Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2018, Page 28
28 FÓLK - VIÐTAL 14. desember 2018
MANITOU MLT 625-75 H
Nett
fjölnotatæki
Pétur O. Nikulásson ehf. • Melabraut 23, Hafnarfjörður • Símar: 552 2650 / 552 0110 • pon@pon.is
6.800.000 kr. + VSK
ef þú finnur eitthvað sem tengir
þig við jörðina og þig, þá geturðu
gert í rauninni hvað sem er. Þú get
ur farið hvert sem er, bæði langt og
stutt,“ segir hún og bætir við að
þetta komi líka eðlishvötinni við.
Hera segir gott viðmið vera tilfinn
inguna sem hún finnur fyrir í mag
anum, sem hún telur halda sér á
réttri braut.
„Þetta þýðir líka fyrir mér, að
maður leyfir sér að stökkva fram
af bjarginu af því að maður veit að
maður er með reipi fast við jörðina.
Eða jafnvel þótt þú sért ekki með
eitthvað áþreifanlegt eins og reipið
þá yfirleitt grípur þig eitthvað, svo
lengi sem þú ert tengdur við þessa
eðlishvöt. Stundum er ekki neitt til
að grípa þig og það er yfirleitt allt
í góðu. Í versta falli meiðir þú þig
bara smávegis. Þér batnar og svo
heldurðu áfram sterkari. Við þurf
um að leyfa okkur að taka séns á
því sem hræðir okkur. Þannig hef
ur þetta virkað í mínu tilfelli.“
Öllu tjaldað til
Talið er að framleiðslukostnaður
Mortal Engines hafi verið í kring
um 100 milljónir dala eða um tólf
milljarðar íslenskra króna. Þar
með er ekki talinn markaðskostn
aður og vilja sérfræðingar í faginu
meina að myndin þurfi að hala inn
hátt í 300 milljónir dala á heims
vísu til að standa undir kostnaði
og þá fyrst getur möguleiki fyrir
framhald opnast. Þetta skýrist að
einhverju leyti þegar aðsóknar
tölur fyrstu sýningarhelgarinnar
verða opinberar.
Hera segir að í framleiðslu
myndarinnar hafi verið notast við
blá og græn tjöld í meira mæli en
hún hefur áður upplifað. Það er
gert til þess að hægt sé að setja
inn bakgrunn í eftirvinnslu eða
stækka sviðsmyndir með tölvu
brellum. Hera segir þó tjöldin ekki
hafa mikil áhrif á nálgun hennar
gagnvart hlutverkinu. Að hennar
sögn voru sviðsmyndirnar ævin
týri líkastar.
Við vinnslu myndarinnar voru
yfir 120 leikmyndir sem voru „gjör
samlega gígantískar að stærð“ að
sögn Heru. „Við byggðum mestallt
af jörðinni og klettunum í „The
Wastelands“ sem við erum á í
byrjun myndarinnar, allt sem við
sjáum í London var byggt, lestar
stöðvarnar, götur, safnið, St. Paul’s,
í raun allt nema London sjálf séð í
heild sinni, sem var bæði módel
vinna og tækniteikningar.“
Langir dagar og dýrmætur lúr
Þegar spurningin kemur upp um
hvernig hefðbundinn vinnudagur
lýsir sér í fagi Heru segir hún það
misjafnt og fara eftir umfangi
myndanna. „Yfirleitt er týpískur
dagur, sama að hverju ég er að
vinna, þannig að ég vakna í kring
um þrjú eða hálf fjögur að nóttu til
og keyri beint á tökustað. Ferðin
getur tekið allt frá korteri upp í
tvo tíma, eftir því hvar við erum
stödd. Síðan tekur við þriggja tíma
förðun en það fer allt eftir umfangi
og hvaða tímabili maður á að til
heyra,“ segir hún.
„Það tekur yfirleitt nokkra tíma
að taka upp senur þar sem alls
konar vinklar þurfa yfirleitt að vera
teknir upp, víð skot frá nokkrum
sjónarhornum, og nærmyndir af
öllu sem skiptir máli. Þetta gengur
svona fyrir sig allan daginn. Stund
um er hádegishlé en stundum
höldum við bara áfram og borðum
þegar við getum inni á milli, mér
finnst það yfirleitt þægilegra, að
klára fyrr, nema maður sé svo rosa
lega þreyttur að hádegishléið bjóði
upp á lúr í hjólhýsinu,“ segir hún.
„Síðan keyrum við heim, von
andi ekki of lengi. Snarl heima,
hringja í sína nánustu ef það er
í boði vegna tímamismunar til
dæmis, bað eða sturta og svo fara
yfir línur næsta dags og undirbúa
hvað maður ætlar að gera. Síðan,
vonandi, að ná einhverjum al
mennilegum svefni, sem oft er
erfitt þar sem það tekur sinn tíma
að slökkva á höfðinu eftir annríki
dagsins.“
Hera segir lykilþátt í þeirri list
að eltast við drauminn liggja í því
að gefa sig ekki fram af hálfum
hug. „Það skiptir öllu að leggja
vinnu í það sem þú vilt að blómstri
og vera tengdur við augnablikið.
Þú þarft líka að sjá hvað er í alvör
unni í gangi, til þess að þú missir
ekki af því. Þá áttu á hættu að vera
að bíða eftir einhverju öðru sem
lifir bara í höfðinu á þér.“ n
Hera í Eiðinum ásamt Gísla Erni Garðarssyni
„Ég vildi skilja hvernig
það er að lifa án mann-
legra samskipta