Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2018, Page 55

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2018, Page 55
FÓLK - VIÐTAL 5514. desember 2018 „Ég þekki einn sem getur ekki lengur talað um stjórnmál við föður sinn af því að hann kaus með Brexit hátt. Að litlu hlutirnir, sem sleppt er í kennslubókunum, skipti máli og sýni hvernig lífið var fyrir almenn- ing. „Til dæmis fyrsta bíóið sem tók til starfa árið 1906. Fyrsta myndin sem þar var sýnd var úr jarðarför Krist- jáns IX. konungs. Mér fannst þetta fyndið og tel að krakkar í dag myndu aldrei sætta sig við það val.“ Skrifar fyrir ungmenni Sif starfaði sem blaðamaður hjá Morgunblaðinu um tíma. Árin 2006 og 2007 vakti hún athygli fyrir bækurnar um dramadrottninguna Emblu Þorvarðardóttur. Árið 2013 gaf hún út fyrstu bókina í þríleikn- um Freyju sögu og þá næstu árið eft- ir. Allt eru þetta bækur sem stílaðar eru inn á unglinga og ungt fólk. Sjálf flutti Sif út til Bretlands til að læra barnabókmenntir. „Ég fékk mikinn áhuga á svoköll- uðum YA (young adults) bókmennt- um sem voru þá nýjar af nálinni. Bókmenntir fyrir eldri unglinga og ungt fólk upp í 25 ára aldur. Þarna undir eru til dæmis Hungurleikarn- ir og Gyllti kompásinn eftir Philip Pullman. Þessar bækur eru gjarnan gefnar út með mismunandi kápu til að höfða fólks á mismunandi aldri.“ Fólk skiptir ekki um stjórnmálaskoðun Sif er einna þekktust fyrir pistla um þjóðfélagsmál sem hún hefur skrifað um margra ára skeið. Þeir fyrstu birt- ust í viðskiptablaði Morgunblaðsins í kringum 2003. Síðar fór hún að ein- beita sér meira að stjórnmálum og hefur hún skrifað bæði fyrir Frétta- blaðið og RÚV. „Ég skrifa þetta fyrst og fremst til að skemmta sjálfri mér. Vonandi næ ég að skemmta einhverjum öðr- um annað slagið í leiðinni. Ég skrifa ekki til þess að reyna að fá fólk til að skipta um skoðun á neinu. Það er ekki hægt.“ Sif vísar þá í bandaríska tauga- lækningarannsókn sem hún kynnti sér fyrir nokkru. „Fólk skiptir ekki um skoðun í líf- inu, sérstaklega ekki þegar kemur að stjórnmálum. Þegar fólki voru sýnd- ar sannanir sem sýndu fram á að það sem það hélt fram væri rangt, skipti það samt ekki um skoðun. Þegar fólk var sett í heilaskanna kom í ljós að heilastöðvarnar sem ákvarða sjálfsmynd og meta hættu verða virkar þegar stjórnmálaskoðanir eru dregnar í efa. Vísindamennirnir komust að þeirri niðurstöðu að það er ekki sannleikurinn sem við stönd- um vörð um þegar við rökræðum um stjórnmál heldur ættbálkurinn. Að falla í hópinn skiptir meira máli þegar kemur að því að lifa af held- ur en að fara rétt með staðreyndir. Það má því segja að stjórnmálaskoð- anir séu eins og trúarskoðanir. Þær eru annars vegar hluti af sjálfsmynd okkar og hins vegar skipta máli þegar við ákveðum hvaða samfé- lagshópi við viljum tilheyra. Ef mað- ur breytir stjórnmálaskoðun er mað- ur að breyta sjálfum sér.“ Sif segist alltaf skrifa um eitthvað sem brennur á henni en aldrei í reiði. Aldrei gæti hún skrifað um eitthvert málefni umbeðin ef hún hefði ekki áhuga og sannfæringu fyrir því. „Ég er með pistilinn á heilanum alla vikuna og alltaf að fylgjast með til að finna næsta mál til að taka fyr- ir. Í rauninni eyði ég allt of miklum tíma í þetta og allt of mikilli orku. En mér finnst þetta svo skemmtilegt að ég get ekki hamið mig,“ segir Sif og skellir upp úr. Leyft að vera þrjósk og frek Sif er fædd árið 1978 og alin upp í Reykjavík. Dóttir lögfræðings og húsmóður, elst þriggja systkina. „Æska mín var viðburðalítil og ég tel að það hafi verið mikið lán. Ég var ósköp venjulegur krakki. Ég tók það snemma í mig að ég ætlaði að verða rithöfundur og blaðamaður. Þegar ég var tíu ára hneppti ég bræð- ur mína í þrældóm og fékk þá til að vinna með mér að tímariti sem hét hinu frumlega nafni Penninn. Við framleiddum þetta heima en ævin- týrinu lauk þegar þeir fóru í varan- legt verkfall. Þeim fannst þetta svo leiðinlegt,“ segir Sif kímin. „Móðir mín sagði að ég hefði ver- ið mjög þrjósk. Þegar ég fékk hug- mynd og ákvað eitthvað þá varð það að gerast strax. Það má segja að hún hafi ræktað þessa þrjósku í mér og tekið undir hana, hún leyfði mér að vera þrjósk og frek upp að vissu marki.“ Sif gekk í Hvassaleitisskóla, Menntaskólann í Reykjavík og svo sagnfræðideild Háskóla Íslands. Hún hafði mikinn áhuga á tónlist og söng. „Ég var trúleysingi í kirkjukór. Framan af söng ég með Graduale kór Langholtskirkju og seinna Lang- holtskirkjukórnum. Ég valdi það sem lokaritgerð í sagnfræðinni að skrifa um tónskáldið Jón Leifs. Það var af því að ég kynntist verkum hans í kórastarfinu.“ Varstu í einhverjum hljómsveit- um? „Nei. Ég átti mér alltaf draum um að syngja með hljómsveit en ég var aldrei nógu kúl,“ segir Sif og hlær. „Ég var aðeins of mikill nörd.“ Bestu partíin í pólitíkinni Með pistlum sínum tekur Sif virkan þátt í stjórnmála- og þjóðfélagsum- ræðunni. Á sínum yngri árum var Sif virk innan Ungra jafnaðarmanna, ungliðasamtaka Samfylkingarinnar. Stýrði hún þar vefritinu Pólitík.is. „Ég byrjaði að taka þátt í pólitík um það leyti sem ég gekk í háskól- ann. Þá starfaði ég innan stúdenta- hreyfingarinnar Röskvu. Þetta var nú samt aðallega gert til að komast í góð partí. Ég hef brennandi áhuga á pólitík en ég er ekki flokksbund- in í dag. Ég kýs þann flokk hverju sinni sem mér finnst vera að berjast fyrir sniðugum og góðum málum. Mér finnst rökræður sérstaklega skemmtilegar. Bestu partíin eru þar sem fólk stendur, borðar góðan mat, drekkur gott hvítvín og á í rökræðum um stjórnmál.“ Sif segist vera miðjumanneskja þótt margir myndu sennilega skil- greina hana sem jafnaðarmann. „Mörgum finnst miðjan vera leiðinleg og ekki nógu tilkomumikil. Á miðjunni sé fólk of skynsamt. Það er miklu auðveldara að selja öfga- skoðanir, bæði til vinstri og hægri, og kveikja í fólki með þeim.“ Hvaða málefni skipta þig mestu máli? „Það er mjög breytilegt eftir því hvar ég hef verið stödd í lífinu hverju sinni. Núna skoða ég til dæmis skóla- og leikskólamál því að ég á börn sem eru á þessum aldri. Jöfn- uður hefur samt alltaf verið númer eitt, tvö og þrjú. Ég veit að íslenskt samfélag kemur vel út þegar súlurit og slíkt er skoðað. En áþreifanlegur ójöfnuður er samt til staðar og það er hægt að gera miklu betur. Margir hafa það alveg ofsalega skítt.“ Hefur þig langað til að feta slóð stjórnmálamannsins? „Aldrei nokkurn tímann,“ segir Sif ákveðin. „Ég dáist að þeim sem að bjóða sig fram í þetta starf. Ég held að þetta sé mjög erfitt og fólk fær ekkert nema skít og skömm fyr- ir. Persónulega treysti ég mér ekki í þetta. Ég held ég standi áfram á hliðarlínunni.“ Sif hefur vissar áhyggjur af stöðu hógværra og yfirvegaðra afla í ís- lensku þjóðfélagi og óttast ris hins popúlíska hægris. Það sé þó langt því frá séríslenskt fyrirbæri og hefur verið að gerast víða í Evrópu og um heiminn allan. Einnig í Bretlandi. „Þetta er það sem veldur mér mestum áhyggjum þessa dagana. Ég vona að þetta sé bóla sem muni springa. Skoðanakannanir núna gefa mér von um að svo sé en ég fylgist alltaf spennt með öllum kosn- ingum.“ Aumingjaskapur að kalla sig ekki femínista Líkt og aðrir hefur Sif fylgst grannt með máli sexmenninganna á Klaustri bar. Hún segir að meðal Ís- lendinga í London sé um fátt annað rætt. Málið sé allt hið vandræðaleg- asta fyrir Íslendinga. „Hér er gantast með að Sig- mundur sé búinn að kenna öllum öðrum en sjálfum sér um þetta. Hann eigi aðeins eftir að benda á vertinn fyrir að bera allt áfengið í þá. Þetta sé augljóslega honum að kenna.“ Hvernig hefðu viðbrögðin verið ef þetta hefði gerst í Bretlandi? „Þá væru þessir einstaklingar búnir að segja af sér, þeim væri ekki vært. Þetta yrði ekki liðið af flokksfé- lögum þeirra.“ Eru Íslendingar kannski komn- ir skemur á veg í jafnréttismálum en við teljum okkur vera? „Við stöndum okkur vel í alþjóð- legum samanburði en það er alltaf hægt að gera betur. Klaustursmál- ið sýnir okkur að kvenfyrirlitning fær ennþá að þrífast í skuggunum, í partíum og hversdagslegum um- mælum um konur. Það er mjög rót- gróið vandamál. Á Klaustri bar sat fólk sem gerðist sekt um að segja asnalega hluti. En mesta hneykslið er að þau hafa verið mjög treg til að biðjast afsökunar og viðurkenna að þessi ummæli hafi verið verulega óviðeigandi. Frekar reynt að gera lítið úr þessu. Það er það sorglegasta í þessu öllu saman.“ n Fólk skiptir ekki um stjórnmálaskoðanir n Vændiskona í símaklefa eyðilagði jólin Allt var ömurlegt í gamla daga

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.