Fréttablaðið - 26.01.2019, Side 20
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Einar Þór Sverrisson FORSTJÓRI: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir ÚTGEFANDI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
RITSTJÓRAR: Kjartan Hreinn Njálssson kjartanh@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is
MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Gunnar
Mín skoðun Sif Sigmarsdóttir
Þeir tala
vissulega
mikið um
iðrun en um
leið eru þeir
stöðugt að
vísa í sekt
annarra.
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
Þess verður ekki sérlega vart að Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins, sem hæst höfðu á Klausturbar iðrist gjörða sinna einlæglega. Þeir tala vissulega mikið um iðrun en um leið eru þeir stöðugt að vísa í sekt annarra.
Þannig átti að þeirra eigin sögn fólska forseta þingsins,
Steingríms J. Sigfússonar, í þeirra garð og annarra
Klaustursmanna, stóran þátt í að þeir ákváðu að hraða
sér aftur á þing í trássi við vilja þjóðarinnar. Þeim
hefur einnig orðið tíðrætt um ólögmæta upptöku á
klámtali þeirra á Klausturbar og gremja þeirra í garð
Báru Halldórsdóttur er augljós. Heift Miðflokksmanna
í hennar garð var reyndar svo mikil að þeir vildu draga
hana fyrir dóm fyrir að hafa hljóðritað samtal þeirra
og gáfu jafnvel í skyn að hún væri handbendi pólit
ískra andstæðinga þeirra. Klaustursþingmennirnir
hafa frá upphafi neitað að horfast í augu við það að
lögmæti eða ólögmæti upptökunnar skiptir þjóðina
engu. Orðin skelfilegu sem þingmennirnir viðhöfðu
skipta öllu. Þingmenn eru kjörnir fulltrúar þjóðar
innar og hætta ekki að vera það á barnum.
Vilji þjóðarinnar skiptir Klaustursþingmenn litlu
máli. Þeir hamra á því að þeir sitji í umboði kjósenda,
jafnvel þótt sá hópur sé afar ósáttur við framkomu
þeirra. Það skiptir máli hvernig þingmaður hegðar sér
á kjörtímabili og þegar hann hefur fyrirgert öllu trausti
þá verður hann að íhuga hvort ekki sé farsælast fyrir
flokk, þing og þjóð að hann víki. Slík hugsun virðist
ekki hafa hvarflað að Bergþóri og Gunnari Braga. Þeir
ætla að sitja sem fastast á þingi og treysta á að í næstu
kosningum sé þjóðin búin að gleyma framferði þeirra.
Báðir þingmenn hafa talað um fyrirgefninguna og
mikilvægi hennar. Bergþór sagði í Kastljósþætti að
fyrirgefning stækki þann sem hana veiti og þann sem
við henni taki. Þetta hljómar ágætlega, en samt er rétt
að staldra við þessi orð og setja þau í samhengi við við
brögð þeirra félaga og annarra Klaustursþingmanna.
Klaustursþingmönnunum hefur einfaldlega reynst
ófært að sýna iðrun í verki. Bergþór og Gunnar Bragi
fóru í frí þar sem þeir voru í felum og létu ekki ná í
sig. Síðan sneru þeir aftur á vinnustaðinn, nánast
eins og ekkert hefði í skorist. Vissulega fóru þeir með
iðrunarorð í fjölmiðlaviðtölum sem þeir mættu í. En
um leið var engin sérstök sannfæring í þeim orðum,
undirliggjandi gremja var afar áberandi. Ef rýnt er í
skýringar þeirra má greina að verst þykir þeim að upp
um þá komst og þeim virðist ómögulegt að sætta sig
við það. Þeir benda síðan í allar áttir, á Steingrím J.
Sigfússon sem á að vera með þá í einelti, á Báru Hall
dórsdóttur sem þeir telja afar forherta og þeim virðist
ómögulegt að fyrirgefa Lilju Alfreðsdóttur fyrir að vilja
ekki fyrirgefa þeim.
Í stað þess að tala eins og þeir eigi rétt á fyrirgefn
ingu og benda í ýmsar áttir ættu þingmennirnir að átta
sig á því að staða þeirra er þannig að þeir eiga ekki að
hafa dagskrárvald í íslensku samfélagi.
Fyrirgefningin
Öldruð kona féll í yfirlið á forsýningu nýs leikrits í Breska þjóðleikhúsinu í síðustu viku. Grófar kynlífssenur og ofbeldi í verkinu fóru fyrir brjóstið á
mörgum í áhorfendasalnum. Hollywood stjarnan Cate
Blanchett sem fer með aðalhlutverk í sýningunni sagði í
viðtali við The Guardian að hún liti svo á að „leikhús ætti
að ögra“.
Auðir veggir
Fyrir nokkrum árum flakkaði ég milli listagallería
Chelsea hverfis í New York í hópi góðra vina. Við fliss
uðum að fáránleika sumra verkanna og skeggræddum
önnur milli þess sem við litum á klukkuna og biðum eftir
að „cocktail hour“ hæfist. Í einu galleríanna blöstu við
okkur auðir veggir. Þegar betur var að gáð kom í ljós að
veggirnir voru ekki auðir. Þeir voru þaktir sæði karl
manna. Listamaðurinn Andreas Slominski hafði auglýst
eftir körlum á Craigslist sem voru reiðubúnir – reðurbún
ir – til að mæta í galleríið og láta af hendi rakna framlag til
verksins. Ekki var talað um annað yfir kokteilunum.
Ritskoðun, púritanismi og tepruskapur
Nýverið voru nektar myndir eftir Gunnlaug Blöndal
fjarlægðar af veggjum Seðlabanka Íslands. Málverkin af
barmgóðum módelum höfðu farið fyrir brjóstið á starfs
mönnum. Athæfið vakti hörð viðbrögð listunnenda
sem sögðu það jafnast á við að brenna bækur. Bandalag
íslenskra listamanna kallaði ákvörðun Seðlabankans
ritskoðun, púritanisma og tepruskap.
Ég verð að viðurkenna að ég var ein þeirra sem stóðu
á öndinni af vandlætingu eftir fyrstu fréttir af ákvörðun
Seðlabankans. Hvílíkur plebbaháttur! En þegar ég
staldraði við og hugsaði málið blasti við mér ískaldur
mergurinn málsins. Mér að óvörum var hann ekki:
Túttur; olía á striga. Kjarnann fann ég þegar ég leit í eigin
barm og sá þar hornstein skoðunar minnar á stóra mál
verkahneykslinu: Minn eigin andlausa menningarhroka.
Júllur annarra kvenna
Fyrir ári bárust fréttir af því að Síldarvinnslan hefði
bannað starfsmönnum að hengja upp dagatöl prýdd
fáklæddum eða nöktum konum. Gunnþór Ingvarsson,
framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, sagði í viðtali að
mikilvægt væri að bregðast við karllægu vinnuumhverfi
í sjávarútvegi og hann vildi „að konum sem vinna hjá
Síldarvinnslunni líði vel“.
Framtakið mæltist vel fyrir. Ekki var minnst einu orði
á bókabrennur og púritanisma.
Þeir sem sjá djúpstæðan mun á því að skreyta veggi
vinnustaðar með annars vegar fáklæddum konum sem
flatmaga munúðarfullar, berar að ofan, í töfraveröld
úr olíu á striga þar sem lögmál fagurfræðinnar trompa
lögmál náttúrunnar og ekki einu sinni þyngdaraflið
bítur á bústna barma og hins vegar fáklæddum konum
í dagatali þar sem sílikon heldur brjóstunum stinnum
eru blindaðir af snobbi. Brjóst eru brjóst. Ef við ákveðum
sem samfélag að þegar kona gengur á fund yfirmanns
síns – hvort sem það er í Seðlabankanum eða Síldar
vinnslunni – með aldalanga hlutgervingu kvenkynsins
á bakinu að henni sé hlíft við því að hafa júllur annarra
kvenna í smettinu á meðan hún reynir að sýna fram á að
hún er meira en bara brjóst er enginn munur á Gunn
laugi Blöndal og Playboy dagatali.
Að halda því fram að það sé staður og stund fyrir list er
ekki ritskoðun. Fáir teldu það heilagan rétt leikhópsins
sem stendur að klámfengnu leiksýningunni í Breska
þjóðleikhúsinu sem varð til þess að leið yfir eldri konu
að ryðjast inn á elliheimilið Grund og herma eftir kynlífi
uns liði yfir alla vistmenn. Ef Breska þjóðleikhúsinu væri
hins vegar bannað að setja upp umrætt leikverk vegna
innihalds þess væri sannarlega um ritskoðun að ræða.
Ef Andreas Slominski mætti í Kringluna með hóp
karlmanna sem tæki að skreyta veggina með brundi er
ólíklegt að sú krafa heyrðist að gestir og gangandi yrðu
einfaldlega að umbera verknaðinn í nafni listræns frelsis.
Líklegra er að hringt yrði á lögregluna. Sæðið tæki sig þó
vafalaust ágætlega út á veggjum Gallerís Foldar. Þar væri
hverjum sem er frjálst að fjárfesta í verkinu, fara með það
heim og smella því á stofuvegginn við hliðina á Gunn
laugi Blöndal eða Playboy dagatali.
Túttur; olía á striga
Innritun fatlaðra nemenda á starfs-
brautir í framhaldsskólum 2019
Innritun fatlaðra nemenda, sem óska eftir skólavist
á starfsbrautum framhaldsskóla, fer fram dagana
1. – 28. febrúar 2019.
Allar leiðbeiningar varðandi innritunarferlið er að finna í
bréfi til nemenda og forráðamanna þeirra sem afhent verða
í grunnskólum landsins. Bréfin og leiðbeiningar má einnig
finna á menntagatt.is.
Listi yfir skóla sem bjóða upp á starfsbrautir er að finna á
menntagatt.is, en upplýsingar um brautirnar sjálfar er að
finna á vefsíðum viðkomandi framhaldsskóla og hjá fors-
varsfólki brautanna.
Nánari upplýsingar um rafræna innritun á starfsbrautir veitir
Guðný Ásta Snorradóttir hjá Menntamálastofnun í síma 514 7500
eða í gegnum tölvupóstinn innritun@mms.is.
2 6 . J A N Ú A R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R18 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN
2
6
-0
1
-2
0
1
9
0
4
:3
4
F
B
1
2
8
s
_
P
1
0
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
1
0
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
2
5
-8
D
F
0
2
2
2
5
-8
C
B
4
2
2
2
5
-8
B
7
8
2
2
2
5
-8
A
3
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
1
2
8
s
_
2
5
_
1
_
2
0
1
9
C
M
Y
K