Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2018, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2018, Blaðsíða 40
Þorláksmessa 21. desember 2018KYNNINGARBLAÐ STEFAN B. CHOCOLATIER: Guðdómleg ofurfæða á jólunum Flestum þykir gott að narta smá í súkkulaði eða ljúffenga konfekt-mola yfir hátíðarnar. Þegar fólk lætur slíkt eftir sér er tilvalið að hafa það dálítið spari og hafa það virkilega vandað og gott. Í verslun Stefáns að Laugavegi 72, Reykjavík, er að finna guðdómlegt handgert súkkulaði frá einum fremsta súkkulaðimeist- ara landsins. Stefán er svokallaður „chocolatier“ sem merkir að hann vinnur súkkulaði- og konfektafurðir úr súkkulaðimassa. Hráefnið í afurðir sínar fær hann frá Kólumbíu. Súkkulaði: ofurfæða guðanna Í verslun Stefáns er að finna gott úrval af bæði súkkulaðiplötum og konfekti. Eins og flestir vita er súkkulaði eða kakó í eðli sínu mjög holl afurð, sannkölluð ofurfæða, en sykurinn er síður hollur. Hann er settur í súkkulaði til að gera það sætt á bragðið, en algjörlega ósætt súkkulaði getur verið svolítið biturt. Í verslun Stefáns er lögð áhersla á úrval og því má fá allt frá 60% súkkulaði með töluverðu sykurmagni upp í algerlega sykurlaust 100% hreint súkkulaði. „Við erum með um 200 gerðir af súkkulaðiplötum og um 25–30 gerðir af konfekti. 85% súkkulaðið hjá okkur er mjög vinsælt og frekar hollt, enda ekki mikið af sykri í því. Þeir allra hörðustu fara upp í 90% og jafnvel 100%, en það hentar þar að auki vel til matargerðar,“ segir Stefán og bætir við að verslunin bjóði einnig upp á sykurlaust súkkulaði. „Margir vilja af ýmsum ástæðum sætt súkkulaði en engan sykur. Þá er notað malitol í staðinn fyrir sykur- inn og fæst þetta súkkulaði í ýmsum bragðtegundum, allt frá hefðbundnu dökku súkkulaði yfir í súkkulaði með engiferbragði,“ segir Stefán. Heitt súkkulaði með engri fyrirhöfn Á köldum vetrardögum er fátt notalegra en að hræra sér í heitt súkkulaði. Hjá Stefáni B. fæst stórsniðug vara til þess að búa til hið fullkomna heita súkkulaði með minnstu fyrirhöfn. „Þetta eru teskeið- ar sem búið er að steypa í súkkulaði- kubba. Þessu er svo skellt í heita mjólk og hrært í. Súkkulaðið bráðnar út í mjólkina og maður er kominn með þetta fína heita súkkulaði með engri fyrirhöfn. Það er bæði hægt að fá þetta í mismunandi súkkulaðistyrk- leika, en svo geri ég líka jólafígúrur. Jólafígúrurnar hafa t.d. verið vinsæl- ar sem gjafir í skóinn. Ekki skemmir svo fyrir hvað það er gott súkkulaðið í þessu,“ segir Stefán. Salt og sætt, hin fullkomna blanda Spurður um hvað séu vinsælustu afurðirnar segir Stefán að súkkulaði með sjávarsalti hafi slegið rækilega í gegn. „Sjálfum finnst mér saltið fara betur í dökku súkkulaði því það spilar mjög vel á móti biturleikanum í því, en ég býð að sjálfsögðu upp á bæði ljóst og dökkt,“ segir Stefán. Íslendingarn- ir eru einnig að vanda sólgnir í súkkulaði með lakkrís. Stefán hefur þróað dásamlegt, dökkt súkkulaði með lakkrísbragði í staðinn fyrir lakkrísbita. „Erlendu ferðamennirnir sem koma í verslunina sneiða oftast hjá lakkríssúkkulaðinu enda er það séríslenskur siður að blanda saman súkkulaði og lakkrís,“ segir Stefán. Handgerða konfektið frá Stefan B. Chocolatier er síðan fullkomin gjöf í jólapakkann. „Við bjóðum upp á úrval af jólakörfum, konfektkössum og konfekti í sellófanpakkningum fyrir alla þá sem vilja gleðja súkkulaðiá- hugamanninn í lífi sínu,“ segir Stefán og býður alla velkomna að líta við og skoða úrvalið. Stefan B. Chocolatier er staðsett að Laugavegi 72 Nánari upplýsingar á stefanb.is Facebook Netfang: info@stefanb.is n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.