Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2018, Blaðsíða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2018, Blaðsíða 62
62 21. desember 2018 R étt fyrir jól brá yðar einlæg- ur sér til Englands í stutta helgarferð á aðventunni enda er örugglega einhvers staðar vísindalega sannað að slík- ar ferðir bæta, hressa og kæta. Að þessu sinni var ákveðið að halda til borgarinnar Brighton, sem er í klukkustundar fjarlægð í suðurátt frá London. Þó að London sé frá- bær þá er mikilvægt að opna aug- un fyrir nýjum stöðum og upplif- un. Langbest er að fljúga til Gatwick-flugvallar Londonborgar en frá honum er aðeins tæpur hálftími í lest til Brighton. Til sam- anburðar tekur tæpar tvær klukku- stundir að ferðast frá Heathrow- flugvelli og rúmlega tvo tíma frá Stansted. Strax í lestinni til borgarinnar hitti ég hressan borgarbúa sem hafði gaman að því að ráðleggja mér í hvívetna. „Í Brighton getur þú labbað út á nærbuxunum ein- um fata og það veitir þér enginn sérstaka eftirtekt,“ sagði kappinn glaðlega. Fyrst taldi ég að mað- urinn hlyti að vera að ljúga þessu en eftir nokkrar klukkustundir í Brighton þá komst ég að því að þetta er líklega hverju orði sannara. Frjálslyndið er aðalsmerki Brighton enda er borgin orðin höf- uðborg samkynhneigðra í Bret- landi. Þann sess öðlaðist borgin ekki af sjálfri sér heldur hefur sú þróun tekið rúm tvö hundruð ár. Í dag er talið að allt að 15% íbúa Brighton séu sam- eða tvíkyn- hneigðir og víða um borgina má sjá regnbogafána blakta við hún. Göngutúr um Brighton-bryggju Hin aldagamla Brighton-bryggja blasir við þegar gengið er niður að sjávarsíðu borgarinnar. Bryggj- an er afar tilkomumikil og þar er veitingastaður, sölubásar og margs konar leiktæki fyrir börn. Bryggjan er afar vinsæl á heit- um sumardögum en ekki er síð- ur notalegt að ganga hana endi- langa kappklæddur á svölum vetrardögum og fylgjast með gæf- um mávunum berjast um alla bita sem í boði eru. Frá bryggjunni blasa við leifar Vesturbryggjunnar svokölluðu sem var enn eldra og tilkomumeira mannvirki. Vestur- bryggjan var opnuð með pomp og prakt árið 1866 og var krúnudjásn Brighton-borgar allt þar til henni var lokað árið 1975 og þá hrakaði mannvirkinu hratt. Árið 2003 urðu tveir eldsvoðar til þess að bryggj- an hrundi að mestu leyti og núna stendur aðeins brothætt grindin upp úr öldurótinu. „Borgin kveikti í bryggjunni þessu til þess að fá tryggingarféð. Það borgaði sig ekki að gera við hana,“ sagði áður- nefndur Brighton-búi sem ég spjallaði við í lestinni eins og ekk- ert væri sjálfsagðara. Í kjölfar brunans reisti British Airways eins konar útsýnisturn. Að sögn viðmælanda míns fyrirlíta flestir borgarbúar turninn en þar má þó sjá skemmtilegt sjónarhorn af borginni. Ég ákvað að sýna Brighton-búum stuðning minn í verki, eða öllu heldur þessum eina Brighton-búa sem laug þessu að mér, og hunsa turninn. Royal Pavilion Ein helsta ferðamannaperla Brighton er þessi undarlega lágreista höll sem var byggð fyrir rúmum tvö hundruð árum sem sumarathvarf fyrir Georg IV. Segja má að höllin birtist eins og skratt- inn úr sauðarleggnum í hjarta borgarinnar enda minnir arkitekt- úrinn á Mið-Austurlönd eða Ind- land. Garðar hallarinnar eru vin- sælir til göngutúra, sérstaklega á sumrin, og ferðamenn geta skoð- að höllina að innan fyrir vægt gjald. The North Laine Afar skemmtilegt svæði. Um 400 mismunandi búðir, krár, veitinga- staðir og listagallerí í litlum lágreistum byggingum. Þar eru margar bestu knæpur borgarinn- ar, til dæmis The White Rabbit sem státar af Lísu í Undralandi-þema og kokteilbarinn Bar Valentino sem er einn sá elsti í borginni, að sögn, og stúdentabarinn Hob- goblin. The Lanes Afar skemmtilegt svæði sem minnir stundum á hálfgert völdunarhús. Inngangurinn er skammt frá The Royal Pavilion og hlykkjast síðan upp að Churchill- verslunarmiðstöðinni. Þar er mik- ið af skartgripabúðum og alls kon- ar skringilegum verslunum auk þess sem krár og veitingastaðir eru alltaf innan seilingar. Ef ein- hverjar þurfa að losna við fótbolta- óðan makann þá er afar sniðugt að henda viðkomandi inn á hina rúmgóðu krá The Font. Um er að ræða gamla kapellu sem gaman er að heimsækja. Choccywoccydoodah Nafnið eitt og sér er næg ástæða til þess að heimsækja þessa verslun sem finna má á The Lanes. Þarna er nánast allt gert úr súkkulaði, styttur og ýmiss konar skrautmun- ir. Á efri hæðinni er svo skemmti- legt kaffihús þar sem það er dauðasynd að kaupa sér ekki heitt súkkulaði. Veitingastaðir Það væri að æra óstöðugan að mæla með veitingastöðum í Brighton. Úrvalið er gríðarlegt af frábærum stöðum og í raun og veru er erfitt að gera mistök. Það var ætlun okkar að panta borð á The Coal Shed, afar vinsælu steik- húsi í borginni, en öll borð voru uppbókuð um tveimur vikum fyrir brottför. Af biturri reynslu er því mælt með að panta borð á veitingastöðum með talsverðum fyrirvara, sérstaklega um helgar. Fyrsta kvöldið vorum við ný- lent og þreytt og duttum því inn á taílenska veitingastaðinn Sawa- dee á St. James-stræti. Okkur hafði borist til eyrna að maturinn þar væri í uppáhaldi hjá Emilíönu Torrini og ef það er lygasaga þá ber ég bara hér með ábyrgð á því að festa hana í sessi! Veitingasalur- inn er ekkert sérstaklega falleg- ur en á móti kemur að maturinn var frábær og á góðu verði. Rúm- ensk transkona veitti okkur síðan þá bestu þjónustu sem við höfum upplifað og því mæli ég óhræddur með staðnum. Seinna kvöldið höfðum við síðan pantað borð á The Indian Summer á East-stræti sem á að vera dáðasti indverski staður borgarinnar. Sá staður var afar smekklegur og þjónustan góð en maturinn var í raun og veru bara allt í lagi. Mögulega spilaði inn í að hádegisverður var snæddur óvenju seint og því hafði svengd- in ekki alveg sagt til sín. Það var þó ekki hægt að sleppa borðinu enda staðurinn þéttsetinn. Að endingu verð ég að mæla með litlum ítölskum veitingastað, og búð, sem heitir VIP eða Very Italian Pizza. Ítalskur þjónn hafði tjáð okkur að þarna væru bestu pítsur Brighton í boði og það mat sérfræðingsins reyndist alveg hár- rétt. Staðurinn er þó afar lítill, rétt um tíu borð, og því er það algjör heppni ef maður fær borð strax. Einhver bið er þó þess virði. Gisting Að sjálfsögðu er einnig ógrynni af hótelum í boði í Brighton og ómögulegt að þykjast vera með einhverja sérfræðiþekkingu. Við bókuðum herbergi í tvær nætur á skemmtilegu litlu tólf herbergja hóteli sem heitir Blanch House og er við Atlingworth-stræti. Á heimasíðu hótelsins kemur fram að meðal annars Noel Gallagher og Gwyneth Paltrow hafi gist þar en öllum hugsandi mönnum er náttúrlega skítsama um það. Á hótelinu eru börn réttileg bönnuð, án gríns, og fönkí breskur andi svífur yfir vötnum. Þjónusta starfsfólks er algjörlega frábær og allt viðmót afar persónulegt. Til dæmis lentum við á spjalli við einn af eigendunum, Kevin, sem átti bara einn þátt eftir af íslensku sjónvarpsþáttaröðinni Ófærð og var gjörsamlega heillaður. Herbergin hótelsins eru sum hver ansi litrík og skemmtileg en gott er að láta ekki hljóðbærni hússins og afar lítil baðherbergi fara í taugarnar á sér. Ekki er síðan annað hægt en að minnast á afar smekklegan bar í móttöku hússins og frábæran morgunverð sem er innifalinn. Nóttin kostar um 20 þúsund krónur sem er ágætis verð. n FERÐALÖG Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • 595 0570 • Parki.is Vandaðar innréttingar Hjá Parka færðu hágæða innréttingar, sérsniðnar að þínum óskum og þörfum. Bjóðum aðeins það besta fyrir þig! Afslöppun, verslun og gleði í hö fuðborg frjálslyndis Brighton Pier British Airways-turninn The Lanes Greinarhöfundur mælir sérstaklega með kránni The Font fyrir ölóðar boltabullur. North Laine Súkkulaðiorgía Blanch House Helgarferð til Brighton: Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.