Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2018, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2018, Blaðsíða 46
46 SPORT 21. desember 2018 Varahlutaverslun og þjónusta TANGARHÖFÐA 4 110 REYKJAVÍK SÍMI 515 7200 www.osal.is osal@osal.is FAX 515 720 ÓSAL VARAHLUTAVERSLUN Fimm merkilegustu augna- blikin á stærsta sviðinu Stærsta sviðið sem knattspyrnumaður getur spilað á með félagsliði sínu er Meistaradeild Evrópu. Í þessari keppni koma öll bestu lið Evrópu, þarna hefur nokk- ur fjöldi af Íslendingum komið við sögu en mismikið hefur þó komið út úr frammistöðu þeirra. Eiður Smári Guðjohnsen á merkilegasta feril Íslendings í keppninni en ekki er útilokað að Arnór Sigurðsson skrifi sig áfram í sögubækurnar en hann hefur verið frábær á þessu tímabili. DV tók saman fimm merkilegustu augnablik Íslendings í þessari frábæru keppni. Eiður Smári Guðjohnsen var hluti af liði Barcelona sem vann þessa merkilegu keppni árið 2009. Eiður Smári var þó ónotaður varamaður í úrslitaleiknum í Róm þar sem Barcelona hafði betur gegn sigursælasta liði í sögu enska fótboltans, Manchester United. Eiður Smári kom við sögu í fimm leikjum þetta tímabil í Meistaradeildinni, hlutverk hans hafði farið minnkandi hjá félaginu og yfirgaf hann liðið um sumar- ið. Hann er hins vegar eini Íslendingurinn sem fengið hefur gullmedalíu fyrir sigur í þessari merkilegu keppni, um er ræða medalíu sem alla knattspyrnumenn dreymir um að eignast og Eiður Smári á eina slíka í skáp sínum. Real Madrid tapaði stórt í Meistaradeild Evrópu í síðustu viku er liðið fékk CSKA Moskvu í heimsókn á Santiago Bernabeu. CSKA kom mörgum á óvart í fyrri leik liðanna og hafði betur með einu marki gegn engu í Rússlandi. Liðið gerði þó enn betur í síðustu viku og vann nokk- uð sannfærandi 3-0 útisigur á ríkjandi meisturum. Arnór Sigurðsson átti frábæran leik fyrir CSKA en hann lagði upp fyrra mark liðsins og skoraði annað. Arnór hefur stimplað sig hressilega inn á stuttum tíma í íslenskt íþróttalíf, þessi 19 ára Skagamaður hefur slegið í gegn í Rúss- landi og ekki sér fyrir endann á þessari velgengni hans. Alfreð Finnbogason skoraði sigurmark Olympiakos í fræknum 3-2 sigri á Arsenal í Meistaradeildinni árið 2015 en Alfreð kom inn af varamannabekknum og skoraði sigurmarkið í leiknum. Olympiakos komst í þrígang yfir í leiknum en Arsenal tókst að svara með mörk- um frá Theo Walcott og Alexis Sanchez. Alfreð Finnbogason byrjaði á bekknum hjá Olympiakos í leiknum en hann kom inn á í hálfleik og átti eftir að skrifa sig í sögubækurnar. Stuttu eftir jöfnunarmark Sanchez kom Alfreð Olympiakos aftur yfir, hann var eins og refur í teignum og tók færið sitt vel. Alfreð fagnaði marki sínu vel sem er hans eina í þessari bestu keppni til þessa. Kolbeinn Sigþórsson lék nokkra leiki með Ajax í deild þeirra bestu en tókst aldrei að troða boltanum yfir línuna, besta tækifæri Kolbeins kom árið 2013 þegar Ajax var í heimsókn á einum sögufrægasta velli fótboltans, Camp Nou í Katalóníu. Barcelona vann 4-0 sigur á Ajax en Kolbeinn tók vítaspyrnu á vellin- um árið 2013. Vítaspyrnan var hins vegar ekki góð og Victor Valdes sem stóð í marki Barcelona varði frá framherjanum knáa. Eiður Smári Guðjohnsen skoraði á Anfield með Barcelona árið 2007 þegar Barcelona féll úr leik gegn Liverpool. Eiður hafði byrjað á bekknum í leiknum en kom inn á og skoraði, það dugði ekki til. „Ég nýtti tækifærið vel sem ég fékk og vonandi fjölgar þeim á næstunni. Ég hef æft mjög vel, bæði með liðinu og hef verið á séræf- ingum og það á vonandi eftir að skila sér. Ég er þannig byggður að ég þarf að æfa vel og sérstak- lega þegar ég fæ ekki að spila mikið. Ég hefði svo sannarlega kosið að vera inni á frá fyrstu sek- úndu en það er ekki mitt að ákveða það. Menn geta alltaf verið vitrir eftir á. Maður heyrir gagn- rýni yfir leikkerfinu sem við lékum eftir en með þessu sama leikkerfi sundurspiluðum við Zara- goza í bikarnum á útivelli,“ sagði Eiður Smári við Morgunblaðið um markið. Mark Alfreðs Finnbogasonar gegn Arsenal árið 2015 í 3-2 sigri Mark og stoðsending Arnórs Sigurðsonar á Santiago Bernabeu gegn Real Madrid árið 2018 Eiður Smári Guðjohnsen vann Meistaradeildina með Barcelona árið 2009 Vítaklúður Kolbeins Sigþórssonar gegn Barcelona árið 2013 Mark Eiðs Smára á Anfield en Liverpool fór áfram árið 2007 1 2 3 4 5 Hörður Snævar Jónsson hoddi@433.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.