafnflóknum leik og StarCraft II
er. Tölvan hefur aðgang að minni
hluta upplýsinga um leikinn, þarf
að leika miklum mun fleiri leiki
og munurinn á fjölda mögulegra
leikja er stjarnfræðilegur. Í þokka-
bót er leikurinn í rauntíma en leik-
menn skiptast ekki á að gera, líkt
og í skák.
Lýsendur mega vart vatni halda
yfir snilli gervigreindarinnar. „Þetta
er stórkostleg spilamennska. Svona
góða spilamennsku sjáum við ekki
oft,“ sagði lýsandinn Kevin van der
Kooi.
Að sögn Oriols Vinyals, eins
stjórnenda AlphaStar-verkefnis-
ins, er markmiðið með þessari
vinnu ekki að rústa mannkyn-
inu í tölvuleikjum heldur að þróa
almenna gervigreind sem getur
tekið ákvarðanir til jafns við eða
betur en mannfólkið. „Til þess er
mikilvægt að skoða frammistöðu
gervigreindarinnar í mismunandi
aðstæðum.“ – þea
TÆKNI
2 6 . J A N Ú A R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
2
6
-0
1
-2
0
1
9
0
4
:3
4
F
B
1
2
8
s
_
P
1
2
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
1
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
2
5
-9
2
E
0
2
2
2
5
-9
1
A
4
2
2
2
5
-9
0
6
8
2
2
2
5
-8
F
2
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
1
2
8
s
_
2
5
_
1
_
2
0
1
9
C
M
Y
K