Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2018, Blaðsíða 65

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2018, Blaðsíða 65
SAKAMÁL 6521. desember 2018 af morfíni. Harris var sakfelldur og dæmdur til dauða. Lík Önnu grafið upp Buckanan hafði fylgst með mál­ inu af miklum áhuga og iðulega talað um Harris sem „klaufskt fífl“ og „heimskan amatör“. Hafði Buckanan gortað sig af að geta fyr­ irbyggt að einkenni eitrunar kæmu fram við líkskoðun. Það gæti hann gert með því að setja atrópín í augu fórnarlambsins, en atrópín er unnið er úr jurtinni völvuauga sem einnig er nefnd sjáaldursjurt. Vegna þess sem White hafði komist á snoðir um hóf hann herferð fyrir því að lík Önnu yrði grafið upp, enda ekki öll kurl kom­ in til grafar að hans mati. Honum varð að ósk sinni og viti menn; rannsókn leiddi í ljós leifar af morfíni í líffærunum og Buckanan var ákærður fyrir morð. Tekist á um réttarvísindi Fljótlega eftir að réttarhöld yfir Buckanan hófust varð ljóst að málflutningur myndi að stærst­ um hluta byggja á réttarvísindum, sem þá voru ný af nálinni. Sækjendur og verjendur tefldu fram sínum sérfræðivitnum sem kepptust við að bera brigður á vitnisburð hver annars. Gripið var til þess ráðs að koma með kött í réttarsalinn og honum gef­ ið morfín. Síðan var atrópín sett í augu kisa og kviðdómarar fengu að sjá með eigin augum áhrif þess – augu kattarins þöndust út. Saksóknarinn notaði tækifær­ ið og minnti á það sem áður hafði komið fram; að hjúkrunarkona hafði séð Buckanan beygja sig yfir fárveika eiginkonu sína og setja eitthvað í augu hennar. Vörn snúið í sókn Útlit var fyrir að ákæruvaldið væri með unnið mál í höndun­ um, en aðallögfræðingur Buckan­ an, William O’Sullivan, hafði ver­ ið læknir áður en hann sneri sér að lögfræði. Hann kallaði fyrir höfuðvitni ákæruvaldsins, Rudolph Witthaus prófessor, og, með því sem virtust sárasaklausar spurningar, tókst að rugla það í ríminu og láta það mála sig út í horn. Síðan kallaði O’Sulli­ van fyrir sinn eigin sérfræðing sem rak smiðshöggið á vörn hans. Þögull sakborningur Þegar þarna var komið sögu gat brugðið til beggja vona fyrir Buckanan og reyndar líklegra að hann yrði sýknaður. Hann hafði verið þögull öll réttarhöldin, og nánast líkari áhorfanda en sak­ borningi. O’Sullivan varð hugsað til réttarhaldanna yfir Harris. Þá hafði honum, líkt og fjölmörgum kollega hans, fundist sú ákvörðun Harris að bera ekki vitni hafa unnið verulega gegn honum. Hann hugðist ekki gerast sekur um slík mistök og taldi Buckanan á að bera vitni. Málglaður sakborningur Í ljós kom að það var afar mis­ ráðið. Buckanan birtist kvið­ dómi sem sjálfumglaður vælu­ kjói og versnaði bara þegar hann var gagnspurður af sækjandan­ um, Francis Wellman. Þegar upp var staðið hafði Buckanan hvort tveggja svarað með lygum og kom­ ist í fullkomna mótsögn við sjálfan sig. Hann nánast haltraði þegar hann yfirgaf vitnastúkuna. Kviðdómur dró sig í hlé 25. apr­ íl og eftir 28 klukkustundir á rök­ stólum varð niðurstaða hans að Buckanan væri sekur. Árangurslaus áfrýjun Buckanan var dæmdur til dauða og var dómnum áfrýjað og byggði áfrýjunin á að áhöld væri um þau vísindalegu sönnunar­ gögn sem lögð voru fram við rétt­ arhöldin. Witthaus prófessor, sem fannst hann hafa verið niðurlægð­ ur við réttarhöldin, hafði lagst í mikla vinnu og taldi sig reiðu­ búinn til að hnekkja umræddum sönnunargögnum. Buckanan reið ekki feitum hesti frá áfrýjuninni og 2. júlí, 1895, sett­ ist hann í rafmagnsstólinn í Sing Sing­fangelsinu í New York­ríki. n 29. desember, 2011, tók taílensk kona, Bunt-hawee Rimmer, sér klaufhamar í hönd og barði til bana Paul Norfolk, 77 ára, á heimili hans í Suffolk á Englandi. Bunthawee hafði séð um umönnun eiginkonu Pauls þar til hún var send á heimili fyrir aldraða. Þá tóku Paul og Bunthawee upp ástarsamband og hún flutti inn. Fljótlega í kjölfarið breytti Paul erfðaskrá sinni og ánafnaði Bunthawee allar sínar eigur og sá hún sér þá leik á borði. Í stað þess að bíða róleg tók hún málið í eigin hendur og flýtti för hans yfir móðuna miklu. Hún var handtekin tveimur dögum síðar í kjölfar misheppn- aðs sjálfsvígs. Hún fullyrti að hún myndi ekki eftir að hafa myrt Paul, hún hefði verið afar langt niðri sökum þunglyndis. Bunthawee fékk lífstíðardóm í júlí 2012. LÆKNIRINN SEM TALAÐI OF MIKIÐ n Læknirinn Buckanan var ekki allur þar sem hann var séður n Skildi við eiginkonu sína og kvæntist pútnahússstýru n Gróf nánast eigin gröf í vitnastúkunni„Hafði hann á orði við vini sína að „gamla herfan“ væri óþolandi og hann yrði „losna við hana, hvað sem það kostaði“ ALLAR ALMENNAR FATAVIÐGERÐIR TÖKUM AÐ OKKUR Komdu m eð kjólinn fy rir jólin Malarhöfða 2 • 110 Reykjavík • lost.is • lost@lost.is • Sími 581 3330 Áfrýjun Rafmagns- stóllinn varð síðasta sæti Buckanan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.