Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2018, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2018, Blaðsíða 10
10 21. desember 2018 F yrsta dag næsta árs verður Jair Bolsonaro settur í emb­ ætti forseta Brasilíu. Ef þessi 63 ára fyrrverandi kapteinn úr brasilíska hernum stendur við kosningaloforð sín mun jörðin öll finna fyrir áhrifum þeirra að mati sérfræðings. Bolsonaro er talinn vera öfgahægrimaður og eitt af kosningaloforðum hans var að afnema vernd sem Amazon, stærsti regnskógur heims, nýtur í Brasilíu. Skógurinn hefur oft verið nefndur lungu heimsins en hann skiptir miklu máli fyrir súrefnis­ framleiðslu jarðarinnar og upp­ töku gróðurhúsalofttegunda. Það var þó ekki þetta kosningaloforð sem heillaði Brasilíumenn heldur loforð hans um að taka á landlægri spillingu í landinu. Skóglendið sem um ræðir og Bolsonaro vill hætta að vernda fyrir ágangi skógarhöggsmanna, bænda og námueigenda er tæp­ lega 20 sinnum stærra en Þýska­ land. Vistkerfi svæðisins er fjöl­ breytt og stendur undir um 20 prósentum af því súrefni sem er losað út í andrúmsloftið á jörðinni og því er oft talað um það sem lungu heimsins. Bolsonaro lofaði einnig að leggja hraðbraut­ ir í gegnum Amazon. Stór hluti skógarins er einnig verndarsvæði frumbyggja Brasilíu en Bolsonaro hefur einnig ráðist gegn þeim og hefur meðal annars sagt að verndarsvæðin standi í vegi fyrir þróun. Eins og kosningaloforð hans bera með sér er hann efasemda­ maður um loftslagsbreytingarnar og hefur því að auki í hyggju að veikja umhverfisverndarstofn­ anir landsins, svipað og Donald Trump hefur gert í Bandaríkjun­ um, þannig að þær geti ekki lengur framfylgt lögum um vernd Ama­ zon með því að „skrifa sektir alls staðar“ eins og hann hefur sjálfur sagt. Það er athyglisvert í því sam­ bandi að hann sjálfur hefur ekki greitt sekt upp á sem nemur um 300.000 íslenskum krónum fyrir að hafa stundað veiðar á friðuðu svæði í Amazon. Bolsonaro hefur líka í hyggju að fylgja fordæmi Trump og draga Brasilíu út úr Parísarsáttmálanum um loftslagsbreytingarnar og að­ gerðir gegn þeim. Ljóst er að ein­ hverjar breytingar verða í þess­ um málaflokki því í síðustu viku tilkynntu brasilísk stjórnvöld að landið væri hætt við að halda lofts­ lagsráðstefnu Sameinuðu þjóð­ anna á næsta ári og því þarf að finna nýjan gestgjafa. Bolsonaro hefur útnefnt Ernesto Araujo, sem er mikill efasemdar­ maður um loftslagsbreytingarnar, sem utanríkisráðherra. Araujo hefur meðal annars sagt að lofts­ lagsbreytingarnar séu ekkert ann­ að en samsæri marxista sem sé notað sem yfirvarp til að rétt­ læta fleiri lög og reglugerðir sem íþyngja efnahagslífinu og færi al­ þjóðlegum stofnunum meira vald yfir einstökum ríkjum heims. Þetta kyrki hagvöxt í kapítalískum lýð­ ræðisríkjum og ýti undir hagvöxt í Kína. Alþjóðlegur þrýstingur Amazon (Amazonas) þekur um sex milljónir ferkílómetra lands í Suður­Ameríku. Stærsti hlutinn, um 60 prósent, er í Brasilíu en restin er í Venesúela, Kólumbíu, Ekvador, Perú og Bólivíu. Skóg­ urinn er rúmlega helmingur þess regnskógar sem eftir er á jörðinni og þar býr rúmlega helmingur þeirra plöntu­ og dýrategunda sem til eru. Skógarhögg hefur ver­ ið sívaxandi vandamál frá sjöunda áratugnum en það náði hámarki á tíunda áratugnum þegar svæði á stærð við Spán var rutt til búa til beitiland fyrir kýr og ræktun soja­ bauna. Það gæti þó dregið úr fram­ kvæmdagleði Bolsonaro við að efna þessi kosningaloforð að að­ gangur Brasilíu að evrópskum mörkuðum kynni að lokast, en þeir eru mikilvægir fyrir nauta­ kjöt og sojabaunir. Nýlega gerði Emmanuel Macron, forseti Frakk­ lands, það ljóst að ef Brasilía drægi sig út úr Parísarsáttmálan­ um myndi hann ekki skrifa und­ ir fríverslunarsamning ESB og Mercusur, sem er fríverslunar­ bandalag Brasilíu, Argentínu, Paragvæ og Úrúgvæ, en hann er nær frágenginn. Macron sagðist ekki geta beðið franska bændur og verkamenn um að breyta fram­ leiðsluaðferðum sínum eingöngu til að hann gæti skrifað undir við­ skiptasamning við ríki sem fara aðrar leiðir. Ekkert hefur heyrst frá Bol­ sonaro um þessi orð Macron. En hvað sem því líður er ljóst að mikil stefnubreyting er að verða í Brasilíu. Brasilíumenn voru gest­ gjafar þegar fulltrúar ríkja heims funduðu í fyrsta sinn 1992 og ræddu þörfina á sameiginleg­ um aðgerðum vegna loftslags­ breytinga og umhverfismála. Landið lék stórt hlutverk á lofts­ lagsráðstefnunni í París 2015 og átti stóran þátt í að Parísarsátt­ málinn varð að veruleika. Brasilía er sjöundi stærsti losandi gróður­ húsalofttegunda í heiminum og er því mjög mikilvægt ríki á þessu sviði. Aðgerðir landsins til að vernda Amazon hafa einnig lengi verið lofsamaðar sem dæmi um góðan árangur í baráttunni við að bjarga regnskógum jarðar. Frá 2004 til 2014 dróst skógarhögg mikið saman en það er eitt af lykilatriðunum í loftslags­ baráttunni því Amazon tekur mik­ ið magn koltvísýrings í sig. Þróun­ in hefur snúist við á síðustu árum. Eftirlitskerfi landsins veiktust í kjölfar óróans í kringum Dilma Rousseff forseta og brottvikningu hennar úr forsetaembætti. Á síð­ asta ári voru 8.000 ferkílómetr­ ar skóglendis brenndir eða felldir en það er 13,7 prósenta aukning frá árinu áður. Nú óttast margir að þessi þróun muni halda áfram og verða hraðari. n FRÉTTIR - ERLENT „Aðgerðir landsins til að vernda Amazon hafa einnig lengi verið lofsamaðar sem dæmi um góðan árangur í baráttunni til að bjarga regnskógum heimsins FEGURÐ ENDING MÝKT Kostirnir eru ótvíræðir: • Fallegra hús • Ekkert viðhald Ál er okkar mál • Fossaleyni 8 • 112 Reykjavík • Sími: 577 4100 • altak.is VEGGKLÆÐNINGAR Fyrir allar gerðir húsa, ný jafnt sem gömul, fjöldi lita og gerða Jair Bolsonaro Hefur verið líkt við Donald Trump. Kristján Kristjánsson ritstjorn@dv.is Nýr hægrisinnaður forseti Brasilíu hyggst hætta að vernda Amazon n Stærsti regnskógur heims n Lungu heimsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.