Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2018, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2018, Blaðsíða 50
50 FÓLK 21. desember 2018 Þau deildu á árinu Það er margt búið að gerast á árinu og fjölmargar deilur komið upp. Nú eru hins vegar að koma jól, hátíð ljóss og friðar. Það þýðir að við leggjum deilumál til hliðar, í það minnsta yfir hátíðirnar. DV tók saman nokkur sem hafa átt í deilum á árinu og spurði hvað þau myndu gefa hinum aðilanum í jólagjöf. Ekki bárust skýr svör frá öllum þannig að DV tók sér bessaleyfi að velja og pakka inn fyrir þá. Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, hjólaði í verkalýðsforingjann Vilhjálm Birgisson í haust og sakaði hann um að beita verkalýðshreyf- ingunni gegn útlendingum. Vilhjálmur var vægast sagt ósáttur. „Ég myndi gefa honum dags- ferð til Verka- lýðsfélags Akra- ness með fæði til kynna sér þá miklu vinnu sem verka- lýðshreyfingin er að inna af hendi við að verja réttindi innlendra sem erlendra félagsmanna sinna.“ „Ég þekki ekki Vilhjálm svo ég myndi örugglega bara gefa honum pening.“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Hörður Ægisson, ritstjóri Markaðarins, eru langt frá því að vera sammála um hvernig eigi að bæta lífskjör vinnandi fólks á Íslandi. Hörður sagði í leiðara Fréttablaðsins í október að forystumenn verkalýðsfélaganna væru stærsta ógn in við lífs kjör meg inþorra ís lensks launa fólks á kom andi árum og að engin innistæða væri fyrir launakröfum þeirra. Sólveig sagði orð hans lýsa „sturlaðri“ stemningu í „herbúðum óvina hinna vinnandi stétta“. Sólveig Anna vildi frá að hugsa málið þegar DV hafði sam- band en svaraði svo ekki. Sólveig gæti gefið honum Global Woman eftir Bar- böru Ehrenreich, en hún hefur lýst velþóknun sinni á bókinni. Hörður svar- aði ekki fyrirspurn DV. Hann gæti gefið henni bókina Hag- fræði í hnotskurn eft- ir Henry Hazlitt, svo hún geti hent henni í ruslið … aftur. Þingmennirnir Brynjar Níelsson og Björn Leví Gunnarsson hafa verið reglulega í fréttum á þessu ári þar sem þeir eru undantekningarlaust á önd- verðum meiði í stjórnmálaumræðunni. Björn Leví hefur lagt fram ótal fyrirspurnir á þessu ári og gengið hart á eftir upplýsingum um aksturskostn- að þingmanna. Brynjar hefur sagt Björn Leví vera „niðursetning“ á „sokkaleistunum“ með „fyrir- spurnaræði“. „Ég myndi gefa Brynj- ari Ríkið eftir Platón. Þarf að útskýra það eitthvað frekar?“ „Tja, það hefur enga þýðingu að gefa hon- um skó eða bindi því ég vil gefa fólki gjafir sem nýtast. Myndi senni- lega gefa honum Nýja testamentið og nám- skeið hjá Dale Carnegie. Kannski sokka með gati á tánni að auki.“ Femínistinn Elísabet Ýr Atladóttir og útvarpsmaðurinn Frosti Loga- son áttu í deilum á árinu, þau mál eru of flókin til að rekja í stuttu máli en það má segja að femínismi, aktívismi og blaða- mennska komi þar við sögu. „Ég held ég myndi gefa honum bókina Why Does He Do That eftir Lundy Bancroft. Frá- bær bók eftir mann sem vann sem meðferðar- aðili fyrir ofbeldismenn, en hann skrifaði þessa bók fyr- ir þolendur þeirra. Hann fer í saumana á því hvernig ofbeldismenn vinna, hvaða trikk þeir nota til að líta vel út út á við, og hvað þeir gera til að halda ógnarvaldi á sínum nánustu. Ég held þetta væri frábær gjöf handa Frosta því hann virðist hafa haft mikinn áhuga á þess- um málefnum undanfarið og talað við ýmsa menn í þættinum sín- um sem hann gæti jafnvel stúderað aðeins nánar út frá þessarri bók. Þetta er líka ein af mínum uppáhaldsbókum og bækur eru alltaf frá- bær gjöf. Þetta er bók sem allir ættu að eiga. Það er hægt að finna þessa bók frítt hér og þar á netinu, en sumt er bara langbest að eiga á kilju. Sérstak- lega svona gersemi.“ Frosti hló þegar DV bar upp erindið. Frosti gæti gefið henni Tólf lífsreglur – Mótefni við glundroða eftir Jordan Peterson ásamt geisladiski þar sem ljúf rödd Frosta fer í gengum bókina. Til: FrostaFrá: Elísabetu Ýri Til: Elísab etar Ýrar Frá: Frost a Til: BrynjarsFrá: Birni Leví Til: Björns Levís Til: Harðar Frá: Sólveigu Önnu Til: Sólveigar ÖnnuFrá: Herði Til: Pawels Frá: Brynjari Frá: Vilhjálmi Til: Vilhjálms Frá: Pawel Vilhjálmur Birgisson Pawel Bartoszek Björn Leví Gunnarsson Brynjar Níelsson Ari Brynjólfsson ari@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.