Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2018, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2018, Blaðsíða 26
26 FÓLK - VIÐTAL 21. desember 2018 og bjóða upp á margvíslega þjón­ ustu, utanferðir, námskeið og dægradvöl. Kjaramálin skipti hins vegar mestu máli. „Margir sem komast á eftir­ launaaldurinn lifa við fátækt og hafa ekki í sig og á,“ segir hann. „Greiðslur frá Almannatrygging­ um eru einfaldlega of lágar og þar að auki er lífeyririnn skertur ef við­ komandi vogar sér að vinna sér inn peninga eða hagnast á sölu eigna. Það er stöðugt eftirlit með þessu. Þessi hópur þarf virkilega á hjálp að halda og það er verk­ efni okkar, sem búum við gott líf og heilsu, og stjórnvalda, að grípa til markvissra aðgerða og hækka greiðslurnar sem þjóðin aflar í gegnum Almannatryggingar. Fá­ tæktin leiðir af sér einangrun, veikindi og tómleika. Lífsgæði og hagur fólks ræðst af því að fólk hafi eitthvað á milli handanna.“ Hluti af þessum vanda sé hugs­ anlega tengdur því að of fáir full­ trúar eldri kynslóðarinnar séu inni á þingi. Sem flestir stjórnmála­ flokkar ættu að nýta sér þekkingu og reynslu eldri borgara og hafa þá með í flokkum sínum og sem full­ trúa á þingi. Finnst þér vera lítill skilningur hjá ríkisstjórnarflokkunum? „Nei, held að skilningurinn sé fyrir hendi og varð ekki var við annað þessa viku sem ég var núna inni á þingi. Ég flutti tvær ræður um málefni eldri borgara og það var tekið vel í þær. Það þarf hins vegar meiri umræðu og fleiri til­ lögur til þess að vekja athygli á þessum málum. Aldrað fólk á að hafa talsmenn á þingi.“ Á sjó til að drýgja þingfararkaupið Í gegnum allt lífið hefur Ellert tek­ ið að sér leiðtogahlutverk og trún­ aðarstöður af ýmsum toga. Hann var formaður Stúdentaráðs, SUS, KSÍ, ÍSÍ, var ritstjóri tímarita og dagblaða, fyrirliði KR og íslenska landsliðsins svo eitthvað sé upp­ talið. Ellert segir hins vegar að hann hafi ekki alltaf sóst eftir öll­ um þessum stöðum heldur hafi margoft verið leitað til hans um þátttöku og forystu. „Skýringin er að einhverju leyti sú að ég er félagslyndur að eðlis­ fari. Mér þykir gaman að um­ gangast fólk og taka á málefnum sem skipta máli. Einhverra hluta vegna hefur fólk talið að ég gæti gert gagn með að taka við for­ mennsku og ég held sjálfur að þetta hafi gengið ágætlega,“ segir Ellert og brosir. „Faðir minn var Björgvin Schram sem var formað­ ur KSÍ í fjórtán ár. Kannski er þetta að einhverju leyti í genunum. Og svo var Ellert, afi minn, skipstjóri á seglbátum.“ Þú varst rúmlega þrítug- ur þegar þú varst kjörinn inn á þing, árið 1971. Hvernig var fyrir ungan mann að stíga þarna inn? „Ég var yngstur og nú er ég elstur,“ segir Ellert og hlær. „Þetta var auðvitað mjög spennandi. Ég var kornungur maður og sat með miklum höfðingjum á þingi. Mönnum sem ég bar mikla virðingu fyrir. Ég verð að játa að mér fannst til þess koma að vera á þingi og reyndi að standa mig. Ég tók út þroska og auðvitað varð mér á í sumum málum. En þrátt fyrir ungan aldur og axarsköft var ég kosinn aftur árið 1974.“ Ellert minnist sérstaklega jóm­ frúrræðu sinnar sem hann vildi þó helst gleyma. „Í fyrstu ræðunni talaði ég gegn því að Ísland samþykkti að Kínverjar fengju aðild að Sam­ einuðu þjóðunum. Ég sé nú alltaf eftir að hafa verið að skipta mér af því,“ segir hann kíminn. „Þetta var sennilega full unglingslegt af mér.“ Hvernig var þingið þá miðað við í dag? „Þetta voru nánast allt saman karlar. Það voru aðeins tvær kon­ ur þarna inni. Mikið til karlar sem voru búnir að vera lengi á þingi. Þeir voru líkt og heima hjá sér og vinir hver annars, þótt þeir hafi verið að rífast í ræðustól. Því var andrúmsloftið þarna inni nokkuð gott. Menn báru virðingu hver fyrir öðrum.“ Í dag er hávær umræða um laun og sporslur alþingismanna og annarra embættismanna. Svo miklar hækkanir hafa þeir fengið að það er talið ógna kjaraviðræð­ um. Öldin var önnur þegar Ellert kom inn á þing í fyrsta sinn. „Ég var með eiginkonu og fjög­ ur börn og hún þurfti að vera heima til að sinna þeim. Launin voru ekki meiri en svo, að ég þurfti á þessum árum að fara á sjóinn tvö sumur til að við ættum í okkur og á.“ Fyrirmyndirnar, þorskastríðin og gengisfellingarnar Áttir þú þér fyrirmyndir í stjórn- málunum? „Ég á kannski ekki neinar fyrir myndir en mér fannst margir þeirra vera flottir og vildi vera eins og þeir. Ég man eftir Eysteini Jónssyni, Hannibal Valdimars­ syni, Jóhanni Hafstein, Gunnari Thoroddsen og Lúðvík Jósefs­ syni svo ég nefni nokkra alþingis­ menn. Síðan kom Steingrímur Hermannsson og næsta kynslóð. Ég gæti nefnt marga aðra þing­ og forystumenn, sem eru eftir­ minnilegir. Mér fannst ég njóta góðs af þessum félagsskap og þroskaðist af þessu.“ Snemma á sínum pólitíska ferli kynntist Ellert Bjarna Bene­ diktssyni forsætisráðherra sem lést í voveiflegum eldsvoða ásamt eiginkonu sinni og barna­ barni á Þingvöllum, sumarið 1970. Ellert, sem þá var formað­ ur SUS, var með Bjarna skömmu fyrir andlátið. „Við sigldum saman norður á Siglufjörð til að vera viðstadd­ ir héraðsmót Sjálfstæðisflokks­ ins. Eftir það þurfti ég að fljúga beint suður til að spila landsleik við Dani á Laugardalsvellinum en Bjarni fór þá á Þingvelli. Hann ætlaði síðan að sækja mig og við ætluðum að fara vestur í Stykkis­ hólm saman um næstu helgi. En þá fékk ég símhringingu frá Alberti Guðmundssyni um morguninn, sem sagði mér hvað hafði gerst.“ Ári síðar var Viðreisnarstjórn­ in fallin og þorskastríðið í al­ gleymingi. Ellert segir að mik­ ill tími hafi farið í að takast á við landhelgismálin. Annað mál var rétturinn til fóstureyðingar og var Ellert sjálfur í þeirri nefnd sem leiddi þá lagabreytingu í gegn. Mestur tíminn hafi þó far­ ið í að kljást við efnahagsmálin sem voru í algerri óreglu. Verð­ trygging var ekki til staðar og peningarnir þurrkuðust upp á milli ára. „Þetta var skelfilegur tími. Það voru gengisfellingar á gengisfell­ ingar ofan. Um leið og laun voru hækkuð var gengi fellt. Sérstak­ lega eftir hækkanir hjá verkafólki og sjómönnum. Á tíma stjórnar Gunnars Thoroddsen var gengið fellt um og yfir hundrað prósent.“ Ellert segir að öfgarnar hafi verið miklar á þessum tíma. „Þetta var það sem hafði mest áhrif á líf fólks og virkaði á báða bóga. Ég keypti mér kjallaraíbúð á 390 þúsund krónur árið 1962. Þegar ég stækkaði við mig hafði það engin áhrif því að skuldirnar hurfu. Ég keypti þrisvar eða fjór­ um sinnum nýja íbúð og þurfti aldrei að hafa neinar áhyggjur af því.“ Fékk ekki framgöngu í flokknum Eftir ákveðinn tíma á þingi fór Ellert að hugsa um frekari frama innan þingliðsins og fannst sem hann hefði unnið sér það inn og hefði stuðning kjósenda til þess. Það gekk hins vegar ekki eftir eins og hann vildi. „Það er enginn annars bróðir í leik,“ segir hann. „Allir voru að leita að sínum eigin farvegi. Þegar kom að kosningum og menn fór að skipta með sér verkum var hver að hugsa um sjálfan sig, sem er kannski ekkert óeðlilegt í slíkum baráttuhóp. Mér fannst að ég ætti að fá meiri frama, kannski af því að ég var mikill keppnismaður og vildi vera í liðinu,“ segir Ellert og brosir. Ellert sat samfellt á þingi til ársins 1978. Í seinni alþingiskosn­ ingunum það árið var mikil kergja eftir prófkjör Sjálfstæðismanna í Reykjavík og víðar. Þá höfðu full­ trúar flokksins í verkalýðshreyf­ ingunni fengið verri útkomu en þeir bjuggust við. Til að halda frið­ inn innan flokksins bauðst Ellert að fara úr fimmta sætinu í það áttunda. Þessu var hampað sem miklum drengskap hjá Ellert en olli því hins vegar að hann missti þingsætið. Þá tók hann við ritstjórastóln­ um hjá síðdegisblaðinu Vísi en þar hafði hann starfað sem blaða­ maður á sjöunda áratugnum. Árið 1981 voru Vísir og Dagblaðið sam­ einuð í DV og Ellert tók við rit­ stjórastólnum ásamt Jónasi Krist­ jánssyni. Hann var þó ekki hættur „Launin voru ekki meiri en svo að ég þurfti á þessum árum að fara á sjóinn tvö sumur til að við ættum í okkur og á Hvergi nærri hættur Starfið í Félagi eldri borgara hefur gefið Ellerti nýtt líf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.