Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2018, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2018, Blaðsíða 18
18 FÓLK 21. desember 2018 sögunni. Einnig nota ég alvöru fólk sem aukapersónur. Til dæmis Einar Ben sem tekur að sér mál­ ið í sögunni en hann var einmitt að geta sér nafn sem lögmaður á þessum tíma. Meðal annarra persóna má nefna norska skáldið Tryggve Andersen, síra Eggert á Vogsósum og Valtý Guðmunds­ son ritstjóra. Þetta gerði ég ekki til þess að skreyta bókina heldur til að negla hana niður í tíma og hafa umgjörðina rétta.“ Mannleg hegðun ekki breyst Eitraða barnið er stutt, líkt og aðr­ ar bækur Guðmundar. Kaflarnir eru einnig stuttir. Hans stíll er að skrifa knappt og leyfa sögunni að koma fram í samtölum sögu­ persónanna. Minna er um beinar lýsingar og frásagnir. Orð persón­ anna setja tóninn, lýsa persónun­ um sjálfum og sviðsmyndinni. „Eftir að Líkvaka kom út hitti ég við Þorstein frá Hamri skáld í bókabúð í Reykjavík. Hann sagði þá við mig: „Þú skrifar þennan knappa texta, stuttar bækur.“ Ég jánkaði því og sagði að það hent­ aði mér best. Þá leit hann yfir borðið með öllum nýútkomnu bókunum og sagði: „Já, það er líka rétt hjá þér. Það er til mikið af bók­ um sem mætti stytta um tvo þriðju án þess að nokkuð færi forgörð­ um.“ Þetta er besta krítík sem ég hef fengið“ segir Guðmundur og brosir. Í Eitraða barninu er fjallað um kynferðisofbeldi, sem er málefni sem ekki var mikið rætt á þessum tíma. Er þessi bók að tala til nú- tímans eða er hún að lýsa böli for- mæðra okkar? „Hvoru tveggja,“ segir Guð­ mundur með áherslu. „Konur voru ennþá bjargarlausari áður fyrr og atburðir af þessu tagi þagg­ aðir niður. Hún er líka að sýna fólki að sömu spurningar koma upp nú og fyrir hundrað árum. Sá sem misnotar unga stúlku í bók­ inni notar sömu kúgunartæki og gert er í dag. Hann segir við hana að henni verði ekki trúað og að mannorð hennar verði lagt í rúst. Annað sem kemur fram í bókinni sem hefur ekki breyst er hversu mikilvæg menntun getur verið. Hvað sá menntaði á auðvelt með að kúga þann ómenntaða. Hinn ómenntaði á erfitt með að lesa úr opinberum skjölum og fóta sig í lagalegum rimmum við þann menntaða. Þetta sjáum við í dag í uppboðsbeiðnum og frásögnum fátæks fólks í fjölmiðlum. Þegar maður spólar hundrað ár aftur í tí­ mann sjáum við hvað svona hlutir eru nauðalíkir samtímanum.“ Er þetta mannleg hegðun? „Já, þetta eilífa myrkur sem við paufumst í gegnum. Franski heim­ spekingurinn Albert Camus sagði að það væri aðeins ein megin spurning í lífinu: „Viltu drepa þig eða ekki?“ og ef ekki þá ættum við að reyna að gera hitt þokkalega. Mér finnst ekki skrýtið að margir taki föggur sínar og kveðji þennan heim. Þetta er táradalur.“ Djákni í kraftaverkakirkju Guðmundur starfar með séra Baldri Kristjánssyni sem djákni í Þorlákshafnarprestakalli. Hafa þeir umsjón með Þorlákskirkju í Þorlákshöfn, Hjallakirkju í Ölfusi og hinni þekktu Strandarkirkju í Selvogi. Í daglegum störfum felst meðal annars umsjón með sunnudagaskólanum, heimsóknir til eldri borgara og geðfatlaðra, út­ köll í líknarþjónustu, predikanir í messu og afleysingar fyrir sóknar­ prestinn. Hefur þú alltaf verið trúaður? „Já, frá blautu barnsbeini. Ég hef aldrei snúið baki við guði. Iðkunin hefur verið mismikil í gegnum tíð­ ina en ég hef alltaf lesið mikið í Biblíunni og trúarheimspeki. Ég pæli líka mikið í mystík og tákn­ máli en er enginn grillufangari í talnafanatík eða slíku. Það er samt aðallega fyrir forvitni sakir. Ég trúi fyrst og fremst á Jesú Krist, kross­ festan, grafinn og upprisinn.“ Trúir þú á illsku og jafnvel djöf- ulinn sjálfan? „Já, en ekki á djöfulinn í þeirri mynd að hann sé með horn og hala. En ég trúi að djöfullinn birt­ ist manninum í hinum ólíkustu myndum. Í voðaverkum frömdum af ásetningi og ráðabruggi. Í ein­ ræðisherrum og manndýrum sem hafa ríkt víða um jörðina. Lengi vel trúði ég ekki á illsku. En eftir að hafa hlýtt á fyrirlestur hjá fangapresti sannfærðist ég um að það væru til vondir menn. Ég sá þetta líka sjálfur þegar ég hrærðist í myrkraheiminum og kynntist fíklum, handrukkurum og sakamönnum. Sumir voru af­ vegaleiddir en aðrir eiginlega vondir og nutu engrar virðingar hjá hinum, voru óforbetranlegir. Ég tel að það sé sjálfsblekking hins borgaralega samfélags að allir geti tekið sig á. Þetta er ekki stór hópur, en þó nokkrir.“ Íslendingar hafa heitið á Strandarkirkju síðan á þrettándu öld. Sagt er að kirkjan hafi ver­ ið byggð eftir að skipstjóri hét á Maríu mey þegar skip hans lenti í aftakaveðri. Himneskt ljós í engils­ mynd lýsti þeim þá leiðina að ströndinni þar sem kirkjan reis. Guðmundur segir að fólk heiti enn þá á Strandarkirkju, sérstaklega eldra fólk. „Ég trúi einlæglega á helgi þessa staðar og finn fyrir henni. Einnig fæ ég að heyra sögur frá fólki sem hefur heitið á kirkjuna með góðum árangri. Í haust sagði kona, rúmlega níræð, mér frá því að hún hefði verið nær dauða en lífi vegna veikinda fyrir um hálfri öld. En náði bata eftir að sonur hennar fór að heita á Strandar­ kirkju af mikilli ákefð. Henni batn­ aði og hefur aldrei kennt sér meins síðan.“ Segi kelling ef mér sýnist Auk þess að skrifa bækur og leik­ rit skrifar Guðmundur beitta pistla í Fréttablaðið. Hafa þeir gjarnan vakið miklar umræður og stund­ um úlfúð hjá fólki, sérstaklega fólki sem tjáir sig á samfélags­ miðlum. Nýjustu dæmin eru um­ mæli hans um svínfeitar kerlingar í Reykjavíkurmaraþoni og Vinstri græn sem ljót og getulaus hjón. Finnur þú sjálfur fyrir hörðum viðbrögðum? „Ég hef gaman af þessu,“ segir Guðmundur og brosir breitt. „Ég fæ tölvupóst og er atyrtur í kommentakerfum. Skemmti­ legast finnst mér að renna yfir kommentakerfin og sjá hvern­ ig umræðan spinnst út í algerlega ótengda hluti. Ég er ekki í neinum pólitískum flokki, fyrir utan að ég er æviráðinn leiðtogi Öfgasinn­ aðra jafnaðarmanna. Þess vegna er gaman að sletta einhverju fram sem ergir vinstra fólkið og sjá íhaldspúkana á hægri vængn­ um fitna á fjósbitanum. Svo skelli ég einhverju á Sjálfstæðisflokkinn og þá hlakkar í öllum sem töldu mig forpokað íhald vikunni áður. Maður sér bylgjurnar rísa til skipt­ is og tvískinnunginn í þessu öllu saman.“ Er tíðarandinn að kæfa húmor og beitta notkun tungumálsins? „Alveg skelfilega. Þetta er orðin bilun. Þegar einhver ósýnileg öfl eru farin að þrúga tungumálið. Ég má ekki segja kelling því þá verður allt vitlaust. Ég er alinn upp við að nota orðið kelling. Kellingin hún amma, stærsta kvenmynd í mín­ um huga sem ég elskaði svo heitt. Svo er eitthvert lið búið að ákveða að orðið kelling eigi ekki lengur við. Sama með orðið fáviti, dásam­ legt orð sem ekki má nota lengur. Það lýsir mjög vel manni eða konu sem veit fátt. Hver gaf fólki úti í bæ heimild til að taka orð úr umferð?“ Guðmundur segir hins vegar að sum orð, til dæmis kynvillingur, megi missa sín. Orðum sem beint var gegn hópum um langa hríð. „Kelling er ekki niðrandi orð, rétt eins og svo mörg sem hafa verið bönnuð. Í fötlunarfræðum er fagfólk orðið óöruggt þegar það tekur til máls því að það er ekki alveg með á hreinu hvaða orð sé búið að taka úr umferð. Nú má til dæmis ekki segja að einhver sé fatlaður, heldur aðeins að við­ komandi sé með fötlun. Eins með þennan pistil minn um svínfeitu kellingarnar, rennandi um í eigin lýsi. Hvernig á að djóka? Verður gefinn út bæklingur um það? Að minnsta kosti mun ég ekki taka við honum. Ég hef ekki marga mann­ kosti, að minnsta kosti sem ég hef geta staðið á í prinsippinu. En ég segi það sem mér sýnist og mér er nákvæmlega sama um hvað öðr­ um finnst.“ Verður þessari þróun snúið við? „Ég ætla rétt að vona það. Mál­ frelsi á undir högg að sækja. Við sáum til dæmis Pétur Gunnlaugs­ son, útvarpsmann á Sögu, dreginn fyrir dómstóla fyrir eitthvað sem aðrir sögðu í símatíma hjá honum. Hver á að bera ábyrgð á hverjum? Þetta samfélag er að þróast út í það að enginn beri ábyrgð á sjálfum sér heldur beri allir saman ábyrgð á öllum. En allir, með stóru A­i, geta aldrei komið sér saman um neitt.“ n Hafnargata 19 • Ryekjanesbæ s: 421 4601 • www.rain.9is • rain@rain.is Borðapantanir í síma: 421-4601/893-2082 Það er árleg hefð í sögu Ráarinnar að vera með skötuhlaðborð í hádeginu á Þorláksmessu og verður engin undantekning á því þetta árið Við komum til með að bera fram skötu einslengi og birgðir endast á þorláksmessu. 3.900 kr. Skötuhlaðborð á Ránni 23. desember VERIÐ VELKOMIN Nýjasta bók Guðmundar Glæpasaga með sögulega umgjörð. „Mér getur hins vegar blöskrað þessi akademíski femínismi þar sem konur úr háskólum segja verkakonum og konum yfirhöfuð hvernig þær eigi að haga sér og móðgast fyrir þeirra hönd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.