Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2018, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2018, Blaðsíða 4
4 21. desember 2018FRÉTTIR Sjúkraflutningamaður keyrði eftir að hafa misst ökuleyfið n Slökkviliðsstjóri frétti af því í gegnum slúður S júkraflutningamaður í Reykjanesbæ keyrði án öku- réttinda. Hann hafði verið sviptur þeim vegna ölv- unaraksturs á einkabíl en mætti í störf fyrir Brunalið Suðurnesja sem varaliðsmaður. Þegar lög- reglan stöðvaði hann var hann lát- inn skipta við sessunaut sinn en slökkviliðsstjóri var ekki látinn vita. Fór umræddur sjúkraflutninga- maður því í nokkur útköll eftir þetta en sagði upp eftir að upp komst um málið innan brunaliðsins. Slökkviliðsstjóri ekki látinn vita Umræddur varaliðsmaður Bruna- liðs Suðurnesja var stöðvaður seinni partinn í ágústmánuði árið 2017 þar sem hann keyrði sjúkrabifreið. Við hlið hans sat kona sem hefur starfað fyrir bæði brunaliðið og lögregluna. Hún tók við akstrinum eftir að sjúkrabíll- inn var stöðvaður og fóru þau upp á slökkviliðsstöðina. Að vera tekinn án ökuréttinda er alvarlegt umferðarlagabrot og heimildir í lögum fyrir því að gera bifreiðina upptæka. Sérstaklega alvarlegt þykir þetta ef um akstur atvinnubifreiðar er að ræða. „Hann hætti strax í kjölfarið,“ segir Jón Guðlaugsson, slökkviliðs- stjóri Brunaliðs Suðurnesja, í sam- tali við DV. Jón segir að hann hafi ekki verið upplýstur um atvikið, hvorki af lögreglunni né þeim sem komu að málinu. „Ég hafði ekki hugmynd um að hann væri próflaus. Um leið og ég frétti af því, kallaði ég í hann og hann gerði sér grein fyrir málinu strax. Hann kom svo með upp- sagnarbréf og lét af störfum sam- stundis.“ Hver lét þig vita af þessu? „Ég bara frétti þetta, eins og maður fréttir svona hluti. Með ein- hverjum kjaftagangi og slúðri. Ég hafði ekki minnsta grun um þetta fram að því.“ Í útköll eftir að vera tekinn Jón segist ekki vita hversu langur tími leið frá því að sjúkraflutninga- maðurinn var tekinn af lögreglu og þangað til honum var gert viðvart um atvikið. Hann segir þó að það hafi ekki verið löngu seinna. „Ég er ekki með það á hreinu. Hann var ekki í fastri vinnu heldur í afleysingum.“ En búinn að fara í einhver útköll eftir þetta? „Já. Það er bara þannig.“ Jón segist hafa haft samband við Lögregluna á Suðurnesjum og spurst fyrir um hvers vegna hann hafi ekki verið látinn samstundis vita af þessu. „Ég átti samtal við lögregluna og þeir höfðu sínar ástæður fyrir því,“ segir Jón. „Þeir hafa einhverjar vinnureglur um þetta og trúnað í einhverjum málum. Þeir geta kannski ekki verið að tilkynna um einhverja ákveðna hluti. Í þessu tilfelli var maðurinn ekki í fastri vinnu hjá okkur. Ég get ekki skýrt það nánar.“ „Einhver misskilningur“ Gunnar Schram, hjá Lögreglunni á Suðurnesjum, segist ekki hafa skýr- ingar á því hvers vegna slökkviliðs- stjórinn var ekki látinn vita, aðrar en þær að um misskilning hafi ver- ið að ræða. „Málið var afgreitt með venju- bundnum hætti. Væntanlega lokið með sektargreiðslu.“ Var slökkviliðsstjórinn ekki lát- inn vita? „Nei, það var nú það einkenni- lega í þessu máli. Vegna einhvers misskilnings fór engin tilkynning frá lögreglu til hans. En hann fékk spurnir af þessu fljótlega.“ Ekki hefur náðst í lögreglukon- una sem var í bílnum. Sjúkraflutn- ingamaðurinn sem um er rætt vildi ekki tjá sig um málið þegar DV hafði samband. n „Vegna einhvers misskilnings fór engin tilkynning frá lögreglu til hans Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is Jón Guðlaugsson Slökkviliðsstjóri á Suðurnesjum.Hver er hann n Hann er fæddur árið 1956 og hefur verið duglegur að halda upp á afmæli sitt með stæl. n Móðir hans var dönsk og pabbi hans hálfíslenskur og hálfnorskur. n Hann tók virkan þátt í ýmsum mótmælafundum veturinn 2008 vegna bankahrunsins. n Haustið 2015 gaf hann út ljóða- bókina Öskraðu gat á myrkrið. n Hann er fæddur í tvíburamerk- inu. SVAR: BUBBI MORTHENS. Það er staðreynd að… Í Hawaii er jólasveinninn kallaður Kanakaloka. Gervijólatré hafa verið söluhærri en ósvikin tré á heimsvísu síðan árið 1991. Hátt í þrjátíu Legósett eru seld á hverri sekúndu á háannatíð jólanna. White Christmas er söluhæsta jóla- lag allra tíma, það var upphaflega samið af tónskáldinu Irving Berlin. Í nýlegri notendakönnun Yahoo var kvikmyndin Home Alone kosin vinsælasta jólamynd allra tíma. Í öðru sæti er Prúðuleikaramyndin The Muppet Christmas Carol og hin sígilda It’s a Wonderful Life lenti í þriðja. Óþolandi gól í síbylju S varthöfði verður seint kall- aður jólabarn. Jólin eru ekki alslæm, þau eru tækifæri til að rifja upp hvaða ættingjar eru enn lifandi og samfélagið gef- ur fólki grænt ljós á að háma í sig reyktan mat. Jólastússið er hins vegar löngu orðið þreytt í byrjun desember og er Svarthöfði búinn að átta sig á að jólabjór er einmitt til þess að maður geti gleymt jólunum. Svarthöfði tók eftir því í miðri umferðarteppu að eitís flass- bakk-útvarpsstöðin er orðin að Jólaflassbakk. Í fyrsta sinn í langan tíma fór hann að flakka á milli stöðva og tók eftir því að það eru heilar þrjár útvarpsstöðvar sem sérhæfa sig í að spila nánast ekkert nema Last Christmas í sífellu. Það að hlusta á útvarp fyrir jólin 2018 og hata þetta heimska lag er vægast sagt örðugt. Þetta er eins og eltingarleikur. Það eru fréttir og svo Last Christmas. Þá er skipt um stöð. Eitt „fyndið“ lag með Baggalút og svo Last Christmas. Næsta stöð. „Línan er laus, þú heitir?“ … Og apakötturinn sem hringir inn er að hlusta á Last Christmas. Eina athvarfið ku vera Rás 1. Þá vill Svarthöfði nú frekar láta skera sig í tvennt aftur og henda sér ofan í eldfjall. Ef það er ekki þetta Last Christmas-gól í síbylju þá er það Helgi Björns að syngja um eitthvað sem hann nennir ekki. Það hjálpar reyndar til að vita að þetta er ein- hver sýra þýdd úr einhverju ítölsku Eurovision-lagi. Sum lög eru hrikaleg ef þau eru hugsuð til enda. Snæfinn- ur snjókarl beinlínis drepst í lok- in á laginu um sig. Bráðnar eins og nasisti í lokin á fyrstu Indiana Jones. Þetta er verið að syngja á leikskólum. Svo er líka óþolandi þegar Snjó- korn falla fer að heyrast og svo byrjar einhver útlendingur að gaula á útlensku, en ekki Laddi að tilkynna að þau falli á allt og alla. Og hvaða krakki segir „Ég hlakka svo til“? Allir krakkaormar sem Svarthöfði hefur komið ná- lægt segja „Mér hlakkar“. Þetta er allt vonlaust, en þó skömminni skárra en katta- vælið sem við munum senda í Eurovision og verður spilað lát- laust allan apríl og fram á sumar. n Svarthöfði Snæfinnur snjókarl þegar hann sér sólina. Skjáskot úr kvikmyndinni Raiders of the Lost Ark.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.