Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2018, Qupperneq 65

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2018, Qupperneq 65
6514. desember 2018 H austið 1961 átti sér stað óhugnanlegt mann- dráp á Laugarnesveg- inum í Reykjavík. Gekk Hubert Morthens, sjómaður á fertugsaldri, svo hart í skrokk á eigin konu sinni að hún lést. Af- brýðisemi var talin ein helsta ástæðan fyrir manndrápinu og sagði hann í yfirheyrslu að hún hefði kallað nafn annars manns í samförum. Hubert hlaut einung- is sex ára fangelsisdóm fyrir þótt hann hefði verið metinn fyllilega sakhæfur. Oft hávaði frá íbúðinni Árið 1961 bjuggu hjónin Hubert Rósmann Morthens og Ásbjörg Haraldsdóttir við Laugarnesveg númer 118. Þau voru bæði fædd árið 1926, höfðu verið gift í tíu ár og áttu saman þrjú börn. Hjóna- bandið var hins vegar erfitt og oft- sinnis kom til átaka á milli þeirra, sérstaklega þegar vín var haft um hönd. Nágrannar urðu þess varir því mikill hávaði barst gjarnan frá íbúðinni. Ein af ástæðunum fyrir þessu var afbrýðisemi Huberts. Hubert var yngsti bróðir söngv- arans Hauks Morthens og starfaði sem sjómaður. Laugardaginn 30. september var Hubert að koma úr siglingu frá Þýskalandi á togar- anum Neptúnusi. Ásbjörg kom niður að höfn til að sækja hann en fór fyrst um borð í Neptúnus. Sátu þau þar við drykkju, bæði á sterku víni og bjór, til klukkan tvö um nóttina. Þá fóru þau heim á Laugarnesveginn. „Hörmungin“ Eftir að þau komu heim til sín fóru hlutirnir að flækjast en Hubert var einn til frásagnar um atburðina. Hjónin bæði rifust harkalega og elskuðust inni á milli. Þegar komið var fram á morgun og þau höfðu samfarir í annað skiptið kallaði hún nafn annars manns í miðjum klíðum og sagðist hann þá hafa orðið sturlaður af bræði. Gekk hann þá í skrokk á henni með berum höndum. Svo harka- lega að hún gat ekki staðið. Í yfir heyrslum talaði Hubert um „hörmungina.“ Vegna ölvunar var þessi nótt og morgunn að ein- hverju leyti í móðu hjá honum. Hann mundi hins vegar eftir því að hafa séð Ásbjörgu liggjandi á gólf- inu og hann hafi borið hana inn í rúm. Þá var hún með lífsmarki. Börnin þrjú voru sofandi í svefnherbergi sínu en atgangur- inn átti sér stað í stofunni. Ná- grannarnir heyrðu læti en voru vanir þeim og skiptu sér því ekki af. Um hádegið fór Hubert að ranka við sér og sá hann þá Ás- björgu alblóðuga. Þegar hann ætlaði að þrífa af henni blóð sá hann að ástandið var alvarlegt. Hringdi hann í frænku hennar sem kom skömmu síðar. Þegar hún sá hvernig komið var hringdi hún samstundis í sjúkrabíl. Sjúkrabíllinn flutti Ásbjörgu á slysavarðstofuna og Hubert fór með í bílnum. Frænkan tók börn- in að sér á meðan. Þegar kom- ið var á spítalann var Ásbjörg úrskurðuð látin og Hubert færð- ist ekki undan því að hafa valdið áverkunum. Var lögregla því köll- uð til á staðinn og Hubert færður í varðhald. Eins og eftir bílslys Áverkarnir á líkinu voru stórvægi- legir og læknar voru gáttaðir á hvernig hægt væri að veita mann- eskju slíkan miska með berum höndum. Í krufningunni stóð: „Miklir marblettir og hrufl í andliti og svo að segja samfellt mar undir öllu höfuðleðrinu. Þá fundust marblettir á útlimum og einnig á brjósti. Á brjóstkass- anum fundust þrjú rif brotin og tvö þeirra tvíbrotin. Rifa fannst á þindinni, en það sem hefur valdið dauða konunnar var stór sprunga í lifrinni sem mikið hefur blætt úr.“ Það var áverkinn á lifrina sem læknarnir áttu erfiðast með að skilja. Einn þeirra sagði: „Slíkar stórkostlegar sprung- ur á lifur hef ég aldrei séð nema í sambandi við bílslys, til dæmis þar sem hjól hefur ekið yfir mann.“ Fannst þeim líklegast að annað hvort hefði verið hoppað á konunni eða stokkið á hana úr einhverri hæð. Innvortis áverkar voru mun meiri en þeir útvortis gáfu til kynna. Íbúðin var einnig rannsökuð af lögreglu. Þar var ekkert brotið eða bramlað en blóðslettur á gólfi og veggjum. Einnig hár sem slitnað hafði af höfði Ásbjargar. Afbrýðisemi talin til refsilækkunar Eins og áður segir neitaði Hubert því ekki að hafa verið valdur að dauða Ásbjargar, þótt hann myndi illa eftir atburðum næturinnar og morgunsins. Var hann færður í gæsluvarðhald og látin gangast undir geðrannsókn. Niðurstöður geðrannsóknarinnar voru þær að Hubert væri fyllilega sakhæfur. Hubert var ákærður fyrir mann- dráp þann 29. desember og rétt- arhöldin hófust í byrjun árs 1962. Miðvikudaginn 7. febrúar árið 1962 var kveðinn upp dómur í Sakadómi Reykjavíkur. Var Hubert fundinn sekur um að hafa banað Ásbjörgu með því að berja hana og misþyrma illa yfir langan tíma. Ekki hafi hann þó ætlað sér að myrða hana. Hlaut hann sjö ára fangelsisvist fyrir. Dómarinn í málinu, Logi Einarsson, sagði blaðamönnum að skammvinnt ójafnvægi á geðs- munum hefði leitt til refsimildun- ar og að hann hefði verið mjög af- brýðisamur, og það þrátt fyrir að Hubert hafi verið talinn fyllilega sakhæfur. Einnig að hann hafi ver- ið í ölæði, játað strax og ekki reynt að tefja málið á nokkurn hátt. Hubert áfrýjaði dómnum til Hæstaréttar sem tók málið fyrir um haustið 1962. Í lok nóvember var kveðinn upp dómur og refs- ingin lækkuð í sex ára fangelsis- vist. Tveir dómarar skiluðu hins vegar sératkvæði og vildu að úr- skurður Sakadóms stæði óhreyfð- ur. Hubert giftist aftur árið 1963 og eignaðist tvö börn til viðbótar. Hann lést árið 2010. n TÍMAVÉLIN BANAÐI KONU SINNI Í AFBRÝÐISEMISKASTI n Læknarnir gáttaðir á krufningunni n Aðeins 6 ára dómur„Slíkar stór- kostlegar sprungur á lifur hef ég aldrei séð nema í sambandi við bílslys Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is Betri Svefn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.