Fréttablaðið - 26.01.2019, Page 62
Sérfræðingur
í fjármáladeild
kopavogur.is
Helstu verkefni:
• Vinnur að gerð fjárhagsáætlunar o.fl. því
tengdu.
• Umsjón með eigna- og verkbókhaldskerfi
bæjarins.
• Undirbýr og vinnur uppgjör og
afstemmingar skv. reglum innra eftirlits.
• Vinnur að uppstillingu ársreiknings.
• Veitir ráðgjöf varðandi bókhalds- og
uppgjörsmál.
• Vinnur við almennt rekstrareftirlit með
stofnunum bæjarins.
• Tekur saman fjárhagsupplýsingar og
miðlar þeim áfram.
Laust er til umsóknar starf sérfræðings í fjármáladeild Kópavogsbæjar. Allt bókhald
fyrir bæinn er unnið í deildinni ásamt fjárhagslegri greiningu, áætlunum, ársuppgjöri
og árshlutauppgjöri. Fjármáladeild sér einnig um innheimtu á kröfum bæjarins,
fjármögnun hans og fjárstýringu.
Umsóknarfrestur er til og með 10. febrúar 2019.
Nánari upplýsingar um starfið veitir fjármálastjóri, Ingólfur Arnarson,
ingolfura@kopavogur.is, s. 899 9500.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags innan BHM.
Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Viðskiptafræðingur af fjármála- eða
endurskoðunarsviði.
• Þekking á starfsemi sveitarfélaga
kostur.
• Þekking á opinberum rekstri kostur.
• Góð þekking í Navision
• Góð samskipta- og samstarfshæfni.
• Framúrskarandi Excel kunnátta.
• Góð íslenskukunnátta og hæfni í ræðu
og riti.
• Sjálfstæði og frumkvæði í starfi.
Markaðs- og
viðburðastjóri
Þróttar.
Knattspyrnufélagið Þróttur leitar eftir markaðs- og viðburða-
stjóra til starfa fyrir félagið í fullu starfi. Í því felst m.a. stjórnun
viðburða, verkstjórn í markaðs- og kynningarmálum, umsjón
með fjáröflun, samskipti við styrktarfyrirtæki og störf fyrir deildir
félagsins auk annarra verkefna samkvæmt samningi.
Viðkomandi þarf að hafa menntun sem nýtist í starfi, haldgóða
reynslu af sölu og markaðsmálum, ódrepandi trú á viðfangs-
efninu og mikinn áhuga á íþróttum og öllu sem þeim tengist.
Markaðs- og sölumál eru vaxandi hluti af starfsemi íþrótta-
félaga og mikilvægt að þeim sé sinnt á skapandi hátt þar sem
hagsmunir starfsmannsins og félagsins fara saman við tekju-
öflun. Því leitum við að hugmyndaríkri manneskju sem býr yfir
frumkvæði og getur starfað sjálfstætt en á um leið auðvelt með
að vinna í hópi.
Knattspyrnufélagið Þróttur, sem fagnar á þessu ári 70 ára
afmæli sínu, er staðsett á besta stað í Reykjavík, í miðju
Laugardalsins. Í félaginu er alltaf líf og fjör og tækifærin
mýmörg. Fjölgað hefur verulega í félaginu síðustu misserin
og framundan eru miklar breytingar og uppbygging á
félagssvæðinu m.a. vegna þéttingar byggðar í nágrenni
Laugardalsins.
Umsóknum skal skilað fyrir 30. janúar til Ótthars Edvardssonar
framkvæmdastjóra Þróttar á netfangið, otthar@trottur.is.
Hann veitir jafnframt nánari upplýsingar.
Vegagerðin leitar að nýjum öflugum liðsmanni á gæðadeild. Starfið felst fyrst og fremst í skipulagningu, umsjón og
framkvæmd gæðaeftirlits á þjónustu þjóðvega á landsvísu, auk úrvinnslu, framsetningar og kynningar á niðurstöðum þess.
Gæðadeild ber ábyrgð á uppbyggingu og rekstri gæða-, umhverfis og öryggisstjórnunarkerfis stofnunarinnar. Eftirfylgni með
að kröfum um ástand vega og að skráðu verklagi sé fylgt er því veigamikill þáttur í starfsemi deildarinnar.
Vegagerðin er landfræðilega dreifð stofnun með um tuttugu starfsstöðvar og starfsmenn einstakra deilda því staðsettir víðs
vegar um landið. Því getur nýr starfsmaður haft búsetu hvar sem er á landinu þar sem starfsstöð er fyrir.
Menntunar- og hæfniskröfur
• Háskólamenntun á sviði raungreina eða önnur sambærileg
menntun sem nýtist í starfi.
• Mjög góð þekking á upplýsingatækni.
• Góð þekking og reynsla við úrvinnslu tölfræðigagna,
framsetningu þeirra og skýrslugerð.
• Sjálfstæð, nákvæm og öguð vinnubrögð.
• Frumkvæði og hæfni til að vinna sjálfstætt sem og í hóp.
• Framúrskarandi samskiptafærni.
• Góð kunnátta í talaðri og ritaðri íslensku og ensku, kunnátta
í norðurlandatungumáli æskileg.
Vegagerðin er eftirsóknarverður vinnustaður sem hentar jafnt báðum kynjum.
Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi ríkisins og viðkomandi stéttarfélags og
umsóknarfrestur er til og með 11. febrúar 2019.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Ásrún Rudolfsdóttir, forstöðumaður gæðadeildar í
síma 522 1000.
Umsókn skal fylgja ítarleg ferilskrá og kynningarbréf þar sem fram kemur rökstuðningur
um hæfi til að gegna umræddu starfi. Umsóknir berist Vegagerðinni á netfangið
starf@vegagerdin.is.
Tekið skal fram að umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.
Starfsmaður
á gæðadeild
Ábyrgð og verkefni
• Skipulagning, umsjón og framkvæmd gæðaúttekta
á ástandi þjóðvega.
• Umsjón og þátttaka í úttektum á vinnusvæða-
merkingum.
• Undirbúningur og úrvinnsla gagna, framsetning
og kynning á niðurstöðum gæðaúttekta.
• Þátttaka í innri úttektum á gæða-, umhverfis-
og öryggisstjórnunarkerfi Vegagerðarinnar.
• Ritstjórn og útgáfa á niðurstöðum gæðaúttekta.
Ástjarnarkirkja
Kirkjuvörður
Sóknarnefnd Ástjarnarsóknar auglýsir
eftir kirkjuverði við Ástjarnarkirkju í a.m.k
70% starf. Um er að ræða krefjandi,
skemmtilegt og metnaðarfullt framtíðarstarf.
Í starfinu felst m.a. dagleg umsjón með húsnæði sóknarinnar,
umsjón með viðburðum og innkaup. Sömuleiðis aðstoð við
helgihald og safnaðarstarf, létt viðhaldsvinna, ræsting og
þrif. Og önnur tilfallandi verkefni í samstarfi við presta og
sóknarnefnd.
Kirkjuvörður þarf að hafa góða almenna menntun, ásamt
tölvukunnáttu. Sérstök áhersla er lögð á færni í mannlegum
samskiptum, lipurð og sveigjanleika ásamt að búa yfir ríkri
þjónustulund. Hæfniskröfur eru stundvísi, sjálfstæð vinnu-
brögð og skipulagshæfni, áhersla er lögð á trúmennsku
í starfi og metnað til þess að takast á við mismunandi
verkefni.
Óskað er eftir því að umsækjendur geri skriflega grein
fyrir menntun, starfsferli, starfsreynslu og hverju öðru sem
þeir telja að muni nýtast í starfi. Umsækjendur skulu hafa
óflekkað mannorð og vera tilbúnir að veita samþykki fyrir
öflun upplýsinga úr sakaskrá í samræmi við siðareglur
þjóðkirkjunnar.
Starfið hentar ekki síður konum en körlum.
Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Umsóknarfrestur er til 5. febrúar 2019
Umsókn sendist til:
Kjartan Jónsson sóknarprestur
kjartan.jonsson@kirkjan.is
sem veitir upplýsingar um starfið.
Afgreiðslustarf
Lítið þjónustufyrirtæki óskar eftir að ráða starfsmann til
léttra afgreiðslu- og skrifstofustarfa. Um er að ræða 60-80%
starf fyrir einstakling sem er vel skipulagður, úrræðagóður
og með ríka þjónustulund. Vinnutíminn er frá kl. 9-16.
Umsóknir óskast sendar á
thjonusta@thmb.is fyrir 15. febrúar.
Þjónustumiðstöð bókasafna
2
6
-0
1
-2
0
1
9
0
4
:3
4
F
B
1
2
8
s
_
P
0
7
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
6
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
5
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
6
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
2
5
-D
8
0
0
2
2
2
5
-D
6
C
4
2
2
2
5
-D
5
8
8
2
2
2
5
-D
4
4
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
1
2
8
s
_
2
5
_
1
_
2
0
1
9
C
M
Y
K