Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2018, Qupperneq 26
26 FÓLK - VIÐTAL 28. desember 2018
Flugferð ársins
Katrín Jak-
obsdóttir
forsætis-
ráðherra
flaug til
Svíþjóð-
ar í apríl
til að vera
viðstödd
leiðtoga-
fund Norðurlandanna og hitta
forsætisráðherra Indlands.
Það sem Katrín vissi líklega
ekki, var að um borð í vélinni
var Sindri Þór Stefánsson sem
hafði um nóttina strokið úr
fangelsinu að Sogni með því
að klifra út um glugga á einni
byggingu fangelsisins. Sindri
var í gæsluvarðhaldi grunað-
ur um innbrot í gagnaver og
þjófnaði á Bitcoin-gröfu-tölv-
um. Flótti Sindra vakti heims-
athygli og hann átti ófáa stuðn-
ingsmenn hér á landi sem vildu
að hann myndi aldrei finnast.
Þeim varð ekki að ósk sinni og
var Sindri handtekinn fimm
dögum síðar í Amsterdam.
En kannski var Sindri einmitt
handtekinn vegna þess að
hann ákvað að birta mynd af
sér í borginni og birta hana
á Instagram. Mjög gáfulegt
þegar þú ert á flótta enda varð
hann afar hissa þegar hann var
handsamaður klukkutíma síð-
ar. Hann bíður nú dóms.
Svarthöfði verðlaunar þá sem stóðu sig best á árinu
n Slagsmál n Íbúð ársins n Bygging n Svikarar n Stóllinn Snorri
Fyrir utan veitingastaðinn Benzin á Grensásvegi áttu sér stað slags-
mál ársins. Þar tókust á Margrét Friðriksdóttir og Sema Erla Serdar.
Margrét hafði farið á Benzin til að spila „pool“, hafði ætlað sér á Ölver
en þar er hún í banni. Úps! Fyrir utan Benzin lenti Margréti og Semu
saman. Margrét sakaði Semu um að hreyta í hana fúkyrðum og hún
hefði að lokum ýtt Semu frá sér til að komast undan. Margrét hefur
áður komið sér í vandræði vegna neyslu og var meðal annars dæmd
í fangelsi fyrir að aka undir áhrifum árið 2007. Vinir Semu og hún
sjálf sökuðu Margréti um að fara frjálslega með staðreyndir. Margrét
hefði blótað þeim í sand og ösku og hótað því að kærasti hennar, sem
kynni karate, myndi lúskra á þeim öllum. Margrét hafi svo kýlt Semu
Erlu og haldið áfram hrópum og öskrum sem andsetin væri. Sema
ákvað að kæra Margréti og Margrét tók einu réttu ákvörðunina, sem
var að hætta að drekka eða fá sér aðeins minna af þeim anda sem
hún segir fylla líf sitt á hverjum degi.
Inga Sæland grét sig ekki bara inn á þing, hún grét líka nokkrum
sinnum á árinu, bæði í skrifuðu máli og svo í pontu á Alþingi. Ari
Ólafsson Eurovision-fari sá að þetta virkaði og grét nokkrum sinnum
meðan á keppni stóð og náðist vart viðtal við þennan unga, efnilega
og tilfinningaríka mann án þess að tár væri á hvarmi. Sjálfur sagði
Ari: „Svo var ég líka búinn að gráta svo mikið að ég gat ekki grátið
lengur og fór eiginlega í trans.“ Notendur Twitter fóru einnig í trans
og uppnefndu Ara „grenjARi“ og líktu við Ingu Sæland. Svarthöfði
tekur auðvitað upp hanskann fyrir Ara, það er nauðsynlegt fyrir unga
karlmenn að geta grátið og tjáð tilfinningar sínar. Inga og Ari hafa
líka kennt okkur, að viljir þú sigra þá er bara að gráta og gera það
nægilega oft þangað til að hinir fullorðnu þagga niður í þér með því
að rétta þér dótið sem þig langaði svo í.
Inga Sæland kemur enn og aftur fyrir í umfjöllun Svarthöfða á ár-
inu. Inga Sæland ákvað að skilja við Karl Gauta Hjaltason og Ólaf Ís-
leifsson, þingmenn Flokks fólksins, eftir að í ljós kom að þeir voru á
fylleríi í vinnutíma á Klaustri bar. Þar drukku þeir ásamt Miðflokkn-
um og töluðu illa um mann og annan. Inga fékk nóg og hætti í sam-
bandinu.
Stóllinn Snorri
Hljóð ársins á stóllinn Snorri
sem er á Klaustri bar. Hann er
líklega í horninu á þeim fræga
stað en enginn veit þó ná-
kvæmlega hvar Snorri er
nákvæmlega er staðsettur. Fólk
hefur haft á orði að þegar
stóllinn Snorri sé dreginn eftir
gólfinu heyrist skerandi
selahljóð, sem sumir vilja
meina að líkist einnig hjóli sem
bremsað er fyrir utan glugga.
En ef verulega illa liggur á
honum, þá á stóllinn Snorri til
að uppnefna fólk og tekur þá
alla minnihlutahópa fyrir.
Sunna Elvira komst í fréttirnar þegar greint var frá að hún hefði fallið
á milli hæða á heimili hennar á Spáni. Sunna hefur borið sig vel og
er alltaf jákvæð og býr nú á Íslandi. Fyrrverandi eiginmaður hennar,
Sigurður Kristinsson, var handtekinn fyrir að smygla eiturlyfjum í
skákvörum sem sendar voru til Íslands. Sunna Elvira hefur ítrekað
sagt að Sigurður Kristinsson hafi ekki átt neinn þátt í slysinu örlaga-
ríka um kvöldið á heimili hennar. Það má vel vera rétt, enda var
skráð á spítalanum að Sunna Elvira hefði slasast eftir bílslys og það
er auðvitað ótrúleg tilviljun að bílaleigubíllinn sem Sunna og Sigurð-
ur voru með á leigu hafi aldrei fundist.
Fyrir ári var það Björt Ólafsdóttir sem auglýsti kjól fyrir vinkonu sína
á Alþingi. Í þetta sinn ákvað Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að
gera enn betur og auglýsti mjólk í þinghúsinu. Skrifstofustjóri vildi
meina að Katrín hefði engar reglur brotið þegar fulltrúar MS afhentu
henni nýjar mjólkurfernur. Það er alveg rétt. Katrín brýtur aldrei
neinar reglur og svíkur engan og hefur aldrei gert. Eins og allir ís-
lenskir pólitíkusar stendur hún við loforð sín og sannfæringu. Henni
myndi til dæmis aldrei láta sér detta í hug að fara í eina sæng með
Sjálfstæðisflokknum og fara síðan kannski að mæla með vegtollum!
Vinstri græn, eins þau leggja sig, eru svikarar ársins. Það er ekkert að
marka það sem þau segja og flokkurinn mun þurrkast næstum út í
næstu kosningum. Flokknum er meðal annars stýrt af hægri manni,
Steingrími Joð sem býr í 400 fermetra einbýlishúsi með fataherbergi
og arinstofu. Þau munu ýta öllu í framkvæmd sem þau áður börðust
gegn. Trúir þú ekki Svarthöfða? Hvað er búið að vera nýjast í frétt-
um? Vegtollar? Hvað með þá? Þeir verða samþykktir. Af hverjum?
Ríkisstjórninni.
Dagur ársins
Dagur ársins 2018 er Dagur
B. Eggertsson borgarstjóri.
Hann náði að halda sér við
völd í Reykjavík með því að fá
Viðreisn til liðs við sig. Síð-
an fór hann í frí. Þegar hann
kom úr fríi komst hann að því
að bragginn sem hann var að
byggja fyrir HR kostaði of mik-
ið. Þá ákvað hann að þá væri
rétti tíminn til að fara í veik-
indaleyfi. Það
er ekki nóg
pláss á síð-
um DV til
að rifja upp
allt sem gekk
á hjá Degi á ár-
inu.
Grenj/Ari ársins
Slagur ársins
Skilnaður ársins Bílslys ársins
Auglýsing ársins Svikarar ársins