Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2018, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2018, Blaðsíða 39
Þorláksmessa 21. desember 2018 KYNNINGARBLAÐ Ætlar að mynda ónæmi gegn skötufnyknum! Jónas Sig heldur útgáfutónleika í Gamla Bíói 23. des. ásamt fríðum flokki Okkar landsþekkti Jónas Sig var að gefa út plötuna Milda hjartað. Nafnið segir hann koma út frá hnattrænni þörf á almennri mildi sem gæti mögulega bjargað heiminum. Ásamt fríðu föruneyti mun hann halda helj- arinnar útgáfutónleikaveislu í Gamla Bíói á Þorláksmessu og er hann að sögn gífurlega spenntur að fá að spila nýtt efni fyrir eftirvæntingar- fulla tónleikagesti. Blaðamaður tók Jónas Sig. tali og spurði hann fáeinna spurninga. Til hamingju með plötuna! Viltu segja aðeins frá henni? „Takk! Ég er búinn að vera að vinna þessa plötu síðustu tvö ár í góðri samvinnu við vin minn, Ómar Guð- jónsson, sem stýrði upptökum. Mig langaði svo að gera „singer/songw- riter“-plötu eins og menn gerðu hérna áður fyrr þar sem aðaláherslan var á sterkar lagasmíðar, frásögn og ríkan boðskap. Helst tekið upp sem mest í heilu lagi með hljómveit þar sem áhersla er lögð á lifandi spila- mennsku og mikið pláss fyrir sönginn/ sögumann. Að auki hefur mig lengi langað að vinna með þetta þema. Þessa hugmynd um mildi sem ég tel vera orðið mikilvægasta fyrirbærið sem gæti mögulega bjargað mann- kyninu og með því heiminum okkar. Að temja sér mildi og hlýju. Að það sé ekki veikleiki að vera mildur með opið hjarta. Að fólk geti verið sterkt en á sama tíma með milt og opið hjarta. Platan er að skoða þetta út frá mis- munandi sjónarhornum,“ segir Jónas. Lagið „Dansiði“ á plötunni Milda hjartað með Jónasi sig. Mega aðdáendur búast við samb- ærilegu efni á nýju plötunni? „Ég myndi segja að hljómurinn væri frábrugðinn. Ég hef áður unnið meira í stúdíóinu við að leggja niður rásir til að gera hljóminn eins þéttann og feitan og mögulegt er. Stundum hef ég yfirhlaðið lögin í framleiðslunni af því að mér finnst það gaman og kann að meta svoleiðis vinnubrögð. Þannig getur myndast mikill kraftur. Þá hef ég líka áður unnið mikið með sterkan brasshljóm og kraftmikla stóra hljómsveit undir nafninu „Rit- vélar framtíðarinnar“. Nýja platan er hins vegar klassísk sólóplata, svolítið í ætt við fyrstu plötuna sem ég gerði undir eigin nafni. Hún er strípaðri og einfaldari. Það er auðveldara að setja hana á fóninn og taka hana beint inn í hjartað. Ég hugsaði hana allavega þannig. Ég vona að það sé að virka.“ Hvernig hefur fólk tekið við sér og hefur platan selst vel fyrir jólin? „Sölutölur í dag eru töluvert öðru- vísi en maður átti að venjast hérna áður í plötusölu. En í staðinn þá er komin mikil dreifing á netinu eins og Spotify og annað. Ég verð að segja að platan hefur fengið frábærar við- tökur, framúrskarandi góða umfjöllun og mikið er verið að hlusta og tékka á henni. Það verður svo gaman að sjá hvernig það þróast áfram með tímanum.“ Nú verða útgáfutónleikar í Gamla Bíói þann 23. des. Er ekki gífurleg eftirvænting í liðinu? „Jú, heldur betur! Sérstaklega í ljósi þess að við ákváðum að halda einu tónleikana okkar í bænum, sjálfa útgáfutónleika plötunnar, á Þor- láksmessu. Við höfum hingað til verið með létta og vel heppnaða tónleika á Hard Rock Café á Þorláksmessu sem hefur selst upp á síðustu ár, en ákváðum að breyta til núna í kjölfar nýju plötunnar og slá saman í útgáfu- tónleika. Þá þurftum við auðvitað að færa okkur í annað rými með her- legheitin, þannig að þessir tónleikar fara fram í Gamla Bíói. Vitandi hversu margir bíða spenntir eftir tónleikum í bænum þá er komin mikil tilhlökkun í gengið fyrir þessum tónleikum.“ Hvernig ætlið þið að tækla skötufnykinn frá gestum? „Ætli við skellum okkur ekki á bara á skötuhlaðborð sjálfir og myndum skötufnyks-ónæmi!“ Verða þetta ekki flottir tónleikar? „Við lofum því. Án gríns! Við höf- um þvælst um landið undanfarið og erum búnir að spila útgáfutónleika- röðina í Þorlákshöfn, Karlsstöðum í Berufirði, Egilsstöðum, Grindavík, Akranesi, Akureyri og Siglufirði. Þetta eru auðvitað allt ægifagrir staðir og langflestir með gullfallegt útsýni yfir hafið sem er gríðarlega stór hluti af menningarlífi hvers samfélags. Það er mikil spilagleði og falleg vinátta í hópnum og við erum mjög spennt að spila í Gamla Bíói. Það er síðan toppurinn að eiga þessa upplifun og deila með tónleikagestum hvert sinnið.“ Nældu þér í miða á útgáfutónleika Jónasar Sig á midi.is sunnudaginn 23. desember kl. 22.00 í Gamla Bíói. n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.