Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2018, Blaðsíða 46
46 SPORT 21. desember 2018
Varahlutaverslun
og þjónusta
TANGARHÖFÐA 4
110 REYKJAVÍK
SÍMI 515 7200
www.osal.is
osal@osal.is
FAX 515 720
ÓSAL VARAHLUTAVERSLUN
Fimm merkilegustu augna-
blikin á stærsta sviðinu
Stærsta sviðið sem knattspyrnumaður getur spilað á
með félagsliði sínu er Meistaradeild Evrópu. Í þessari
keppni koma öll bestu lið Evrópu, þarna hefur nokk-
ur fjöldi af Íslendingum komið við sögu en mismikið
hefur þó komið út úr frammistöðu þeirra. Eiður Smári
Guðjohnsen á merkilegasta feril Íslendings í keppninni
en ekki er útilokað að Arnór Sigurðsson skrifi sig áfram
í sögubækurnar en hann hefur verið frábær á þessu
tímabili. DV tók saman fimm merkilegustu augnablik
Íslendings í þessari frábæru
keppni.
Eiður Smári Guðjohnsen var hluti af liði Barcelona sem vann þessa merkilegu keppni árið 2009. Eiður
Smári var þó ónotaður varamaður í úrslitaleiknum í Róm þar sem Barcelona hafði betur gegn sigursælasta
liði í sögu enska fótboltans, Manchester United. Eiður Smári kom við sögu í fimm leikjum þetta tímabil
í Meistaradeildinni, hlutverk hans hafði farið minnkandi hjá félaginu og yfirgaf hann liðið um sumar-
ið. Hann er hins vegar eini Íslendingurinn sem fengið hefur gullmedalíu fyrir sigur í þessari merkilegu
keppni, um er ræða medalíu sem alla knattspyrnumenn dreymir um að eignast og Eiður Smári á eina slíka
í skáp sínum.
Real Madrid tapaði stórt í Meistaradeild Evrópu í síðustu viku er liðið
fékk CSKA Moskvu í heimsókn á Santiago Bernabeu. CSKA kom
mörgum á óvart í fyrri leik liðanna og hafði betur með einu marki gegn
engu í Rússlandi. Liðið gerði þó enn betur í síðustu viku og vann nokk-
uð sannfærandi 3-0 útisigur á ríkjandi meisturum. Arnór Sigurðsson
átti frábæran leik fyrir CSKA en hann lagði upp fyrra mark liðsins og
skoraði annað. Arnór hefur stimplað sig hressilega inn á stuttum tíma
í íslenskt íþróttalíf, þessi 19 ára Skagamaður hefur slegið í gegn í Rúss-
landi og ekki sér fyrir endann á þessari velgengni hans.
Alfreð Finnbogason skoraði sigurmark Olympiakos í fræknum 3-2
sigri á Arsenal í Meistaradeildinni árið 2015 en Alfreð kom inn af
varamannabekknum og skoraði sigurmarkið í leiknum. Olympiakos
komst í þrígang yfir í leiknum en Arsenal tókst að svara með mörk-
um frá Theo Walcott og Alexis Sanchez. Alfreð Finnbogason byrjaði
á bekknum hjá Olympiakos í leiknum en hann kom inn á í hálfleik
og átti eftir að skrifa sig í sögubækurnar. Stuttu eftir jöfnunarmark
Sanchez kom Alfreð Olympiakos aftur yfir, hann var eins og refur í
teignum og tók færið sitt vel. Alfreð fagnaði marki sínu vel sem er
hans eina í þessari bestu keppni til þessa.
Kolbeinn Sigþórsson lék nokkra leiki með Ajax í
deild þeirra bestu en tókst aldrei að troða boltanum
yfir línuna, besta tækifæri Kolbeins kom árið 2013
þegar Ajax var í heimsókn á einum sögufrægasta velli
fótboltans, Camp Nou í Katalóníu. Barcelona vann
4-0 sigur á Ajax en Kolbeinn tók vítaspyrnu á vellin-
um árið 2013. Vítaspyrnan var hins vegar ekki góð
og Victor Valdes sem stóð í marki Barcelona varði frá
framherjanum knáa.
Eiður Smári Guðjohnsen skoraði á Anfield með
Barcelona árið 2007 þegar Barcelona féll úr leik
gegn Liverpool. Eiður hafði byrjað á bekknum
í leiknum en kom inn á og skoraði, það dugði
ekki til. „Ég nýtti tækifærið vel sem ég fékk og
vonandi fjölgar þeim á næstunni. Ég hef æft
mjög vel, bæði með liðinu og hef verið á séræf-
ingum og það á vonandi eftir að skila sér. Ég er
þannig byggður að ég þarf að æfa vel og sérstak-
lega þegar ég fæ ekki að spila mikið. Ég hefði svo
sannarlega kosið að vera inni á frá fyrstu sek-
úndu en það er ekki mitt að ákveða það. Menn
geta alltaf verið vitrir eftir á. Maður heyrir gagn-
rýni yfir leikkerfinu sem við lékum eftir en með
þessu sama leikkerfi sundurspiluðum við Zara-
goza í bikarnum á útivelli,“ sagði Eiður Smári við
Morgunblaðið um markið.
Mark Alfreðs Finnbogasonar
gegn Arsenal árið 2015 í 3-2 sigri
Mark og stoðsending
Arnórs Sigurðsonar á
Santiago Bernabeu gegn
Real Madrid árið 2018
Eiður Smári Guðjohnsen
vann Meistaradeildina
með Barcelona árið 2009
Vítaklúður Kolbeins
Sigþórssonar gegn
Barcelona árið 2013
Mark Eiðs Smára á
Anfield en Liverpool
fór áfram árið 2007
1
2
3
4
5
Hörður Snævar Jónsson
hoddi@433.is