Fréttablaðið - 26.01.2019, Qupperneq 86
Tvíbakaðar kartöflur eru girnilegar
og góðar með hvers konar kjöti.
Vantar þig góða hugmynd að kartöflum með helgarsteik-inni? Hvað með að prófa
tvíbakaðar kartöflur?
Í þessa uppskrift eru notaðar
bökunarkartöflur og þær þarf að
baka í eina og hálfa klukkustund
áður en þær eru útbúnar.
Þegar þær hafa kólnað aðeins
eru þær skornar til helminga og
innihaldið tekið úr þeim og sett
í skál. Því er blandað saman við
smjör, mjólk, rjóma, ost og gras-
lauk.
Kartöflumúsin er síðan sett í
hýðið aftur og inn í ofn í 20-30
mínútur. Tvíbakaðar kartöflur eru
góðar með öllu kjöti.
3 bökunarkartöflur
50 g smjör
Mjólk
2 msk. rjómi
100 g rifinn ostur
1 msk. smátt skorinn graslaukur
Salt og pipar
Hitið ofninn í 200°C. Bakið kartöfl-
urnar þar til þær eru alveg mjúkar.
Þegar þær hafa verið fylltar með
kartöflumúsinni eru þær aftur
bakaðar í 20-30 mínútur eða þar til
þær fá fallegan lit.
Tvíbakaðar kartöflur
Fjöllin kalla á frelsi, fjör og leikgleði.
MYND/ERNIR
Nú er frost á Fróni, frýs í æðum blóð, en ekki ef fólk dúðar sig vel. Þá er sannarlega hægt
að njóta þess að leika sér í fannfergi
nýársins og bjartviðrinu sem spáð
er um helgina. Allt er fullt af snjó og
hægt að hnoða í stæðilegan snjókarl
eða hlaða snjóhús til að maula í
snúða og súpa á kókómjólk að verki
loknu. Skíðasvæðin lokka og laða að
skíða- og brettafólk með nýföllnum
snæ og dýrindis skíðafæri auk þess
sem ferskt fjallaloft kætir sálartetrið
og gefur hraustlegt útlit.
Á vefsíðunni skidasvaedi.is er
hægt að skrá sig í skíða- og bretta-
skóla Bláfjalla og kaupa miða í
lyfturnar á nýjum miðasöluvef, sem
losar skíðafólk við biðraðir í miða-
sölu skíðasvæðisins. Einnig er hægt
að fylla á skíðapassann og kaupa
dagskort í Bláfjallaskála og í N1 í
Ártúnsbrekku, Stórahjalla í Kópa-
vogi, Lækjargötu í Hafnarfirði og í
Mosfellsbæ.
Áður en haldið er til fjalla er þó
alltaf gott að taka stöðu á veðri og
opnun á hverjum stað. Upplýsingar
eru settar inn að morgni á skida-
svaedi.is og Facebook-síðunni:
Skíðasvæðin – Bláfjöll & Skálafell.
Snjókarlar og
skíðafjör
Fallegur stari sem bíður eftir góðum
bita. MYND/ALEX MÁNI
Árleg garðfuglahelgi Fugla-verndar verður dagana 25. til 28. janúar. Lítið mál er
fyrir alla að taka þátt en það eina
sem þarf að gera er að fylgjast með
garði í einn klukkutíma einhvern
þessara daga en þátttakendur velja
sjálfir hvaða dag þeir velja.
Athugendur skrá hjá sér hvaða
fuglar koma í garðinn, og þá er
miðað við mesta fjölda af hverri
tegund á meðan athugunin
stendur yfir. Talningin miðar við
þá fugla sem eru í garðinum en
ekki þá sem fljúga yfir.
Að lokinni athugun skal skrá
niðurstöður rafrænt á vef Fugla-
verndar www.fuglavernd.is
Gaman er að lokka fugla í garða
með ýmsu góðgæti. Misjafnt er
hvaða fóður hentar hverri fuglateg-
und. Epli eru vinsæl hjá mörgum
fuglum og auðvelt að koma þeim
fyrir með því að skera þau í tvennt
eða stinga kjarnann úr þeim og
festa á trjágrein.
Nánari upplýsingar um garð-
fugla og fóðrun þeirra er hægt að
finna á vef Fuglaverndar. Þar má
einnig finna nánari upplýsingar
um garðfuglahelgina og fram-
kvæmd hennar. www.fuglavernd.
is .
Teljum
garðfugla
um helgina
Frábær hóptilboð
Sjáðu öll tilboðin okkar á
www.kinahofid.is
Opið alla daga
vikunnar frá
kl. 11:00 - 22:00
Kínahofið veitingahús l Nýbýlavegi 20 l 200 Kópavogi
www.kinahofid.is l Sími 554 5022
TILBOÐ
4 réttir + súpa dagsins
aðeins 1.790 kr.*
NAUTAKJÖT Í OSTRUSÓSU
KJÚKLINGUR Í KARRÝSÓSU
DJÚPSTEIKTAR RÆKJUR MEÐ SÚR/SÆTRI SÓSU
NÚÐLUR MEÐ GRÆNMETI
*tekið með heim – 2.100 kr. ef borðað er á staðnum.
10 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 6 . JA N ÚA R 2 0 1 9 L AU G A R DAG U R
2
6
-0
1
-2
0
1
9
0
4
:3
4
F
B
1
2
8
s
_
P
0
9
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
8
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
2
2
5
-E
6
D
0
2
2
2
5
-E
5
9
4
2
2
2
5
-E
4
5
8
2
2
2
5
-E
3
1
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
1
2
8
s
_
2
5
_
1
_
2
0
1
9
C
M
Y
K