Fréttablaðið - 26.01.2019, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 26.01.2019, Blaðsíða 34
SANDBLÁSTURSFILMUR Sundaborg 3 104 Reykjavík 777 2700 xprent@xprent.is Ráðgjöf Tilboð Hönnun Uppsetning Forðast gryfju hallærislegheitanna Þrándur Þórarinsson hefur slegið í gegn með mögnuðum málverkum þar sem hann siglir gegn straumnum í bjargfastri trú sinni á olíu á striga. Fréttablaðið ræddi við hann um nektarlist, alls konar gamma og Goya. Þrándur Þórarinsson hefur alltaf farið sínar eigin leiðir í mynd­listinni. Hann lítur á sig sem gamaldags mynd­listarmann og fæst nán­ ast einungis við olíu á striga undir áhrifum gömlu meistaranna og þá fyrst og fremst Francisco Goya. Hann hefur þróað sinn persónu­ lega stíl og saman við olíulitina blandar hann gömlum þjóðsagna­ minnum og dægurmenningu sam­ tímans oft með dökkum og demón­ ískum undirtónum en varpar um leið kómísku ljósi á samtímann. Hann stendur þannig traustum fótum í for­ tíðinni á meðan hann sveiflar pensl­ unum í hringiðu líðandi stundar og töfrar þá oftar en ekki fram hárbeitta samfélagsgagnrýni. Verk Þrándar hafa vakið gríðarlega og verðskuldaða athygli og rokseljast þannig að óhætt er að segja að hann sé ein helsta stjarnan í íslenskum myndlistarheimi um þessar mundir. Þú getur alveg viðurkennt að þú ert orðinn rosalega vinsæll, er það ekki? „Jú, jú, ég get alveg gengist við því,“ segir Þrándur og glottir hógvær þar sem hann situr á vinnustofu sinni fyrir framan verk sem er í vinnslu á stórum striga. Það vakti athygli þegar Frétta­ blaðið.is greindi nýlega frá því að þrátt fyrir miklar vinsældir og að hafa helgað sig eingöngu myndlist­ inni síðustu tíu þykir Þrándur ekki gjaldgengur í Samband íslenskra myndlistarmanna. Fyrst og fremst vegna þess að hann hefur ekki lokið BA­prófi í myndlist. Hann segist ekki kippa sér upp við þetta og tekur höfnuninni síður en svo persónulega. „Mér finnst nú líklegt að þetta hafi bara verið ein­ hverjir svona pappakassar sem hafi ákveðið að ég uppfylli ekki skil­ yrðin,“ segir Þrándur sem hætti á sínum tíma í Listaháskólanum þar sem hann sá ekki fram á að geta lært mikið þar. Er eitthvað til í því að þú hafir verið rekinn úr LHÍ vegna listræns ágrein- ings, ef svo má sega? „Nei, mér var ekki beinlínis sparkað út og hætti bara vegna þess að það sem ég var að gera átti ekki upp á pallborðið þarna. Ég sá það líka sjálfur að ég gæti kannski ekk­ ert lært það sem mig langaði að læra þarna. Vegna þess að það var enginn þarna til þess að kenna mér. Áherslan var mest á hugmyndalist og konseptlistina. Ég veit svo sem ekki alveg hvernig þetta er núna en hugsa að þetta sé svipað og þá og lítil sem engin áhersla lögð á tæknilega málun.“ Þrándur segist alla sína tíð hafa teiknað og litað en á menntaskóla­ árunum hafi hann farið að fikra sig yfir í málverkið. „Ég fæst eiginlega ekki við neitt annað en olíu á striga en hef fiktað eitthvað í þrykki og Þórarinn Þórarinsson thorarinn@frettabladid.is MÉR FINNST NÚ LÍKLEGT AÐ ÞETTA HAFI BARA VERIÐ EINHVERJIR SVONA PAPPAKASSAR SEM HAFI ÁKVEÐIÐ AÐ ÉG UPPFYLLI EKKI SKILYRÐIN. Þrándur undirbýr sýningu sem verður opnuð á Akureyri í febrúar þangað sem hann mun mæta með þessa heiðursmenn en Kolbeinn datt einmitt íða á Akureyri í Dularfullu stjörnunni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK ↣ 2 6 . J A N Ú A R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R32 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 6 -0 1 -2 0 1 9 0 4 :3 4 F B 1 2 8 s _ P 0 9 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 8 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 2 5 -B F 5 0 2 2 2 5 -B E 1 4 2 2 2 5 -B C D 8 2 2 2 5 -B B 9 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 2 8 s _ 2 5 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.