Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2018, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2018, Blaðsíða 14
14 UMRÆÐA Sandkorn 21. desember 2018 Spurning vikunnar DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. Aðalnúmer: 512 7000 Auglýsingar: 512 7050 Ritstjórn: 512 7010 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson Framkvæmdastjóri: Karl Garðarsson Aðalritstjóri og ábyrgðarmaður: Kristjón Kormákur Guðjónsson Aðstoðarritstjóri: Einar Þór Sigurðsson Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur Suðurlandsbraut 14 2. hæð 108 Reykjavík FRÉTTASKOT 512 7070 ABENDING@DV.IS Hvenær stígur fyrsti jólasveinninn fram sem transkona? D anaveldi hefur undanfarna daga logað út af hneykslis- máli sem við kemur gömlu lagi sem er þjóðinni kært. Hneykslið umrædda hófst þegar að nemendur CBS-viðskipta há- skólans í Kaupmannahöfn sungu lagið „Den danske sang er en ung blond pige“ í tilefni af stór- um fundi í skólanum. Bein þýðing á heiti lagsins væri „Danska lagið er ung ljóshærð stúlka“. Lagið var samið árið 1924 og hefur síðan lif- að með dönsku þjóðinni. Ein af þeim sem hlustuðu á lagið var kvenkyns starfsmað- ur sem var af erlendu bergi brot- inn og dökkur á hörund. Í stuttu máli móðgaðist hún vegna flutn- ings og þá aðallega heitis lagsins, kvartaði til stjórnenda skólans og niðurstaðan varð sú að hér eftir verður lagið, að öllum líkindum, ekki sungið við opinberar athafn- ir innan veggja skólans aftur. Dan- ir brjáluðust vegna málsins og mat flestra er að pólitískur rétttrúnaður sé of langt genginn. Guðmundur Brynjólfsson djákni er í skemmtilegu við- tal í helgarblaði DV. Í lok viðtals- ins tæpir hann einmitt á þessari meintu aðför að málfrelsinu og spyr: „Hver gaf fólki úti í bæ heim- ild til að taka orð úr umferð?“ Að auki veltir hann því fyrir sér hvort ekki verði gefinn út bæklingur um hvernig eigi að fara með gaman- mál á þessu jarðsprengjusvæði sem opinber umræða er orðin. Það er mikið til í þessu og ástæða er til þess að staldra við. Rétturinn til þess að móðgast virðist vera orðinn nánast heilag- ur og þar eru fjölmiðlar ekki sak- lausir. Það að einhver hafi móðg- ast yfir einhverju eru fljótunnar fréttir sem yfirleitt vekja talsverða athygli. Þær passa því ágætlega inn í efnisframleiðslubrjálæðið sem einkennir íslenska fjölmiðla. Á liðnum árum hefur verið skorin upp herör gegn jólalögum með slæmum boðskap. Yfirleitt er um að ræða lög þar sem kynja- hlutverkin eru afar gamaldags, til dæmis hvernig litlar stúlkur vagga brúðum en litlir drengir sparka í bolta í laginu „Nú skal segja“. Veruleikinn er auðvitað ekki þessi í dag. Í stað þess að sleppa laginu, eins og mér skilst að margir skólar geri, þá treysti ég íslenskum börn- um fyllilega til þess að átta sig á að sum lög og textar eru börn síns tíma og ber að skoða í því ljósi. Það er óþarfi að gera ráð fyrir því að börn taki einhverja innrætingu af gömlum lögum eða textum sem sungnir eru einu sinni á ári. Ef framheldur sem horfir þá er stutt í að það verði samfélagsleg krafa að fyrsti jólasveinninn stígi fram sem transkona. Líklega væri það táknrænast að Bjúgnakræki yrði fórnað. n Hvað borðar þú á aðfangadag? Skjóta sig í fótinn Samtök verslunar og þjónustu voru mjög ósátt við auglýsingu VR þar sem Georg Bjarnfreðarson er í hlutverki verslunareiganda. Sögðu þau Margrét Sanders og Andrés Magnússon hjá SVÞ að þau könnuðust ekki við slíka yfirmenn og að dæmin í aug- lýsingunum væru fjarri öllum veruleika. Launafólk á Íslandi kannast þó margt við að hafa átt minnst einn nautheimskan yfirmann á sínum starfsferli, og á jafnvel enn. Það er góður möguleiki að SVÞ sé að skjóta sig í fótinn með gagnrýninni á Georg Bjarnfreðarson. Það er aldrei að vita nema þetta verði til þess að það detti í gang #alvöruyfirmaður-bylting þar sem starfsmenn á plani deila sögum af atvinnurekendum og yfirmönnum. Dýrt, tímafrekt og tilgangslítið Klaustursréttarhöldin svoköll- uðu áttu að vera yfirveguð leið til að fá niður- stöðu formlegra dómstóla til að kæfa niður dóm- stól götunnar, en málið er strax byrjað að leysast upp í farsa. Komnar eru á kreik samsæriskenningar um að Bára „Marvin“ Halldórsdóttir hafi verið að ganga erinda ein- hverra afla. Reimar Pétursson, lögmaður Miðflokksmanna, ákvað svo að biðja um upptök- ur frá Dómkirkjunni þrátt fyrir að þar séu engar myndavélar, sem segir að hann hafi ekki athugað hvort svo væri þrátt fyrir að skrifstofa hans sé í rétt 200 metra fjarlægð. Réttarhöld eru alls ekki ókeypis, dómarar eru á kjararáðslaunum og réttar salir eru á dýrustu lóðum landsins, lögmenn eru held- ur ekki á neinum Landspítala- launum. Því vekur þetta upp spurninguna hvar gagnrýnend- ur Björns Levís Gunnarssonar Pírata séu í dag, en hann fékk á sig ákúrur fyrir að leggja fram dýrar, tímafrekar og tilgangs- litlar fyrirspurnir. „Mér er boðið í mat til dóttur minnar. Nautasteik og humar í forrétt“ Alda Björk Skarphéðinsdóttir „Kalkún“ Ólafur Waage „Hamborgarhrygg, grafið lambafille í forrétt og grafið nautafille“ Eyþór Helgi Pétursson „Mér er boðið í mat og ég held ég fái humar, það er uppáhaldið“ Jónína Ingólfsdóttir Leiðari Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.