Fréttablaðið - 26.01.2019, Page 30

Fréttablaðið - 26.01.2019, Page 30
Helga Arnardóttir fjölmiðlakona er komin til fundar við blaðamann á kaffihúsi í mið-borginni. Það er bjartur vetrardagur og snjóþungt. Borgin er full af gangandi vegfar- endum, ferðamönnum jafnt sem borgarbúum. „Ef fólk gengur til og frá vinnu þá hefur það fengið góða hreyfingu yfir daginn. Og stundum er sú hreyfing jafnvel nóg til að halda góðri heilsu. Ég fjalla svolítið um þetta og gerði tilraunir á sjálfri mér,“ segir hún. „Ég hef ástríðu fyrir heilsutengdum málefnum og vil koma af stað byltingu,“ segir Helga. Nýir heimildarsjónvarpsþættir hennar, Lifum lengur, voru teknir til sýningar í vikunni hjá Sjónvarpi Símans. Þættirnir fjalla um heilsu út frá vísindalegu sjónarhorni og Helga ræddi við sjötíu sérfræðinga, innlenda og erlenda, um málefni tengd heilsu. „Auðvitað færðist ég aðeins of mikið í fang eins og venju- lega,“ segir hún og segir það reyndar jákvætt því hún eigi til mikið efni sem hún geti nýtt til að fylgja þátt- unum eftir. Hún hafi til dæmis hug á að gera hlaðvarpsþætti og stofna vefsíðu um málaflokkinn. Hrynjum niður eins og flugur „Ég hef eytt ferlinum í að vinna í þágu annarra. Nú er ég að að gera þetta fyrir mig og frelsistilfinningin er góð,“ segir Helga Arnardóttir fjölmiðlakona um að starfa sjálfstætt. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Helga Arnardóttir fjölmiðlakona gerði tilraunir á sjálfri sér við vinnslu nýrra þátta um heilsu og uppskar betri líðan og nánari tengsl við vini og fjölskyldu. „Frelsið við að vinna sjálfstætt er ómetan- legt,“ segir Helga sem vinnur í fyrsta sinn á ferlinum óháð öðrum. „Mörkin á milli vinnu og einka- lífs eru að mást út.“ Lífsstíllinn er sökudólgur Helga hefur starfað á fjölmiðlum á annan áratug og hefur verið mikil- virk í dagskrárgerð. Hún hefur fram- leitt fjölmarga vinsæla sjónvarps- þætti sem snúa að sakamálum. „Það má segja að ég sé núna að fjalla um heilsufarsleg sakamál, þar sem lífs- stíllinn er sökudólgurinn,“ segir hún glettin. „Ég er reyndar búin að ganga með þessa þætti í maganum í mörg ár. Fólk hefur ofboðslega mikinn áhuga á þessum málaflokki, ég fann það þegar ég tók fyrir málefni tengd heilsu í minni vinnu, bæði hjá Stöð 2 og í Kastljósinu. Ég ræddi eitt sinn við breskan hjartalækni, dr. Asheem Malhotra, um hvernig fólk getur haft áhrif á sína hjartaheilsu með bættum venjum og betra mataræði. Stiklan var hálf mínúta, hundrað þúsund manns horfðu á hana og það er enn verið að deila henni. Viðbrögðin láta ekki á sér standa þegar fjallað er um þessi mál,“ segir Helga. „Skilaboðin voru einföld, ef fólk vildi koma í veg fyrir hjarta- og æðasjúkdóma ætti fólk að borða flókin kolvetni, sleppa sykri og borða hreina fæðu. Þegar fjallað er um náttúruhamfarir og glæpi, þá hlustar fólk. Af því að það er að hugsa um eigin velferð og öryggi. Það sama á við um heilsuna,“ segir Helga. „Og fréttir um heilsu og lífsstíl eru ekki lengur svokall- aðar mjúkar fréttir. Þetta eru harðar fréttir,“ segir hún. Þakklát móður sinni Foreldrar Helgu eru Margrét Áka- dóttir og Örn Þorláksson heitinn. „Mamma var meðvituð listakona og ég fékk aldeilis að njóta þess og er alin upp í heilsusamlegum lífsstíl. Ég fékk aldrei kókómjólkurmiða í skólann eða morgunverðarkorn, snakk eða gos. Ég skildi það auð- vitað ekki,“ segir hún. „Mamma var stundum með framandi mat eins og linsubaunalasanja og eitthvað slíkt í matinn. Sumt get ég nú ekki borðað aftur. Ég er nú samt mjög þakklát fyrir þetta í dag því núna vitum við meira um innihald fæðunnar og skaðsemi sykurs sem er að finna í nánast hverri einustu vöru sem þú borðar,“ segir hún. Morgunkornið er varasamt „Ég er að reyna að færa umræðu um heilsu og lífsstíl á hærra plan. Ég ræddi við þekktan heimilislækni í Bretlandi, Dr. Rangan Chatterjee. Hann leggur áherslu á fjórar burðar- stoðir heilsu; svefn, næringu, hreyf- ingu og andlega heilsu. Ef við náum tökum á þessum fjórum þáttum þá getum við komið í veg fyrir eða náð tökum á meirihluta lífsstílssjúk- dóma. Dr. Rangan segir margt svo áhugavert. Hann talar til dæmis um morgunkorn sem hann segir vera eina varasömustu matvöru sem fólk lætur ofan í sig. Og það er rétt, myndir þú til dæmis setja fimm til sex matskeiðar af sykri út í kaffið þitt? Nei, líklega ekki, en fólk borðar jafngildi þess í morgunmat og gefur börnunum sínum þetta líka. Svo er gosdrykkjaneysla gegndarlaus líka. Samt er fólk almennt meðvitað um gígantíska þróun á sykursýki 2 í heiminum. Það eru svo margir sem eru ekki greindir með hana, þetta er alvöru vandamál,“ segir Helga. Þættina framleiddi Helga sjálf með kærasta sínum, Braga Þór Hin- rikssyni kvikmyndaleikstjóra. Fram- leiðslan tók um níu mánuði. „Þetta var auðvitað mikil vinnsla og margir viðmælendur sem við þurftum að hitta. Ekki einu sinni kom upp efnislegur eða listrænn ágreiningur, Bragi er meiri listamaður og ég er svona staðreyndakona enda alin upp í fréttamennsku þar sem þær verða að vera réttar og nákvæmar. Ég fékk stundum að heyra að það þurfi ekki að útskýra allt út í hörgul stundum megi bara leyfa hinu list- ræna að njóta sín eins og fallegum myndskeiðum og öðru. Ég tók þeim rökum alveg eftir smá samtal. En ég held ég hafi aldrei sent frá mér svona vandað og fallegt sjónvarpsefni og það allt á Bragi. Við komumst alveg að því að við erum gott vinnuteymi en það þarf að passa að tala þá ekki um vinnuna rétt fyrir svefninn, og ég þurfti alveg að taka í hnakkadramb- ið á mér þar því ég fæ hlutina á heil- ann í einhvern tiltekinn tíma og tala ekki um annað. Bragi sagði einu sinni við mig: Hvernig er það Helga, hættir þú aldrei að hugsa? Mér fannst það frekar fyndin athuga- semd. Það er stórkostlegt frelsi að vera ekki á vinnustundaklukku. Ég hef eytt ferlinum í að vinna í þágu annarra. Nú er ég að að gera þetta fyrir mig og frelsis tilfinningin er góð,“ segir Helga. Mikið álag í fjölmiðlum Umfjöllun um streitu og kulnun hefur komist í hámæli undanfarið. Í nýlegri umfjöllun Fréttablaðsins um kulnun sagði Alma D. Möller land- læknir vanlíðan og alvarleg veikindi vegna streitu varða almannahag. Þá lýsti Sölvi Tryggvason fjölmiðla- maður fyrr í mánuðinum í viðtali í helgarblaði Fréttablaðsins algjöru niðurbroti og glímu við kvíða í starfi sínu á fréttastofu Stöðvar 2 fyrir rúmum áratug. „Vinnuumhverfi á fjölmiðlum hefur snarversnað eftir hrun. Vinnu- tíminn er úti um allt, sjaldan greitt fyrir yfirvinnu en samt er ætlast til þess að þú ljúkir fréttamálum þótt það taki sólarhringinn. Fyrir hrun fékk ég greidda yfirvinnu. Til dæmis ef það urðu náttúruhamfarir og það þurfti að fara og vera í lengri tíma að vinna fréttir. Þá fékk ég greidda yfirvinnu. Ef maður þurfti að leggja þetta á sig þá fann maður það líka í launaumslaginu. Þetta er ekki lengur svona í okkar stétt, það Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjana@frettabladid.is ÉG ER ÞANNIG AÐ STUNDUM MAGNA ÉG UPP STREITU INNRA MEÐ MÉR SVO AÐ PÚLSINN ER KOMINN UPP Í 120 SLÖG! STREITAN ER MINN HELSTI ÓVINUR. ↣ 2 6 . J A N Ú A R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R28 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 6 -0 1 -2 0 1 9 0 4 :3 4 F B 1 2 8 s _ P 1 1 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 9 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 2 5 -8 9 0 0 2 2 2 5 -8 7 C 4 2 2 2 5 -8 6 8 8 2 2 2 5 -8 5 4 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 1 2 8 s _ 2 5 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.