Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2018, Síða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2018, Síða 40
Þorláksmessa 21. desember 2018KYNNINGARBLAÐ STEFAN B. CHOCOLATIER: Guðdómleg ofurfæða á jólunum Flestum þykir gott að narta smá í súkkulaði eða ljúffenga konfekt-mola yfir hátíðarnar. Þegar fólk lætur slíkt eftir sér er tilvalið að hafa það dálítið spari og hafa það virkilega vandað og gott. Í verslun Stefáns að Laugavegi 72, Reykjavík, er að finna guðdómlegt handgert súkkulaði frá einum fremsta súkkulaðimeist- ara landsins. Stefán er svokallaður „chocolatier“ sem merkir að hann vinnur súkkulaði- og konfektafurðir úr súkkulaðimassa. Hráefnið í afurðir sínar fær hann frá Kólumbíu. Súkkulaði: ofurfæða guðanna Í verslun Stefáns er að finna gott úrval af bæði súkkulaðiplötum og konfekti. Eins og flestir vita er súkkulaði eða kakó í eðli sínu mjög holl afurð, sannkölluð ofurfæða, en sykurinn er síður hollur. Hann er settur í súkkulaði til að gera það sætt á bragðið, en algjörlega ósætt súkkulaði getur verið svolítið biturt. Í verslun Stefáns er lögð áhersla á úrval og því má fá allt frá 60% súkkulaði með töluverðu sykurmagni upp í algerlega sykurlaust 100% hreint súkkulaði. „Við erum með um 200 gerðir af súkkulaðiplötum og um 25–30 gerðir af konfekti. 85% súkkulaðið hjá okkur er mjög vinsælt og frekar hollt, enda ekki mikið af sykri í því. Þeir allra hörðustu fara upp í 90% og jafnvel 100%, en það hentar þar að auki vel til matargerðar,“ segir Stefán og bætir við að verslunin bjóði einnig upp á sykurlaust súkkulaði. „Margir vilja af ýmsum ástæðum sætt súkkulaði en engan sykur. Þá er notað malitol í staðinn fyrir sykur- inn og fæst þetta súkkulaði í ýmsum bragðtegundum, allt frá hefðbundnu dökku súkkulaði yfir í súkkulaði með engiferbragði,“ segir Stefán. Heitt súkkulaði með engri fyrirhöfn Á köldum vetrardögum er fátt notalegra en að hræra sér í heitt súkkulaði. Hjá Stefáni B. fæst stórsniðug vara til þess að búa til hið fullkomna heita súkkulaði með minnstu fyrirhöfn. „Þetta eru teskeið- ar sem búið er að steypa í súkkulaði- kubba. Þessu er svo skellt í heita mjólk og hrært í. Súkkulaðið bráðnar út í mjólkina og maður er kominn með þetta fína heita súkkulaði með engri fyrirhöfn. Það er bæði hægt að fá þetta í mismunandi súkkulaðistyrk- leika, en svo geri ég líka jólafígúrur. Jólafígúrurnar hafa t.d. verið vinsæl- ar sem gjafir í skóinn. Ekki skemmir svo fyrir hvað það er gott súkkulaðið í þessu,“ segir Stefán. Salt og sætt, hin fullkomna blanda Spurður um hvað séu vinsælustu afurðirnar segir Stefán að súkkulaði með sjávarsalti hafi slegið rækilega í gegn. „Sjálfum finnst mér saltið fara betur í dökku súkkulaði því það spilar mjög vel á móti biturleikanum í því, en ég býð að sjálfsögðu upp á bæði ljóst og dökkt,“ segir Stefán. Íslendingarn- ir eru einnig að vanda sólgnir í súkkulaði með lakkrís. Stefán hefur þróað dásamlegt, dökkt súkkulaði með lakkrísbragði í staðinn fyrir lakkrísbita. „Erlendu ferðamennirnir sem koma í verslunina sneiða oftast hjá lakkríssúkkulaðinu enda er það séríslenskur siður að blanda saman súkkulaði og lakkrís,“ segir Stefán. Handgerða konfektið frá Stefan B. Chocolatier er síðan fullkomin gjöf í jólapakkann. „Við bjóðum upp á úrval af jólakörfum, konfektkössum og konfekti í sellófanpakkningum fyrir alla þá sem vilja gleðja súkkulaðiá- hugamanninn í lífi sínu,“ segir Stefán og býður alla velkomna að líta við og skoða úrvalið. Stefan B. Chocolatier er staðsett að Laugavegi 72 Nánari upplýsingar á stefanb.is Facebook Netfang: info@stefanb.is n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.