Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2018, Síða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2018, Síða 23
28. desember 2018 23ANNÁLL - ÁGÚST Kynferðisbrot séra Þóris og Siggi hakkari á Reykjavíkurflugvelli Margrét Friðriksdóttir greindi frá því á samfélagsmiðlum að hún hefði ráðist að Semu Erlu Serdar fyrir utan veitingastað við Grensásveg. Þær hafa eldað grátt silfur saman um árabil út af mismunandi skoðunum sín- um á þjóðfélagsmálum. Sema Erla kærði Margréti fyrir lík- amsárás og morðhótanir í kjöl- farið. Margrét lýsti yfir iðrun sinni og kvaðst ætla að hætta að drekka í kjölfarið. Ronja Auðunsdóttir var í hjólatúr ásamt dóttur sinni þegar þær mægður fundu kött sem misþyrmt hafði verið með hrottalegum hætti í Hellisgerði í Hafnarfirði. Kötturinn hafði verið hengdur við tré með netaböndum auk þess sem hann hafði verið beittur margvíslegur ofbeldi. „Hér var algjört illmenni að verki,“ sagði Ronja í samtali við DV. Hún kom kettinum, sem var örmerktur og hét Lísa, til dýralæknis og náði kötturinn sér að mestu leyti eftir raunina. DV fjallaði um starfsemi fyrirtækja í eigu athafnamannsins Hilmars Ágústs Hilmarssonar á Reykjavíkur- flugvelli . Sigurður Ingi Þórðarson, betur þekktur sem Siggi hakkari, hafði nýverið verið skráður stjórnar- formaður og framkvæmdastjóri eins félagsins og var í krafti starfstitilsins með nánast ótakmarkað aðgengi inn og út af haftasvæðum. Í stjórn með Sigurði sat síðan dæmdur barnaníðingur, Robert Tomaz Czarny. Þá vakti athygli að náinn samstarfsmaður Sigurðar, Dan Somers, sá um öryggisgæslu fyrir fyrirtækin en í staðinn fékk hann að starfrækja tilbeiðslustað fyrir sértrúarsöfnuð sinn í flugskýli á Reykjarvíkurflugvelli. DV greinir frá því að séra Þórir Stephensen hafi viðurkennt á sátta- fundi á Biskupsstofu að hafa brotið kynferðislega á tíu ára gamalli stúlku. Brotin áttu sér stað á sjötta áratug síðustu aldar þegar Þórir nam til prests. Meðal þeirra sem sátu sáttafundinn með Þóri og fórn- arlambi hans, þar sem presturinn baðst afsökunnar, var Agnes M. Sigurðardóttir biskup. Þrátt fyrir að hún vissi af brotum Þóris þá fékk hann áfram að taka að sér margs konar verkefni fyrir kirkjuna auk þess sem hann sat í öndvegi þegar nýr vígslubiskup var vígður í Skál- holti. Í kjölfar umfjöllunarinnar bað biskup séra Þóri um að draga sig alfarið í hlé. SS stöðvar vinsælar aug- lýsingar fyrirtækisins þar sem Kjartan Guðjónsson leikari fer á kostum sem Árni pylsusali. Ástæðan er sú að umræða um gamlan nauðgunardóm Kjartans kemur upp á yfirborðið á Twitter en forsvarsmenn fyrirtækis- ins voru ekki meðvitaðir um hann. Dragháls 14-16 Sími 412 1200 110 Reykjavík www.isleifur.is Straumhvörf í neysluvatnsdælum Grundfos Scala 3-45 Álagsstýrð, heldur jöfnum þrýsting og hljóðlát. Dregur vatn allt að 8 metra Innbyggð þurrkeyrsluvörn Afkastar 8 aftöppunar stöðvum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.