Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2018, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2018, Blaðsíða 17
FÓLK 1721. desember 2018 tveimur sýningum hjá framhalds- skólum en áttaði sig fljótlega á að þetta hentaði honum ekki sem framtíðar starfsvettvangur. Þá fór hann að vinna hjá fyrrverandi tengdaföður sínum í Gúmmíbáta- þjónustu Reykjavíkur. Einnig með verkefni hjá Ríkisútvarpinu og fór loks að kenna hjá Listaháskólan- um. „Á þessum tíma var líka farið að halla undan fæti hjá mér í brenni- vínsdrykkju. Ég skildi um alda- mótin og við tóku skelfilegustu ár lífs míns. Það var gegndarlaust fyllerí á mér í átta ár. Ég var hárs- breidd frá því að vera róni. Ég á að baki svo margar brennivínsmeð- ferðir að ég er hættur að telja þær. Líf mitt var orðið tilgangslaust og ég var eins og Prins Póló-bréf sem fauk eftir götunum.“ Guðmundur endaði aldrei á götunni og hélst í vinnu. Hann fór hins vegar með mest öll laun- in beint á barinn. Á milli meðferða hélst hann þurr í einhvern tíma en aldrei langan. Að lokum drakk hann sig úr vinnunni í Listahá- skólanum. Varstu einangraður? „Nei, ég átti góða vini á barn- um. Ég fór þangað á hverju kvöldi og svo drakk ég líka heima. Ég var túramaður, drakk þá sleitulaust í tvær eða þrjár vikur.“ Hvenær náðir þú botninum? „Ég hef nefnilega aldrei náð neinum botni. Þú ert ekki að ræða við fyllibyttuna sem segir að hún hafi hætt að drekka og lífið skyndi- lega gjörbreyst. Ég hef aldrei náð að frelsa mig frá þessu fyrir fullt og allt en ég lifi allt öðru lífi en áður fyrr. Það sem breyttist var að ég kynntist góðri og reglusamri konu á kaffihúsi á Selfossi árið 2008. Þá náði ég mér upp úr því fari sem ég var kominn í. Ég hef alltaf dottið í það öðru hverju en ekki með þeim hætti sem ég gerði. Túrarnir og stanslausa fylleríið hætti.“ Kallar kerfið til ábyrgðar Þetta var einmitt tíminn þegar Guðmundur hóf að gefa út sínar fyrstu bækur. Hann hafði skrifað lengi og í miðju fylleríinu taldi hann sig vera mesta skáld allra tíma. Þá kom hins vegar ekkert út úr því. Guðmundur hóf ritferilinn með krafti og gaf út barnabækur og leikrit. Hann vann strax Ís- lensku barnabókaverðlaunin fyrir söguna Þvílík vika og lenti í öðru sæti í leikritasamkeppni Borgar- leikhússins. Árið 2010 hlaut hann Grímuverðlaun fyrir leikritið Horn á höfði. Síðan hefur hann verið einn afkastamesti rithöfundur landsins. „Ég hef sótt mikið í þetta lífs- hlaup mitt í skrifunum. Ef vel er að gáð er hægt að finna fyllibyttu í hverri bók, nema í Kattasam- særinu, sem er barnabók. Í öll- um harminum hef ég kynnst besta fólkinu. Þetta hafa verið glæpa- menn, alkóhólistar, fíklar og geð- bilaðir menn. Það er gegnumsneitt besta fólkið sem ég hef kynnst í lífinu með örfáum undantekn- ingum. Þetta fólk býr yfir miklu. Það hefur þennan venjulega lífs- hæfileika, en bilunin, afbrotin og fíknin eru aukageta sem leiðir fólk í ógöngur. Þetta fólk hefur frá svo miklu að segja.“ Guðmundur býr á Eyrarbakka í nábýli við fangana á Litla-Hrauni. Í störfum sínum sem djákni hef- ur hann einnig kynnst fjölda fólks sem er á slæmum stað í lífinu. Það hefur gefið honum aðra sýn á það fólk en margir aðrir hafa. „Það er svo margt fólk sem sam- félagið afskrifar. „Þetta er glæpa- maður“, „Er þetta ekki dópisti?“ Fólk heldur því fram að þessu fólki sé ekki viðbjargandi og það sé algjörlega þeim í sjálfsvald sett hvernig komið er fyrir því. En þetta er mun flóknara mál og utanað- komandi þættir ráða svo miklu. Við sjáum til dæmis öll þessi upp- tökuheimili og hæli þar sem með- ferðin hefur verið hræðileg og nú þarf að borga sanngirnisbætur. Þetta gerðist ekki árið 1604 held- ur eru örfá ár síðan og er svona enn sums staðar. Ég hef komið inn á stofnanir sem eru ekki mann- legar.“ Máli sínu til stuðnings nefnir Guðmundur félaga sinn sem hann kynntist í áfengismeðferð. Mann sem átti við geðræn vandamál að stríða og lést fyrir örfáum árum. „Hann var búinn að vera á Kleppi í mörg ár en fór út og datt í það. Þegar hann ætlaði inn eitt kvöldið þá var honum úthýst. Lög- reglan tók við honum og hýsti hann. Síðan var hann á götunni í einhvern tíma og ekkert hægt að gera fyrir hann, líkt og hann væri staddur í úthverfum Naíróbí. Loks var hann settur í gám úti á Granda, eins langt frá hinu borg- aralega samfélagi og hægt var. Þar dó hann. Ég lýsi ábyrgð á hendur kerfinu í svona málum. Allir vissu að hann væri sjúklingur.“ Uppdiktað mál í sögulegri sviðsmynd Á undanförnum árum hefur Guðmundur verið að færa sig yfir í myrkari hliðar mannlegr- ar hegðunar í skrifum sínum. Bókin Líkvaka frá árinu 2015 vakti óhugnað meðal lesenda og nýjasta bók Guðmundar, Eitraða barnið, hefst á hrottalegri nauðgun á ung- lingsstúlku. Guðmundur segir: „Gagnrýnendur hafa sagt að bókin sé ljót, það sé svo ljót nauð- gun í henni. Ég hef aldrei heyrt konu lýsa fallegri nauðgun og ekki karlmanni heldur. Þetta er mjög ljót nauðgun, hún er viðbjóðsleg. En lífið er eitt myrkur.“ Er engin ljóstíra til staðar? „Jú, hún er til og þess vegna er ég kirkjunnar maður. Það er samt ekki fallið til vinsælda hjá mörgum í menningarkreðsunni. Að auki er ég á móti inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Það er því ekki að undra að elítan veiti mér ekki náð – nema endrum og sinnum.“ Eitraða barnið er fyrsta bókin í þríleik. Guðmundur er vel á veg kominn með aðra bókina og hefur glöggar hugmyndir um hvernig sú þriðja muni spinnast. Eitraða barnið gerist um aldamótin 1900. Hún segir frá Eyjólfi Jónssyni, vel ættuðum en misheppnuðum laganema sem er sóttur frá Kaup- mannahöfn og plantað í sýslu- mannsembætti í Árnessýslu. Þegar snúið nauðgunarmál kem- ur upp er hann enginn maður til að valda því en þá stígur eiginkona hans, Anna, inn í málið. „Þetta fólk var aldrei til og mál- ið er uppdiktað líka. En ég hef alla staðarhætti rétta og lagði í mikla rannsóknarvinnu við það. Ég ráðfærði mig við sérfræðing til að hafa lagaumhverfið rétt og doktor í lyfjafræði til að finna þess tíma eitur til að nota í Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið til 19 alla daga til jóla | www.forlagid.is LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA „... honum hefur auðnast að skrifa meistaraverk…“ Guðmundur Andri Thorsson herdubreid.is „Mergjað skáldverk“ Óðinn Jónsson / Rás 1 „Mér finnst þetta vera besta bók Hallgríms til þessa.“ Egill Helgason Bráðskemmtileg og snilldarlega skrifuð saga um skin og skúrir í lífi þjóðar ÓKÞ/Fréttablaðið HÞ/Morgunblaðið „Bókin er meistaraverk.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.