Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2018, Qupperneq 18
18 SPORT 14. desember 2018
Smiðjuvegur 4C - 202 Kópavogur - S 587 2202
Ryðga ekki
Brotna ekki
HAGBLIKK
Álþakrennur & niðurföll
Litir á lager:
Svart, hvítt, ólitað, rautt, silvurgrátt og dökkgrátt
Gylfi er besti knattspyrnu-
maður Íslands árið 2018
Árið er senn á enda og hefur verður viðburðaríkt fyrir íslenska knattspyrnumenn
og Gylfi Þór Sigurðsson er í sérflokki að mati þjóðarinnar. Álitsgjafar DV settu
saman fimm manna lista yfir bestu knattspyrnumenn Íslands árið 2018 og
lesendur fengu svo að kjósa. Rúmlega 1.200 Íslendingar tóku þátt í könnuninni
og fékk Gylfi meira en helming allra atkvæða. Jafnt var á meðal þeirra sem eru í
öðru og þriðja sæti á listanum.
Lesendur DV voru í miklum meirihluta sam
mála um að Gylfi væri langbesti knattspyrn
umaður Íslands árið 2018. Gylfi hefur verið í
mögnuðu formi á seinni hluta ársins, hann
hefur verið besti leikmaður Everton á síðustu
mánuðum, liðið hefur spilað vel og þar hefur
Gylfi notið sín, eins og hann gerir svo vel. Gylfi
skoraði annað af tveimur mörkum Íslands á
HM í Rússlandi en markið kom í naumu tapi
gegn Króatíu. Gylfi var að glíma við meiðsli í
aðdraganda mótsins en náði sér og sýndi fína
takta. Gylfi hefur verið besti knattspyrnu
maður Íslands í mörg ár og ekkert virðist geta
komið í veg fyrir að svo verði í nokkur ár til
viðbótar.
Alfreð hefur náð að gera magnaða hluti á árinu miðað við öll þau áföll sem dunið hafa
á honum, en endalaus meiðsli hafa hrjáð þennan öfluga leikmann. Framherjinn hefur
aðeins náð að taka þátt í þrettán leikjum með Augsburg í þýsku úrvalsdeildinni, hann
meiddist í upphafi árs og missti að mestu af seinni hluta tímabilsins. Hann náði heilsu
fyrir heimsmeistaramótið þar sem hann skoraði sögufrægt mark, fyrsta mark Íslands á
HM gegn Argentínu. Alfreð glímdi aftur við meiðsli eftir mótið en náði bata, hann hefur
síðan þá skorað sjö mörk í sjö leikjum með Augsburg í deild þeirra bestu í Þýskalandi.
Alfreð lék sjö landsleiki á þessu ári og skoraði í þeim fjögur mörk.
Besti leikmaður Burnley árið 2018, Jóhann
Berg Guðmundsson, hefur átt góðu gengi að
fagna á árinu. Hann var á flugi með Burnley
fyrri hluta árs þegar liðið náði frábærum
árangri, endaði í sjöunda sæti ensku úrvals
deildarinnar og sótti Evrópusæti. Jóhann
hefur á síðustu árum stimplað sig inn sem
einn allra besti leikmaður landsliðsins og átti
fína spretti með landsliðinu á árinu þrátt fyrir
slakt gengi. Á nýrri leiktíð með Burnley hefur
Jóhann náð að sýna góða takta þrátt fyrir
dapurt gegn liðsins sem nú berst nú fyrir lífi
sínu í ensku úrvalsdeildinni, en Jóhann gerði
nýjan samning við félagið í sumar.
Ef eingöngu frammistaða með íslenska landsliðinu væri skoðuð, þá væri Kári líklega
efstur á svona lista. Honum virðist takast það ár eftir ár að koma íslensku knattspyrnu
áhugafólki á óvart. Kári var mjög góður með landsliðinu í ár og mikilvægi hans kemur
í ljós, leik eftir leik. Kári lék með Aberdeen fyrri hluta ársins, hann ætlaði svo að koma
heim í Pepsideildina með Víkingi. Góð frammistaða hans á HM tryggði honum hins
vegar samning í Tyrklandi. Kári leikur nú með Gençlerbirligi og hefur staðið sig vel þegar
hann hefur spilað. Kári er 36 ára en allt stefnir í að hann verði áfram lykilmaður í lands
liðinu á næsta ári.
Fyrirliði landsliðsins hefur átt sveiflukennt ár, meiðsli hafa hrjáð hann en framlag Arons
Einar, þegar hann er heill heilsu, er hreint ótrúlegt. Frammistaða hans með Cardiff á síð
ustu leiktíð var frábær, hann átti stóran þátt í að koma liðinu upp í ensku úrvalsdeildina.
Hann lagði allt í sölurnar til að geta tekið þátt í Heimsmeistaramótinu í Rússlandi, hann
glímdi við alvarleg meiðsli en setti ferilinn að einhverju leyti í hættu með því að spila. Þar
tókst Aroni að komast vel frá sínu og hefur nú náð sér af meiðslum og snúið til baka með
Cardiff í ensku úrvalsdeildinni. Gengi Cardiff hefur heldur betur breyst með endurkomu
Arons, liðið sem virtist svo gott sem fallið úr deildinni eftir nokkra leiki er komið í fín mál
eftir að fyrirliði Íslands sneri aftur.
1 sæti:
Gylfi Þór Sigurðsson
– 52 prósent
2–3 sæti:
Alfreð Finnbogason
– 16 prósent
2–3 sæti:
Jóhann Berg Guðmundsson
– 16 prósent
4 sæti:
Kári Árnason
– 10 prósent
5 sæti:
Aron Einar
Gunnarsson
– 6 prósent
Hörður Snævar Jónsson
hoddi@433.is