Mosfellingur - 30.01.2014, Qupperneq 14
- Fréttir úr Mosfellsbæ14
Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar
auglýsir eftir umsóknum um fjárframlög
til lista- og menningarstarfsemi 2014
VirÐing jákVæÐni framsækni umhyggja
Umsóknareyðublað er að finna á heimasíðu bæjarins
auk reglna um úthlutunina.
Umsækjendur geta verið einstaklingar, fyrirtæki, félagasamtök
eða stofnanir, innan sem utan Mosfellsbæjar.
Fjárframlög til lista og menningarmála eru af tvennum toga:
• Fjárframlög til almennrar listastarfsemi
• Fjárframlög vegna viðburða eða verkefna
Umsóknum skal skilað í síðasta lagi þann 1. mars 2014 á bæjar-
skrifstofu Mosfellsbæjar í samræmi við reglur og leiðbeiningar
sem fylgja umsóknareyðublöðum, sem hægt er að nálgast á
heimasíðu Mosfellsbæjar. Umsóknum ber að skila rafrænt á net-
fangið: mos@mos.is eða beint í gegnum heimasíðu Mosfellsbæjar.
Nefndin áskilur sér rétt til að samþykkja eða hafna umsókn
umsækjanda að hluta eða alfarið, ef ekki er færi á öðru að mati
nefndar. Afgreiðsla nefndarinnar er trúnaðarmál.
Niðurstöður menningarmálanefndar Mosfells-
bæjar munu liggja fyrir eigi síðar en 10. apríl
2014 og eru háðar samþykki bæjarstjórnar.
Menningarmálanefnd auglýsir eftir aðilum sem óska eftir fjárframlögum frá nefndinni
vegna listviðburða og menningarmála árið 2014. Hér undir falla áður árviss fjárfram-
lög til margvíslegrar menningarstarfsemi í bænum, auk nýrra.
Í kvöld, fimmtudagskvöldið 30. janúar,
verður Laxnesskvöld Kirkjukórs Lágafells-
sóknar í Lágafellskirkju kl. 20:00.
Jón Magnús Jónsson frá Reykjum, Arn-
þrúður Ösp Karlsdóttir og Særún Harðar-
dóttir syngja mörg af ástsælustu ljóðum
skáldsins við lög ýmissa tónskálda ásamt
Kirkjukór Lágafellssóknar undir stjórn Arn-
hildar Valgarðsdóttur organista. Brynhildur
Ásgeirsdóttir leikur á þverflautu. Félagar úr
kirkjukórnum lesa valda kafla úr Heims-
ljósi. Óvæntur gjörningur í lok kvöldsins.
Aðgangur ókeypis.
Kjölur og Bakkakot verði Golfklúbbur Mosfellsbæjar
Stefnt að sameiningu
golfklúbbanna tveggja
Á dögunum var skrifað undir viljayfirlýs-
ingu um sameiningu golfklúbbanna í Mos-
fellsbæ, Kjalar og Bakkakots, í nýjan klúbb
undir nafninu Golfklúbbur Mosfellsbæjar.
Formenn klúbbanna, fyrir hönd stjórna
þeirra, ásamt Haraldi Sverrissyni bæjar-
stjóra, undirrituðu viljayfirlýsinguna þar
sem stefnt er að sameiningarviðræðum
á árinu 2014. Nýr klúbbur mun halda úti
tveimur vallarsvæðum og halda þeim við
með sambærilegum hætti og verið hefur.
Bæjarfélagið mun gera samning við Golf-
klúbb Mosfellsbæjar um uppbyggingu á
golfvallarsvæðum klúbbsins í bæði Mos-
fellsdal og Mosfellsbæ og mun sú uppbygg-
ing hefjast á árinu 2014.
Verði sameining golfklúbbanna samþykkt
á aðalfundum félaganna munu stjórnir
þeirra ásamt Mosfellsbæ ganga frá form-
legu þríhliða samkomulagi um sameiningu
klúbbanna og stuðningi bæjarfélagsins við
hinn sameinaða klúbb.
Á myndinni eru Guðjón Karl Þórisson,
formaður Kjalar, Harald-
ur Sverrisson, bæjar-
stjóri og Gunnar
Ingi Björnsson,
formaður Golf-
klúbbs Bakka-
kots.
Laxnesskvöld Kirkjukórs Lágafellssóknar í Lágafellskirkju
Saungskemmtun í kvöld
Þórgunnur Guðgeirsdóttir
(Hogga) hefur opnað
yogastúdíó í Kjarnanum (við
hliðina á dýralækninum).
„Ég er búin að iðka yoga
síðan 1996. Fór á námskeið
hjá Yogi Shanti Desai sem er
indverskur gúrú, segir Hogga
sem er útkrifuð jógakennari
frá Jógastúdíó og Guðjóni
Bergmann. „Ég býð upp á
námskeið, opna tíma, einka-
kennslu o.fl. í power-, hatha-
og core vinyasa yoga. Verð
svo með meira skemmtilegt
eftir því sem fram líða stundir.
Allir fá að sjálfsögðu ókeypis
prufutíma,“ segir Hogga.
Nánari upplýsingar á
Facebook „Yoga hjá Hoggu“
og í síma 845-9280.
Opnar yogastúdíó
í Kjarnanum