Fréttablaðið - 26.01.2019, Page 24

Fréttablaðið - 26.01.2019, Page 24
Njarðvík - Tindastóll 75-76 Stigahæstir: Elvar Már Friðriksson 20, Mario Matasovic 15/15 fráköst, Logi Gunnarsson 12, Jeb Ivey 10 - Urald King 25/10 fráköst, Danero Thomas 14, Viðar Ágústsson 10, Pétur Rúnar Birgisson 10, Brynjar Þór Björnsson 8/7 stoðsendingar. Nýjast Domino’s-deild karla HM í handbolta Undanúrslit Danmörk - Frakkland 38-30 Markahæstir: Mikkel Hansen 12/4, Rasmus Lauge 6, Morten Olsen 5, Anders Zacharias- sen 5 - Kentin Mahé 8/2, Melvyn Richardson 6/2, Timothey N’Guessan 4. Þýskaland - Noregur 25-31 Markahæstir: Uwe Gensheimer 7/4, Fabian Bohm 6, Fabian Wiede 5 - Magnus Rod 7, Sander Sagosen 6, Bjarte Myrhol 6. Danmörk og Noregur mætast í úrslitaleik HM á morgun. Bristol City - Bolton 2-1 Arsenal - Man. Utd. 1-3 0-1 Alexis Sánchez (33.), 0-2 Jesse Lingard (33.), 1-2 Pierre-Emerick Aubameyang (43.), 1-3 Anthony Martial (82.). Enska bikarkeppnin Hannes tekur við Selfossi HANDBOLTI Hannes Jón Jónsson tekur við þjálfun karlaliðs Selfoss í handbolta eftir tímabilið. Hann tekur við þjálfarastarfinu af Patreki Jóhannessyni sem fer til Skjern í sumar. Hannes skrifaði undir þriggja ára samning við Selfoss. Auk þess að þjálfa karlaliðið verður hann fram- kvæmdastjóri handboltaakademí- unnar sem er rekin í samstarfi við Fjölbrautaskóla Suðurlands. Hannes var látinn fara frá West Wien fyrr í þessum mánuði en hann hafði stýrt austurríska liðinu frá 2015. Hann lauk ferli sínum sem leikmaður með West Wien. Hannes lék einnig í Danmörku, Noregi og Þýskalandi. Hann lék með Selfossi á árunum 2001-03. – iþs Frá Svíþjóð til Englands FÓTBOLTI Rakel Hönnudóttir er gengin í raðir Reading á Englandi frá Linhamn Bunkeflö 07 í Svíþjóð. Hún lék með liðinu á síðasta tímabili og átti mjög stóran þátt í að LB07 hélt sér í sænsku úrvalsdeildinni. Rakel, sem er þrítug, var úthlutað treyju númer 15 hjá Reading. Hún gæti þreytt frumraun sína með liðinu þegar það mætir Arsenal á morgun. Rakel hefur leikið 94 landsleiki og farið með íslenska landsliðinu á þrjú Evrópumót (2009, 2013 og 2017). Hún varð Íslandsmeistari með Breiðabliki 2015 og bikar- meistari 2013 og 2016. – iþs Hannes Jón verður eftirmaður Pat- reks á Selfossi. NORDICPHOTOS/GETTY Hilmar Snær brosmildur á verðlaunapalli eftir að hafa unnið keppnina í svigi á heimsbikarmóti IPC í Króatíu á dögunum. MYND/ÞÓRÐUR HJÖRLEIFSSON Svigið efst í forgangsröðuninni Hilmar Snær Örvarsson varð á dögunum fyrsti Íslendingurinn til að vinna til gullverðlauna á heimsbikar- móti á skíðum þegar hann bar sigur úr býtum í svigi. Hann fylgdi því eftir með því að lenda í 4. sæti á HM. SKÍÐI Skíðakappinn Hilmar Snær Örvarsson, sem keppir fyrir hönd Víkings,  náði á dögunum merku afreki þegar hann varð fyrsti Íslend- ingurinn til að vinna til gullverðlauna í svigi á heimsbikarmóti IPC í Kró- atíu. Fram að því var eitt besta afrek Íslendings á heimsbikarmóti þegar Kristinn Björnsson lenti í öðru sæti á tveimur mótum árið 1997 og 1998. Frá Króatíu hélt Hilmar til Slóven- íu og tók þátt í HM í alpagreinum þar sem hann lenti í 4. sæti í svigi og 20. sæti í stórsvigi. Þar munaði aðeins 29 sekúndubrotum að Hilm- ar tæki bronsverðlaun í svigi, tæpu ári eftir að  Hilmar Snær var eini fulltrúi Íslendinga á Vetrarólympíu- leikum fatlaðra í PyeongChang, þá aðeins sautján ára. Hilmar Snær sem keppir í flokki aflimaðra, LW2, kom aftur til lands- ins á fimmtudaginn og var mættur á skólabekk strax daginn eftir. Hann stundar nám við Verzlunarskóla Íslands og kunni þeim bestu þakkir fyrir skilning á stöðu hans. „Þeir sýndu því skilning þegar ég óskaði eftir fríi og hafa staðið með mér þótt það hafi oft verið erfitt að byrja að læra þegar ég var úti,“ sagði Hilmar léttur í samtali við Frétta- blaðið. Aðspurður  sagðist hann horfa stoltur til baka. „Maður finnur fyrir ótrúlega miklu stolti og ég horfi ánægður til baka. Ég reyndi að ná upp meiri hraða í seinni ferðinni í Króatíu, var svolítið ákveðnari þar þegar færi gafst á síðasta kafla brautarinnar,“ sagði Hilmar sem var að keppa við bestu aðstæður. „Aðstæðurnar voru frábærar á báðum stöðum og færið gott. Ekki hægt að fá það mikið betra, braut- irnar góðar með smá klaka undir. Þjálfarinn minn, Þórður, var með skíðin mín vel brýnd og  í topp- standi sem gaf mér tækifæri á að halda betur stjórn.“ Líkt og á Vetrarólympíuleik- unum lenti Hilmar í 20. sæti í stór- svigi á HM í Slóveníu en aðspurður segist hann leggja meiri áherslu á að keppa í svigi í framtíðinni. „Ég er nokkuð sáttur með stór- svigið í Slóveníu, ég gat gert aðeins betur og náð 2-3 sætum ofar en ég lenti í vandræðum með lengd braut- arinnar. Hún var talsvert lengri en ég hef átt að venjast,“ sagði Hilmar og hélt áfram: „Svigið er efst í forgangsröðun- inni hjá mér. Ég ræð betur við það og hef meiri áhuga á því til lengri tíma enda tel ég að það henti mér betur. Það eru mun betri aðstæður til að æfa svig á Íslandi en stórsvig og því auðveldara að taka framförum hér á landi. Svo er það skemmti- legra að mínu mati. Ég mun samt halda áfram að æfa stórsvigið, það er öðruvísi tækni sem ég get notið góðs af og get vonandi tekið eitt- hvað úr því í svigið,“ sagði Hilmar sem vann í úthaldi og líkamlegum styrk í sumar. „Stærsti munurinn síðasta árið er hvað ég bætti mig í líkamlegum styrk og úthaldi. Það hjálpaði í þessum mótum eftir að hafa unnið í því síðasta  sumar. Svo vorum við reynslunni ríkari eftir PyeongChang og gátum undirbúið okkur betur,“ sagði Hilmar sem sagði næstu skref óráðin. „Ég er ekki með nein langtíma- markmið eins og er en mun hitta Þórð, þjálfara minn á næstunni og við ræðum næstu skref á ferlinum. Við eigum alveg eftir að ræða það en síðasta ár vekur bara eldmóð hjá manni að ná enn lengra.“ kristinnpall@frettabladid.is Svigið er efst í forgangsröðuninni hjá mér. Ég ræð betur við það og hef meiri áhuga á því. Hilmar Snær Örvarsson HANDBOLTI Danmörk og Noregur mætast í úrslitaleik heimsmeist- aramótsins í handbolta í Herning á morgun. Hvorugt liðið hefur áður unnið HM og því verða nýir heims- meistarar krýndir á morgun. Mikkel Hansen sýndi allar sínar bestu hliðar þegar Danir unnu ríkjandi heimsmeistara Frakka, 38-30, í fyrri undanúrslitaleiknum í gær. Hansen skoraði tólf mörk úr aðeins 15 skotum og gaf sex stoð- sendingar. Hann er langmarka- hæstur á HM með 65 mörk. Danir léku frá- bæran sóknar- leik sem franska vörnin réð ekk- ert við. Þá vörðu frönsku mark- verðirnir, Vin- cent Gerard og Cyril Dum- oulin, aðeins fjög- ur skot samanlagt. Þetta er í fjórða sinn sem Danir leika til úrslita á heimsmeistaramóti. Þeir töpuðu úrslitaleik HM 1967, 2011 og 2013. Í seinni undanúrslitaleiknum vann Noregur sex marka sigur á Þýskalandi, 25-31. Norð- menn komust einnig í úrslit á HM 2017 þar sem þeir töp- uðu fyrir Frökkum. Þetta var fyrsta tap Þjóðverja á HM og heimavöllurinn dugði skammt en báðir undanúrslita- leikirnir fóru fram í Hamborg. Nor- egur hefur unnið átta af níu leikjum sínum á HM í ár. Eina tapið kom gegn Danmörku í riðlakeppninni. Magnus Rod skoraði sjö mörk fyrir Noreg í leiknum í gær og þeir Sander Sagosen og Bjarte Myrhol sín sex mörkin hvor. Uwe Gens- heimer skoraði sjö mörk fyrir Þýskaland sem mætir Frakklandi í bronsleiknum á morgun. – iþs Nýir heimsmeistarar krýndir á morgun Mikkel Hansen skoraði tólf mörk gegn Frökkum. NORDICPHOTOS/GETTY 2 6 . J A N Ú A R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R22 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT 2 6 -0 1 -2 0 1 9 0 4 :3 4 F B 1 2 8 s _ P 1 0 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 1 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 2 5 -B 5 7 0 2 2 2 5 -B 4 3 4 2 2 2 5 -B 2 F 8 2 2 2 5 -B 1 B C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 1 2 8 s _ 2 5 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.